Styrkja starf ABC barnahjálpar
Kaupa gjafabréf með eigin kveðju
Minningargjöf með ABC korti
Finna og styrkja ABC barn

Menntun er mikilvægasti hlekkurinn í að rjúfa vítahring fátæktar.
Tilgangur ABC barnahjálpar er að veita börnum varanlega hjálp í formi menntunar.
ABC barnahjálp er íslenskt hjálparstarf, stofnað árið 1988.

 Reikningsnúmer neyðarsjóðs er 515-14-303000 kt. 6906881589

Uppgangurinn í ABC skólanum í Búrkína Fasó heldur áfram og gjafmildin ræður ríkjum. 

alt

Ný vatnsdæla er komin í jörðina á skólalóðinni. Vatnið rennur úr öllum krönum en starfsmenn og sjálfboðaliðar hafa unnið hörðum höndum undanfarið. Það þarf vart að taka það fram en þetta kemur sér ótrúlega vel fyrir alla á svæðinu. 

alt

Það er svo gaman að geta þess að íslensku sjálfboðaliðarnir fóru út með mörg pör af íþróttaskóm sem verslanirnar Toppmenn og Sport á Akureyri og Eins og fætur toga í Reykjavík gáfu. Mikill hluti barna stundar bæði fótbolta og körfubolta og fengu körfuboltaiðkendurnir að njóta góðs í þetta skiptið. Það var mikil gleði þegar skórnir voru mátaðir og leit hófst að rétta parinu. Það verður vel passað upp á skóna en þeir verða geymdir í skólanum og eingöngu notaðir á æfingum og til að keppa. 

alt   alt

 

 

Nazia Saeed er fyrrum nemandi í ABC skólanum í Farooqabad.

alt

 

Það var einmitt í þeirri borg sem ABC barnahjálp hóf starf sitt í Pakistan árið 2005. Hún ólst upp við aðstæður sem flest okkar eiga erfitt með að skilja. Nazia bjó í þorpi þar sem enginn skóli var til staðar og hún þurfti að ferðast langa og hættulega leið til að komast í einn slíkan. Móðir hennar er ekkja og sá um alls sjö börn. Hún gat ómögulega staðið straum af kostnaðinum við að senda börnin sín í skóla. 

alt

Í einni af heimsóknum sínum í fátæk þorp komst starfsmaður ABC í Pakistan að þessum aðstæðum hjá Naziu og fjölskyldu hennar. Svo fór að Nazia fékk inngöngu í skólann í Farooqabad og hún kláraði 10. bekk með sóma. Í dag hefur hún lokið tveggja ára námi í menntaskóla. Sem stendur vinnur hún á skrifstofu endurskoðanda í Machike heimavistarskólanum sem er einnig starfræktur af ABC barnahjálp. Hún hefur í hyggju að fara lengra í námi sínu og ljúka BA gráðu. 

 

 

Venjan er sú að dagurinn er tekinn snemma í Búrkína Fasó og þessa dagana er mikið um að vera í ABC skólanum þar. Þann 3. október hófst skóli að nýju eftir frí og 70 nemendur eru að hefja skólaferil sinn í 1. bekk. Þá fer ferli í gang þar sem börnin eru mynduð og sett inn í stuðningskerfið í þeirri von að þau fái stuðningsaðila. Fátæktin er gríðarleg á þessu svæði í borginni Bobo Dioulasso. Þar býr rúmlega hálf milljón manns og allir nemendur ABC skólans koma frá fátækrahverfinu Quenzenville. Neyðin er meiri en pláss leyfir en þökk sé mikilli uppbyggingu á skólasvæðinu hefur verið hægt að fjölga nemendum sem eru í dag rúmlega 500 talsins. 

Það er erfitt að ímynda sér fátæktina á svæðinu. Einn sjálfboðaliði á vegum ABC er svæðinu og hún lýsir veruleika nemenda með þessum hætti. "Öll börnin eiga það sameiginlegt að búa við mikla fátækt og mikinn skort. Fjölskyldurnar búa í litlum kofum sem eru byggðir úr leir og stundum sementsblöndu og þakið er járnplata. Þegar rignir hrynja lélegustu kofarnir. Þar er ekkert rafmagn og klósettið er hola fyrir utan hús eða þau "bregða sér út fyrir". Vatnið er keypt úr næstu borholu eða tekið úr óhreinni á og borið heim á höfðinu. Maturinn er eldaður úti á hlóðum. Maísstönglar og jarðhnetur rækta þau á regntímanum fyrir utan kofana eða á smá akri og dugar maturinn í nokkra mánuði. Þegar hann er búinn birtist fátæktin af miklum þunga og fjölskyldurnar oft stórar. Ef foreldrarnir deyja reyna ættingjar að taka börnin að sér en mörg barnanna í ABC skólanum eru foreldralaus". 

Neyðin er vissulega mikil en það eru bjartir tímar framundan hjá ABC skólanum í Búrkína Fasó þökk sé frábæru starfi starfsmanna, sjálfboðaliða og, síðast en ekki síst, okkar frábæru nemenda. 

 

Allt að gerast í ABC skólanum í Búrkína Fasó. 

Skóli var settur á ný þann 3. október sl. og börnin voru spennt að setjast aftur á skólabekkinn. 

alt

Starfsmenn skólans og sjálfboðaliðar hafa ekki setið auðum höndum og búið er að lyfta sannkölluðu grettistaki undanfarnar vikur. Bygging nýs framhaldsskóla er langt á veg komin og er hún þrjár hæðir. Nýjum sólarsellum hefur verið komið fyrir og búið er að koma stærðarinnar vatnstanki fyrir á sinn stað. 

alt    

Fyrirhugað er stækkun á matsal og eldhúsi og hljómlistardeild hefur tekið til starfa í húsnæðinu þar sem verkmenntadeildin er. Sannarlega mikill uppgangur og magnað starf hjá frábæru fólki. 

alt

Sagt er að ein mynd segi meira en þúsund orð. Hvað þá þessar tvær myndir!

alt

Þessi stúlka er nemandi í Ecole ABC de Bobo. Allir nemendur skólans búa í fátækrahverfinu Quenzenville í útjaðri borgarinnar Bobo Dioulasso sem er næst stærsta borgin í Búrkína Fasó með um hálfa milljón íbúa. Hinrik Þorsteinsson, annar forstöðumanna skólans, sagði eitt sinn í viðtali að "innfæddir hjálpuðu okkur að velja nemendurna þegar skólastarfið hófst. Í okkar augum voru allir bláfátækir og sumir voru allslausir og þeir fengu inngöngu í skólann. Það er það sem ABC stendur fyrir; að hjálpa þeim sem eiga enga von". 

Það á ekki að teljast til forréttinda að sitja á skólabekk en í mörgum tilfellum er það sorglega staðreyndin. 

Myndirnar af stúlkunni segja meira en orðin hér á undan geta. Sú fyrri er tekin áður en hún hóf nám í ABC skólanum. Augun hafa öðlast líf, skeifan er farin og fallega brosið skín í gegn. Birtan er allsráðandi. 

Menntun gefur von. 

 

Hafa samband

ABC barnahjálp
Víkurhvarfi 2
203 Kópavogi

Opið 9 - 16 virka daga


Sími: 414 0990
Tölvupóstur: