Styrkja starf ABC barnahjálpar
Kaupa gjafabréf með eigin kveðju
Minningargjöf með ABC korti
Finna og styrkja ABC barn

Menntun er mikilvægasti hlekkurinn í að rjúfa vítahring fátæktar.
Tilgangur ABC barnahjálpar er að veita börnum varanlega hjálp í formi menntunar.
ABC barnahjálp er íslenskt hjálparstarf, stofnað árið 1988.

 Reikningsnúmer neyðarsjóðs er 515-14-303000 kt. 6906881589

Nemendur og starfsmenn Giljaskóla á Akureyri hafa frá árinu 2007 styrkt 2 börn í ABC skólunum okkar. Árið 2007 voru Udaya Lakshmi Gajjelagunta og Vincent Obita styrkt til náms. Udaya er frá Indlandi og Vincent er frá Úganda og hafa nemendur og starfsmenn Giljaskóla styrkt þau allan þeirra skólaferil. Þau hafa lokið sínu námi í ABC skólunum og í dag styrkir Giljaskóli tvo nemendur; þau Ibrahim Famba Mohamed og Kevine Jenneth Akello en þau eru bæði frá Úganda.

Einu sinni á ári er haldin söfnun í Giljaskóla og greiða þau 84.000 kr til styrktar þessum tveimur börnum. Með því fá styrktarbörninn meðal annars skólagöngu, skólabúning, máltíð og heilsugæslu í heilt ár.

Nemendur í Giljaskóla fá alltaf kynningu á börnunum sem þeir styrkja og áhuginn og viljinn til að halda því áfram lýsir sér vel með mikilli þátttöku í söfnuninni sem ár eftir ár er nægilega mikil til að viðhalda framfærslunni.Nemendur ABC skólanna senda ávallt jólakort og nemendur Giljaskóla hafa sömuleiðis útbúið kort og nú síðast sendu þeir einnig pakka með smávegis af ritföngum handa Ibrahim og Kevine.

Við hjá ABC barnahjálp erum mjög þakklát nemendum og kennurum Giljaskóla fyrir þetta frábæra framtak þeirra.

altalt alt alt

Nú fer að líða að árlega söfnunarverkefninu okkar Börn hjálpa börnum og er þá gaman að líta til baka og rifja upp í hvað peningarnir fóru sem söfnuðust á síðasta ári – en þá var söfnin haldin í 20. skipti. Þeir fjármunir sem safnast saman ár hvert skipta gríðarlega miklu máli fyrir þá sem þiggja þá og erum við afskaplega þakklát þeim börnum á Íslandi sem taka þátt í þessari söfnun með okkur. Þeirra framlag er ómetanlegt.

alt

Hér má sjá Þráinn Skúlason ásamt heimamönnum við byggingu nýrrar skólastofu í Namelok.

alt

Byggð var ný skólabygging með tveimur fullbúnum kennslustofum og keypt var tölva og prentari.

alt

Í Búrkína Fasó var söfnunarfé nýtt í að hjálpa til við uppbyggingu á nýjum glæsilegum matsal. 

alt

Í Naíróbí styrktum við ljóðahóp í ABC skólanum í Star of Hope. Ljóðahópurinn hefur staðið sig frábærlega í hinni árlegu Kenya Music Festivals og hefur meðal annars unnir til fyrstu verðlauna í einni greininni fyrir ljóðaflutning.

alt alt alt

Í Naíróbí stóð söfnunin einnig fyrir endurnýjun á húsgögnum og húnæði heimavistarinnar og eldhúsi. Auk þessa var endurnýjað skólabúningar, skólatöskur og snyrtivörur fyrir nemendur framhaldsskólans.

altalt

Í Úganda styrkti söfnunin endurbyggingu á leikskóla ABC skólans, meðal annars var þakið lagað og var byggður nýr veggur.

Nýtt eldhús fyrir nemendur ABC barnahjálpar í Nairobi. Undirbúningur hófst í byrjun desember og á meðfylgjandi myndum sjáum við hversu vel tókst til. Nýja eldhúsbyggingin var komin í fulla notkun um miðjan janúar þegar nýtt skólaár hófst í Nairobi. Það þarf vart að taka það fram hvað þetta kemur sér vel fyrir skólann og fólkið okkar í Kenýa er afskaplega þakklát fyrir þessa höfðinglegu gjöf.

alt alt alt alt

Við hjá ABC barnahjálp viljum nýta tækifærið nú í lok árs til að þakka kærlega fyrir ykkar stuðning. Þegar horft er til baka fyllumst við þakklæti og sjáum þann kærleika sem íslendingar hafa gefið af sér til að hjálpa börnum í neyð. Við þökkum fyrir árið sem er að líða og förum með tilhlökkun inn í árið 2018 þar sem við munum halda áfram okkar starfi með ykkar hjálp og einnig fagna 30 ára afmæli ABC barnahjálpar.

Gleðilegt nýtt ár.

alt

Nemendur ABC skólanna leggja sig mikið fram í námi árið um kring til að bæta framtíðarmöguleika sína en þau fá verðskuldað jólafrí og njóta sín vel.

Þökk sé örlæti styrktarforeldra sem greiða í jólagjafasjóð gefst okkur hjá ABC tækifæri til að gera börnunum dagamun í tilefni hátíðar ljóss og friðar.

Namelok:

Á sléttunum í Kenýa er ABC skólinn í Namelok og þar er allt í miklum uppgangi og árið 2017 var mjög viðburðarríkt. Hæst ber að nefna byggingu nýrra skólastofa og heimavista.

Hér má sjá heimamenn undirbúa jólahátíð fyrir nemendur á svæðinu.

altaltaltalt

Star of Hope:

ABC á góðan velunnara í Go Near Ministries samökunum en með þeirra aðstoð var hægt að bjóða nemendum í heimavist upp á gleðilegan dag. Hefðbundin jólahátíð var haldin á aðfanga- og jóladag en á annan í jólum var þeim nemendum sem eiga í engin hús að vernda yfir hátíðarnar boðið upp á viðburðarríkan dag sem fól í sér matarveislu á KFC, heimsókn í skemmtigarð og fleira.

altaltalt

Filippseyjar:

Nemendur í gagnfræðiskóla á Filippseyjum héldu mikla jólaveislu og gleðin skein úr augum þeirra. Í veislunni fengu þeir jólagjafir sínar þökk sé styrktarforeldrum ABC.

altaltalt

Við þökkum kærlega fyrir okkur og óskum öllum styrktarforeldrum og velunnurum gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári.

Hafa samband

ABC barnahjálp
Víkurhvarfi 2
203 Kópavogi

Opið 9 - 16 virka daga


Sími: 414 0990
Tölvupóstur: