Styrkja starf ABC barnahjálpar
Kaupa gjafabréf með eigin kveðju
Minningargjöf með ABC korti
Finna og styrkja ABC barn

Menntun er mikilvægasti hlekkurinn í að rjúfa vítahring fátæktar.
Tilgangur ABC barnahjálpar er að veita börnum varanlega hjálp í formi menntunar.
ABC barnahjálp er íslenskt hjálparstarf, stofnað árið 1988.

 Reikningsnúmer neyðarsjóðs er 515-14-303000 kt. 6906881589

Hjónin Hilmar Kristinsson og Anna Þorsteinsdóttir vörðu tæplega fjórum mánuðum í skólanum okkar í Búrkína Fasó. Þar lögðu þau hönd á plóg með öll þau verkefni sem komu upp. 

              alt alt

Á hlekknum fyrir neðan er hægt að sjá myndband sem þau bjuggu til sem gerir starfinu góð skil. 

Smelltu hér til að sjá myndbandið

 

Þegar börn fá tækifæri til að mennta sig gerast stórkostlegir hlutir. Hér eru fjórir nemendur frá ABC í Pakistan. 

Þetta er Mazhar Aslam. Frá unga aldri vildi hann verða prestur en ljóst var að sökum fátæktar hafði fjölskylda hans ekki efni á að senda hann í skóla. Einn daginn heimsótti prestur heimili hans og nefndi við hann möguleikann á að komast í ABC skólann í Farooqabad.

Í dag hefur Mazhar lokið BA prófi í þjálfun sinni að verða prestur og vegferð hans hófst með inngöngu í ABC skólann. Hann þakkar íslenska stuðningsaðila sínum fyrir að hann fékk tækifæri til að raungera draum sinn. 

Þetta er Anum Rustam. Hún er ein af átta systkinum og sökum sárrar fátæktar sá hún enga leið til að ganga í skóla. Íslenskur stuðningsaðili ákvað að styrkja hana og hún fékk inngöngu í Machike heimavistarskólann.

Að loknu námi fór hún í saumaskóla og kennir í dag fagið einmitt í Machike skólanum. Hún þakkar íslenska stuðningsaðilanum sínum kærlega fyrir að hafa gefið henni möguleika á þessu. 

 

Þetta er John Amraphil Akram. Hann var nemendi í Machike heimavistarskólanum. Foreldrar hans höfðu ekki efni á að senda hann í skóla en íslenskur stuðningsaðili sá til þess. John lagði sig mikið fram í námi sínu og fékk nógu góðar einkunnir í samræmdum prófum að hann fékk fartölvu í verðlaun.

Í dag nemur hann hjúkrunarfræði við einkarekinn spítala. 

 

 Að lokum kemur saga Nazish Mushtaq í hennar eigin orðum. 

"Svona hefur ABC barnahjálp í Pakistan breytt mínu lífi. Ég kem frá Farooqabad og ég á þrjá bræður og eina systur. Ég hélt að vegna þess hve fátækir foreldrar mínir voru að ég myndi aldrei geta orðið hjúkrunarfræðingur. En árið 2006 komst ég í ABC skólann í Farooqabad og þar fékk ég tækifæri til að uppfylla draum minn. Að námi loknu í Farooqabad fékk ég inngöngu í þjálfun hjá ríkisspítalanum í Sheikhupura. Árið 2013 lauk ég þjálfun minni og starfaði um tíma í skóla ABC sem hjúkrunarfræðingur. Í dag er ég í fullri vinnu sem hjúkrunarfræðingur á einkareknum spítala í Sheikhupura. 

Þegar ég lít um farinn veg get ég ekki ímyndað mér að hafa komist hingað án hjálpar ABC í Pakistan. Ég vil þakka stuðningsaðila mínum heima á Íslandi og ABC fyrir alla hjálpina. Enginn getur tekið þessa dýrmætu gjöf frá mér". 

Fyrirtækið Tengill ehf. gaf ABC barnahjálp 91 tölvu ásamt skjám, músum og lyklaborðum. Tölvurnar voru sendar til skóla okkar í Búrkína Fasó, Ecole ABC de Bobo, og nú eru nemendur byrjaðir að hamra á lyklaborðin. 

Gísli Sigurðsson, framkvæmdarstjóri Tengils, hafði samband við skrifstofu ABC og sagðist vilja gefa mikið magn af tölvum þar sem búið var að endurnýja hjá grunnskóla í Skagafirði. "Mér fannst sárt að henda þessu", segir Gísli og hann komst að því að margir væru að bjóða hjálparstörfum upp á notaðar tölvur. "ABC var það fyrsta sem mér datt í hug", sagði hann og lýsti yfir ánægju sinni að tölvurnar væru komnar á góðan stað. 

Tölvurnar voru sendar til Hull á Englandi til hjálparsamtakanna Jacob's Well og frá þeim til Búrkína Fasó. Það var ekki hægt að taka þær í notkun alveg strax vegna rafmagnsleysis en fljótlega fékkst rafmagn í gegnum sólarsellur og í byrjun desember var byrjað að koma öllu í stand. 

Þar sem engin aðstaða var fyrir allar tölvurnar var stofu komið upp í tæknihúsinu þar sem smíði og bifvélavirkjun er kennd og eru aðeins léttir veggir á milli. Það er alltaf gott þegar maður þekkir mann og skrifstofukonan í skólanum gat bent á einn innfæddan sem sá alfarið um uppsetningu á tölvunum og vann hann myrkranna á milli. Kennararnir í skólanum fengu svo námskeið og nemendur komust síðan í græjurnar í byrjun janúar. 

"Þetta kemur okkur á miklu hærra plan", segir Guðný Ragnhildur Jónasdóttir (Gullý), annar forstöðumanna Ecole ABC de Bobo. Nemendur í sjöunda bekk og ofar fá kennslu á tölvurnar. "Krakkarnir verða færari í framtíðinni og þetta gefur þeim mikið tækifæri. Við erum afar þakklát og þetta lyftir upp innra starfi skólans", segir Gullý. 

Læsi í Búrkína Fasó mælist um 36% í heild og er númer 28 á listanum yfir fátækustu löndin í heiminum. 

Börnin okkar í ABC skólanum í Star of Hope í Kenýa fengu óvæntan glaðning í morgun. Dr. Patrick Njoroge, seðlabankastjóri, bauð upp á glæsilegan hádegisverð og gaf börnunum Bata Toughees skópar og sokka. Starfsmenn Seðlabankans aðstoðuðu svo börnin við að finna réttu skóstærðina.

alt    alt

alt
 

Á síðasta ári voru nemendur okkar fengnir til að lesa upp ljóð og syngja í tilefni af 50 ára afmæli Seðlabankans þar í landi. Þau stóðu sig með stakri prýði. 

 

 
 


Haldið var jólaball í Molfrid skólanum í Filippseyjum þann 17. desember síðastliðinn. Kennarar ásamt nemendum skipulögðu veisluna og innihélt dagskráin mikið af lögum og dönsum, sælgæti og svo var lukkudýrið Jolly Bee á staðnum. 

  alt alt

Foreldrar barnanna höfðu útbúið mat sem var svo deilt milli bekkja og öll börnin fengu sinn jólapakka. Gleðin ríkti svo sannarlega. 

alt 

Efnt var til keppni í jólaskreytingum og voru þær unnar úr endurvinnanlegu efni. Skreytingarnar voru allar til sýnis og valdir voru sigurvegarar. 

Sannkallaður jólaandi hér á ferð. 

alt alt

 

 

Hafa samband

ABC barnahjálp
Víkurhvarfi 2
203 Kópavogi

Opið 9 - 16 virka daga


Sími: 414 0990
Tölvupóstur: