Styrkja starf ABC barnahjálpar
Kaupa gjafabréf með eigin kveðju
Minningargjöf með ABC korti
Finna og styrkja ABC barn

Menntun er mikilvægasti hlekkurinn í að rjúfa vítahring fátæktar.
Tilgangur ABC barnahjálpar er að veita börnum varanlega hjálp í formi menntunar.
ABC barnahjálp er íslenskt hjálparstarf, stofnað árið 1988.

 Reikningsnúmer neyðarsjóðs er 515-14-303000 kt. 6906881589

Nú líður að jólum og þeim fylgja jú oft jólagjafir. Margir eru í erfiðleikum með að finna gjöf handa þeim sem „eiga allt“. Við erum með frábæra lausn fyrir þá, en tilvalið er að gefa Gjafabréf frá ABC barnahjálp. Þar er hægt að festa kaup á geit, borga mat fyrir barn í mánuð, kaupa skólabúning og margt fleira. Gjöfin kemur sér vel fyrir börnin sem þurfa virkilega á hjálpinni að halda.

    alt alt

 

Nú fer að líða að jólum hjá okkur sem og börnunum okkar í ABC skólunum.

Ár hvert höfum við, með ykkar hjálp, gefið börnunum jólagjafir og gert þeim dagamun sem hefur glatt þau mikið og erum við mjög þakklát fyrir ykkar stuðning.

Send hefur verið valkrafa fyrir jólasjóðinn í heimabanka allra stuðningsaðila ABC barnahjálp sem hægt er að greiða á einfaldan hátt en einnig er hægt að greiða beint inn á jólasjóðsreikning, 0537 - 26 - 6906 og kt. 690688-1589.

Við hvetjum alla sem geta til að taka þátt í þessu með okkur og hjálpa okkur að gleðja börnin smá aukalega á jólunum.

Með fyrirfram þökkum og kærleika, ABC barnahjálp.

Nú í október fóru 7 íslendingar í vinnu og hjálparferð til Búrkína Fasó. Tóku þau með sér fullar töskur af gjöfum, fullt af hæfileikum og vinnufúsar hendur.

Meðal annars tóku þau með sér 4 fullar töskur af íþróttabúningum frá íþróttafélögunum Haukum og Stjörnunni og erum við afskaplega þakklát fyrir þá fallegu gjöf. Enda mikið íþróttastarf í ABC skólanum í Búrkína Fasó og sést það vel á myndinn sem hér fylgir hvað börnin voru ánægð með þessa gjöf.

Við hjá ABC barnahjálp erum ótrúlega þakklát fyrir það óeigingjarna starf sem þessir einstaklingar unnu og biðjum Guð að blessa þau margfallt.

Hér sjáum við mynd af hópnum ásamt Hinrik og Gullý sem leiða starfið í Búrkína Fasó.

búrkina heimsókn

20171011 103813

Við hjá ABC barnahjálp fórum á stúfana og leituðum uppi þá hlaupara sem hægt var að finna og höfðu ákveðið að hlaupa til styrktar ABC barnahjálp í Reykjavíkur maraþoni Íslandsbanka sem fram fer á morgun(laugardaginn 19. ágúst 2017). Við erum svo gífurlega þakklát öllum þeim sem völdu að styrkja okkar málstað að við ákváðum að færa þeim sem höfðu safnað áheitum smá þakklætisvott frá ABC barnahjálp. Þegar þessi frétt er skrifuð þá hafa Ásdís Björg Kristinsdóttir og hinn 10 ára Viktor Óli Eiríksson Smith safnað mestu fyrir starfið.

Við hvetjum alla til að kynna sér hlauparana okkar og heita á þá því það er enn tími til stefnu.
Hlauparar til styrktar ABC barnahjálp

asdisViktor

Nýjasti og jafnframt yngsti hlauparinn sem ætlar að hlaupa til styrktar ABC barnahjálp er 10 ára gamall drengur að nafni Viktor Óli Eiríksson Smith. Viktor segist vilja hjálpa börnum sem þurfa á aðstoð að halda. Við erum gífurlega þakklát öllum hlaupurum sem hyggja á að hlaupa til styrktar starfinu og hvetjum alla til að styðja við gott málefni.

10 ára og hleypur til styrktar ABC barnahjálp

Capture

Hafa samband

ABC barnahjálp
Víkurhvarfi 2
203 Kópavogi

Opið 9 - 16 virka daga


Sími: 414 0990
Tölvupóstur: