Styrkja starf ABC barnahjálpar
Kaupa gjafabréf með eigin kveðju
Minningargjöf með ABC korti
Finna og styrkja ABC barn

Menntun er mikilvægasti hlekkurinn í að rjúfa vítahring fátæktar.
Tilgangur ABC barnahjálpar er að veita börnum varanlega hjálp í formi menntunar.
ABC barnahjálp er íslenskt hjálparstarf, stofnað árið 1988.

 Reikningsnúmer neyðarsjóðs er 515-14-303000 kt. 6906881589

Árlega söfnunin Börn hjálpa börnum hefst formlega í dag og mun standa yfir til 17. apríl næstkomandi. 

alt

Þetta er í 19. sinn sem söfnunin fer fram og er hún unnin í samstarfi við grunnskóla landsins. Börnum er  úthlutað götum í sínu skólahverfi þar sem þau ganga í hús tvö og tvö saman og safna í söfnunarbauka. Í ár mun söfnunarfénu vera ráðstafað til að styrkja innviði skólastarfs ABC í Afríku og Asíu. 

Í fyrra tóku 89 grunnskólar þátt og nemendur hafa ávallt staðið sig með stakri prýði og reynst mikilvægir sendiherrar starfsins. 

Nemendum í ABC skólanum í Star of Hope í Kenýa var boðið á alþjóðlegan menningarviðburð á vegum franska sendiráðsins. Viðburðurinn var haldinn í The Kenya School of Monetary Studies. Heiðursgesturinn var forstjóri Seðlabankans í Kenýa, Dr. Patrick Njoroge, og bauð hann nemendum úr ABC skólanum sérstaklega að vera viðstaddir. 

     alt        alt

Í desember á síðasta ári sungu nemendur ABC skólans og fluttu ljóð á 50 ára afmælishátíð Seðlabankans. 

Eins og við höfum greint frá er ljóðahópurinn í skólanum að standa sig vel í undankeppninni fyrir The Kenya Music Festivals. Þegar eru tvær forkeppnir búnar og hópurinn hefur náð fyrsta sæti í þeim báðum. Á síðasta ári endaði ljóðahópurinn í öðru sæti í lokakeppninni.

 

Seðlabankinn í Kenýa gaf nemendum skópör og sokka í janúar síðastliðnum og hjálpuðu starfsmenn krökkunum að máta og velja skó sem pössuðu. Þá var einnig boðið upp á glæsilegan hádegisverð. 

 

Ljóðahópurinn okkar í ABC skólanum Star of Hope í Kenýa heldur áfram að gera stórkostlega hluti. 

alt

Fyrsta umferðin í forkeppni fyrir Kenya Music Festivals, sem er tónlistarhátíð á vegum stjórnvalda, er afstaðin og krakkarnir okkar fengu hæstu einkunn sem gefin hefur verið frá upphafi í þessari keppni. Í þessari fyrstu forkeppni áttust við hverfisskólar og framúrskarandi árangur krakkanna hefur tryggt þau í næstu forkeppni. Í ágúst á síðasta ári lauk keppni í tónlistarhátíðinni og endaði ljóðahópurinn í öðru sæti á landsvísu. 

alt

Forráðamenn Seðlabanks í Kenýa óskuðu sérstaklega eftir ljóðahópnum til að flytja listir sínar á 50 ára afmælishátíð stofnunarinnar í fyrra. 

 

 

Nemendur í Brekkubæjarskóla á Akranesi héldu bingó og söfnuðu 30.000 krónum fyrir ABC barnahjálp.

Að undanförnu hafa nemendur í 3. BS í Brekkubæjarskóla verið að kynna sér Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og farið ofan í kjölinn á réttindum og forréttindum barna. Ólíkum aðstæðum barna var velt upp og horfðu nemendur á myndband sem sýndi frá veruleikanum í fátækrahverfi í Nairobi í Kenýa. Eftir að hafa kynnt sér málið vildu nemendur láta gott af sér leiða og héldu bingó fyrir fjölskyldur nemenda. Bingóspjöldin voru seld og ákveðið var að gefa ágóðann til ABC.

Við hjá ABC barnahjálp þökkum kærlega fyrir okkur. 

 

 

Tilveran er erfið hjá Nankinda Laira en stuðningur til náms gefur von um betri framtíð. Hún býr í Úganda, á fjögur systkini og móðir þeirra býr með þeim.

Daglegt líf hjá fjölskyldu Nankindu er barátta til að lifa til næsta dags. Fátæktin er nær ólýsanleg en á heimili þeirra er engin salernisaðstaða og það er löng ganga fyrir hendi að næsta fáanlega klósetti. Á heimili þeirra eru tvær gamlar dýnur fyrir alla fjölskylduna, ekkert teppi og eru fötin notuð sem yfirbreiðslur. Í eldhúsinu eru fáeinir pottar, plastbollar og diskar. Hreint vatn er í um kílómetra fjarlægð.

Faðir Nankindu yfirgaf fjölskylduna fyrir fjórum árum síðan og ekkert hefur spurst til hans síðan þá. Þau vita ekki einu sinni hvort hann er lífs eða liðinn.

Það er erfitt að ímynda sér að fólk skuli enn í dag búa við slíka fátækt. Þrátt fyrir allt er fjölskyldan mjög þakklát fyrir stuðninginn sem Nankinda fær og heldur í vonina um bjartari framtíð.

alt alt

Hafa samband

ABC barnahjálp
Víkurhvarfi 2
203 Kópavogi

Opið 9 - 16 virka daga


Sími: 414 0990
Tölvupóstur: