Styrkja starf ABC barnahjálpar
Kaupa gjafabréf með eigin kveðju
Minningargjöf með ABC korti
Finna og styrkja ABC barn

Menntun er mikilvægasti hlekkurinn í að rjúfa vítahring fátæktar.
Tilgangur ABC barnahjálpar er að veita börnum varanlega hjálp í formi menntunar.
ABC barnahjálp er íslenskt hjálparstarf, stofnað árið 1988.

 Reikningsnúmer neyðarsjóðs er 515-14-303000 kt. 6906881589

Þegar börn alast upp í sárri fátækt og þekkja ekkert annað er ekki skrítið að velta því fyrir sér hvort þau á annað borð láti sig dreyma. 

Starfsfólk okkar í Úganda spurði nemendur nokkurra spurninga á þessa leið. Það sem vekur athygli er hve mikill vilji er fyrir hendi hjá börnunum að láta gott af sér leiða og hjálpa öðrum að uppfylla drauma sína. 

 

Nalubega Moureen vill verða endurskoðandi í framtíðinni. Spurð hvað hún vilji gera í framtíðinni nái hún því markmiði segir hún eftirfarandi:

"Ég vil finna mér starf og byrja að vinna. Ég vil svo festa kaup á landi og byggja eigið hús. Ég vil svo hjálpa þeim sem eiga erfitt uppdráttar að eltast við drauma sína og hjálpa foreldrum mínum".

Nantale Martha vill verða dansari og tónlistarmaður. Nái hún því markmiði vill hún gera eftirfarandi: 

"Hjálpa fötluðu fólki. Skemmta fólki. Búa til búninga. Koma af stað samtökum sem hjálpa börnum að komast í skóla. Byggja eigin íbúð. Giftast breskum manni. Stofna munaðarleysingjahæli". 

 

Nakkazi Viola vill verða læknir. Nái hún því markmiði vill hún gera eftirfarandi: 

"Ég vil byggja spítala og hugsa um sjúklinga. Ég vil byggja mitt eigið hús. Ég vil byggja hús fyrir foreldra mína. Ég vil borga skólagjöldin fyrir systkini mín. Ég vil stofna munaðarleysingjahæli. Svo vil ég ferðast til annarra landa".

 

Stuðningsaðilar eiga stóran þátt í því að börnin geti á annað borð leyft sér að dreyma. Viljinn til að hjálpa kemur frá því að vera hjálpað. 

Stuðningur ykkar skiptir öllu. 

 

 

 

Armand Benidict Layno er 10 ára gamall og hann nýtur stuðnings til náms í Molfrid skólanum á Filippseyjum. Hann hefur búið við fátækt frá fæðingu og móðir hans vinnur við að tína upp þurrvið og selja hann til fólks í nágrenninu. Hún hefur ekki efni á að kosta skólagöngu sonar síns. 

Faðir Armands dó úr hjartaáfalli þegar hann var fjögurra ára gamall og því vill hann verða læknir. Hann vill hjálpa öllum að forðast sömu örlög og faðir sinn. Að sögn kennara stendur Armand sig mjög vel í námi og er alltaf meðal tíu efstu í sínum bekk. 

Þökk sé fjárhagslegum stuðningi til náms þá geta draumar Armands ræst. Hann leggur sitt af mörkum með því að stunda námið af hörku en ekkert af þessu væri mögulegt ef ekki væri fyrir stuðningsaðila. 

 

Árleg söfnun ABC barnahjálpar, Börn hjálpa börnum, er í gangi núna en henni lýkur formlega 17. apríl. 

alt

"Krakkarnir í 4. bekk í Rimaskóla hafa undanfarið gengið í hús í Rimahverfi, verslanir og atvinnufyrirtæki með söfnunarbauka ABC barnahjálpar. Þeir hafa staðið sig frábærlega enda vel undirbúnir til söfnunarinnar, baukarnir vel merktir átakinu og á höfðinu hafa krakkarnir "buff" rækilega merkt ABC. Margir nemendur 4. bekkjar eru þegar búnir að kúffylla baukana sína og nokkrir hafa fengið einn til tvo bauka til viðbótar", að sögn Helga Árnasonar skólastjóra Rimaskóla. 

                                    alt 

Við hjá ABC barnahjálp þökkum þessum mikilvægu sendiherrum starfsins kærlega fyrir okkur. 

alt

 

Árlega söfnunin Börn hjálpa börnum hefst formlega í dag og mun standa yfir til 17. apríl næstkomandi. 

alt

Þetta er í 19. sinn sem söfnunin fer fram og er hún unnin í samstarfi við grunnskóla landsins. Börnum er  úthlutað götum í sínu skólahverfi þar sem þau ganga í hús tvö og tvö saman og safna í söfnunarbauka. Í ár mun söfnunarfénu vera ráðstafað til að styrkja innviði skólastarfs ABC í Afríku og Asíu. 

Í fyrra tóku 89 grunnskólar þátt og nemendur hafa ávallt staðið sig með stakri prýði og reynst mikilvægir sendiherrar starfsins. 

Nemendum í ABC skólanum í Star of Hope í Kenýa var boðið á alþjóðlegan menningarviðburð á vegum franska sendiráðsins. Viðburðurinn var haldinn í The Kenya School of Monetary Studies. Heiðursgesturinn var forstjóri Seðlabankans í Kenýa, Dr. Patrick Njoroge, og bauð hann nemendum úr ABC skólanum sérstaklega að vera viðstaddir. 

     alt        alt

Í desember á síðasta ári sungu nemendur ABC skólans og fluttu ljóð á 50 ára afmælishátíð Seðlabankans. 

Eins og við höfum greint frá er ljóðahópurinn í skólanum að standa sig vel í undankeppninni fyrir The Kenya Music Festivals. Þegar eru tvær forkeppnir búnar og hópurinn hefur náð fyrsta sæti í þeim báðum. Á síðasta ári endaði ljóðahópurinn í öðru sæti í lokakeppninni.

 

Seðlabankinn í Kenýa gaf nemendum skópör og sokka í janúar síðastliðnum og hjálpuðu starfsmenn krökkunum að máta og velja skó sem pössuðu. Þá var einnig boðið upp á glæsilegan hádegisverð. 

 

Hafa samband

ABC barnahjálp
Víkurhvarfi 2
203 Kópavogi

Opið 9 - 16 virka daga


Sími: 414 0990
Tölvupóstur: