Styrkja starf ABC barnahjálpar
Kaupa gjafabréf með eigin kveðju
Minningargjöf með ABC korti
Finna og styrkja ABC barn

Menntun er mikilvægasti hlekkurinn í að rjúfa vítahring fátæktar.
Tilgangur ABC barnahjálpar er að veita börnum varanlega hjálp í formi menntunar.
ABC barnahjálp er íslenskt hjálparstarf, stofnað árið 1988.

 Reikningsnúmer neyðarsjóðs er 515-14-303000 kt. 6906881589

Kristilega útvarpsstöðin Lindin helgar dagskrá sinni starfsemi ABC barnahjálpar þann 22. nóvember. 

alt

Fjöldi góðra gesta mætir í hljóðverið og deilir sögum og fróðleik um starfið og hlustendum gefst kostur á að styrkja starfið. 

Lindin hefur í mörg ár tileinkað heilum degi á hverju ári til styrktar samtökunum og það er kærkomin aðstoð í að deila upplýsingum um starfið. 

Starfsmenn, sjálfboðaliðar, velunnarar og fleiri hafa í gegnum árin sest niður og sagt frá sinni reynslu af því að vinna fyrir ABC barnhjálp. 

Jólakort, súkkulaði og pennar til styrktar starfinu. 

Jólakortin okkar eru mjög falleg með ýmist ljósmyndum eða teikningum frá fyrrum nemendum Heimilis litlu ljósanna á Indlandi. 

alt

 

ABC súkkulaðið er fáanlegt stakt eða innpakkað. Verð er 500 krónur fyrir eina plötu, 750 krónur innpakkað og tvö saman innpökkuð eru á 1.500 krónur.

alt  alt

Fallegir pennar með áletrun. Stykkið kostar 2.000 krónur og hægt er að nálgast þá uppi á skrifstofu ABC barnhjálpar. 

alt

 

Zarah Espeleta er í kennaranámi í Philippine Normal háskólanum á Filippseyjum. Með  hjálp stuðningsforeldris í gegnum ABC barnahjálp hóf hún nám í forskóla og hefur alla tíð staðið sig mjög vel. Hún þreytti erfitt inntökupróf sem fáir standast á hverju ári til að komast í háskólann. 

alt

Stuttu eftir útskrift hennar frá Batasan gagnfræðaskólanum lést faðir hennar af slysförum. Nú er móðir hennar eina fyrirvinnan en hún sinnir þrifnaðarstörfum og fær fyrir það lág laun. Þökk sé fjárhagsstyrknum sem Zarah fær getur hún stundað námið og hann skiptir einfaldlega öllu máli. 

Hún vill klára skólann og draumur hennar er að geta leyst móður sína og systur úr hlekkjum fátæktar. Eina leiðin til þess er að klára menntunina og finna gott starf. 

 

Samreen Naveed er nemandi í ABC skólanum í Farooqabad í Pakistan. Hún fæddist 2. febrúar árið 2005. Hún nýtur stuðnings til náms og er sem stendur í fjórða bekk. Hún hefur gaman af krikket og hana dreymir um að verða hjúkrunarfræðingur. 

alt

Á myndinni sjáum við hana með bréf frá stuðningsaðila sínum og Samreen sendir bréf á móti þar sem hún þakkar fyrir sig og lýsir yfir mikilli ánægju að fá að vita um fjölskylduna sem styrkir hana. 

Nemendur ABC skólanna í Pakistan koma úr mikilli fátækt og stúlkur eiga sér í lagi erfitt uppdráttar þegar kemur að menntun. Þökk sé stuðningi Íslendinga og fjölmargra velunnara starfsins fá margar stúlkur sem koma úr fátækt í Pakistan tækifæri til að betrumbæta aðstæður sínar.


Nýtt skólaár hófst 3. október síðastliðinn í ABC skólanum í Búrkína Fasó og nemendur voru hæstánægðir með að mæta í skólastofurnar á nýjan leik. Enn ánægðari, ef eitthvað er, voru þeir 70 nýju nemendur sem mættu á svæðið til að hefja nám og þeir vita að spennandi tímar eru fram undan. Eitt af fyrstu málum á dagskrá hjá þeim er að læra frönsku. Alls eru töluð rúmlega 70 tungumál í landinu og það getur verið hægara sagt en gert að koma skilaboðum áleiðis en í einum bekk geta verið börn sem tala 5-6 mismunandi tungumál. Guðný Ragnhildur Jónasdóttir, annar forstöðumanna skólans, sagði í viðtali að "kennarinn þarf að sameina þetta allt þannig að þetta hlýtur að vera mjög erfitt í fyrsta og öðrum bekk en einhvern veginn hefst þetta". 

alt

Einn af nýju nemendunum í skólanum, Alassane Konate, er 6 ára gamall og hann talar frumbyggjamál sem nefnist Dafing. Alls búa tæpar 17 milljónir í landinu og um 135.000 tala þetta tungumál eða innan við 1%. Dafing mállýskan einskorðast við múslima í landinu. 

Færri en 15% landsmanna notast við frönsku í daglegu tali en mikill vilji er fyrir því að hafa hana sem helsta tungumál landsins. Heimamenn vilja síður að börnin læri tungumál sem þau þegar kunna og franskan auðveldar þeim öll tengsl við umheiminn. 

Hafa samband

ABC barnahjálp
Víkurhvarfi 2
203 Kópavogi

Opið 9 - 16 virka daga


Sími: 414 0990
Tölvupóstur: