Styrkja starf ABC barnahjálpar
Kaupa gjafabréf með eigin kveðju
Minningargjöf með ABC korti
Finna og styrkja ABC barn

Menntun er mikilvægasti hlekkurinn í að rjúfa vítahring fátæktar.
Tilgangur ABC barnahjálpar er að veita börnum varanlega hjálp í formi menntunar.
ABC barnahjálp er íslenskt hjálparstarf, stofnað árið 1988.

 Reikningsnúmer neyðarsjóðs er 515-14-303000 kt. 6906881589

Nandutu Caroline er nemandi í Kitetika skólanum í Úganda. Hún vill verða endurskoðandi þegar hún verður stór. Eins og hún segir í bréfi sínu þá ítrekaði móðir hennar gildi menntunar og lagði áherslu á hve mikið þarf að leggja á sig til að komast áfram í lífinu. 

alt

Nemendur í heimavist í ABC skólunum í Úganda búa við þétta dagskrá. Strax um morguninn er venjubundin yfirferð yfir námsefnið. Kennsla byrjar klukkan átta og stendur yfir til klukkan fimm að eftirmiðdegi. Þá taka við ýmis hópastörf áður en kemur að kvöldmat og að honum loknum býðst nemendum upp á einstaklingsmiðaðri aðstoð við námsefnið. Sú stund varir oft til klukkan hálf tíu á kvöldin. Eftir það er haldið í háttinn. "Það er erfitt að ímynda sér hvernig íslensk börn myndu taka svona þéttri dagskrá en mikilvægast í lífi fátæks barns í Úganda er að standa sig vel í námi. Velgengni á vinnumarkaði eykur líkurnar á því að öll fjölskyldan geti komið sér upp úr sárri fátækt," segir Trudy Odita, forstöðumaður ABC Children's Aid í Úganda. 

alt

Nandutu hefur lofað foreldrum sínum og sjálfri sér að leggja sig alla fram og gaman verður að sjá hvað bíður hennar í framtíðinni. 

 

Skólinn var settur á fót árið 2008 í borginni Bobo Dioulasso í Búrkína Fasó og forstöðumenn skólans eru hjónin Hinrik Þorsteinsson og Guðný Ragnhildur Jónasdóttir. Þau stjórna skólastarfinu og dvelja í landinu hluta ársins. Auk þeirra starfa um 30 manns. 

alt

Seinnipartinn í september á síðasta ári kom upp hættuástand í landinu þegar foringjar lífvarðasveitar forsetans frömdu valdarán og tóku völdin í höfuðborginni Ouagadougou. Ellefu manns létu lífið og meira en 250 særðust í átökunum sem fylgdu. Áhrifum valdaránsins gætti víða og starfið hjá ABC skólanum í Bobo varð fyrir talsverðri röskun. Að sögn Guðnýjar var ástadið í borginni rafmagnað en Bobo Dioulasso er í um 400 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni. Um tíma var útgöngubann í gildi, matarbirgðir voru af skornum skammti og verslanir voru lokaðar. Skólastarf hófst að nýju fimm dögum seinna en áætlað var og hlutir fóru í eðlilegt horf smám saman. 

alt

Strax í byrjun árs var hægt að greina frá frá gleðilegum tíðindum. Fyrirtækið Tengill ehf. gaf ABC 91 tölvu og voru þær sendar til skólans í Búrkína Fasó. Gjöfin kom sér svo sannarlega vel og þrátt fyrir plássleysi var stofu komið upp í tæknihúsinu þar sem smíði og bifvélavirkjun er kennd og tölvudeild komið þar fyrir. Að mati Guðnýjar kemur tölvudeild skólanum á miklu hærra plan og nemendur skólans verða færari í framtíðinni þegar kemur að atvinnuleit. 

Íslensk hjón, Hilmar Kristinsson og Anna Þorsteinsdóttir, vörðu tæplega fjórum mánuðum í skólanum og aðstoðuðu við öll möguleg verkefni sem upp komu. Þau bjuggu til myndband sem gerir starfinu góð skil og hægt er að skoða það hér. 

                             alt   alt

Mikil uppbygging hefur átt sér stað á árinu en góður hópur af íslenskum sjálfboðaliðum, starfsmönnum og fleiri hafa lyft sannkölluðu grettistaki í ýmsum framkvæmdum. Bygging nýs framhaldsskóla er langt komin og er hún þrjár hæðir. Búið er að koma fyrir fleiri sólarsellum, mjög stórum vatnstanki var komið fyrir og stækkun á matsal og eldhúsi er langt á veg komin. Nýrri vatnsdælu var komið fyrir og vatnið gjörsamlega flæðir. 

alt

Nýtt skólaár hófst 3. október síðastliðinn og teknir voru inn inn 70 nýjir nemendur sem nú hefja sinn skólaferil. 

Kristilega útvarpsstöðin Lindin helgar dagskrá sinni starfsemi ABC barnahjálpar þann 22. nóvember. 

alt

Fjöldi góðra gesta mætir í hljóðverið og deilir sögum og fróðleik um starfið og hlustendum gefst kostur á að styrkja starfið. 

Lindin hefur í mörg ár tileinkað heilum degi á hverju ári til styrktar samtökunum og það er kærkomin aðstoð í að deila upplýsingum um starfið. 

Starfsmenn, sjálfboðaliðar, velunnarar og fleiri hafa í gegnum árin sest niður og sagt frá sinni reynslu af því að vinna fyrir ABC barnhjálp. 

Jólakort, súkkulaði og pennar til styrktar starfinu. 

Jólakortin okkar eru mjög falleg með ýmist ljósmyndum eða teikningum frá fyrrum nemendum Heimilis litlu ljósanna á Indlandi. 

alt

 

ABC súkkulaðið er fáanlegt stakt eða innpakkað. Verð er 500 krónur fyrir eina plötu, 750 krónur innpakkað og tvö saman innpökkuð eru á 1.500 krónur.

alt  alt

Fallegir pennar með áletrun. Stykkið kostar 2.000 krónur og hægt er að nálgast þá uppi á skrifstofu ABC barnhjálpar. 

alt

 

Zarah Espeleta er í kennaranámi í Philippine Normal háskólanum á Filippseyjum. Með  hjálp stuðningsforeldris í gegnum ABC barnahjálp hóf hún nám í forskóla og hefur alla tíð staðið sig mjög vel. Hún þreytti erfitt inntökupróf sem fáir standast á hverju ári til að komast í háskólann. 

alt

Stuttu eftir útskrift hennar frá Batasan gagnfræðaskólanum lést faðir hennar af slysförum. Nú er móðir hennar eina fyrirvinnan en hún sinnir þrifnaðarstörfum og fær fyrir það lág laun. Þökk sé fjárhagsstyrknum sem Zarah fær getur hún stundað námið og hann skiptir einfaldlega öllu máli. 

Hún vill klára skólann og draumur hennar er að geta leyst móður sína og systur úr hlekkjum fátæktar. Eina leiðin til þess er að klára menntunina og finna gott starf. 

 

Hafa samband

ABC barnahjálp
Víkurhvarfi 2
203 Kópavogi

Opið 9 - 16 virka daga


Sími: 414 0990
Tölvupóstur: