Styrkja starf ABC barnahjálpar
Kaupa gjafabréf með eigin kveðju
Minningargjöf með ABC korti
Finna og styrkja ABC barn

Menntun er mikilvægasti hlekkurinn í að rjúfa vítahring fátæktar.
Tilgangur ABC barnahjálpar er að veita börnum varanlega hjálp í formi menntunar.
ABC barnahjálp er íslenskt hjálparstarf, stofnað árið 1988.

 Reikningsnúmer neyðarsjóðs er 515-14-303000 kt. 6906881589

Nýjasta tölublað ABC er komið út. 

20170704 141358 1  1499178535 194.144.76.36

Meðal efnis er viðtal við nýjan framkvæmdastjóra ABC, Laufeyju Birgisdóttur, sem hefur ferðast til Kenýa og Búrkína Fasó og fengið að kynnast starfi ABC þar í landi. Að auki er farið ítarlega yfir söfnunarátakið "Börn hjálpa börnum" þar sem 84 grunnskólar á Íslandi tóku þátt, og meðal annars spjallað við Helga Árnason, skólastjóra Rimaskóla, um þátttöku þeirra í söfnuninni. Tekið var viðtal við sjálfboðaliðann, Einar Rúnar Einarsson, sem hélt til ABC skólans í Búrkína Fasó og upplifði þar gamlan draum um að koma að hjálparstarfi. Ásamt fleiru.

Þetta er fjórða tölublað tímarits ABC og hægt er að skoða þau öll í rafrænu formi með því að smella á hlekkina hér fyrir neðan. 

Fjórða tölublað

Þriðja tölublað

Annað tölublað

Fyrsta tölublað

Óskar Einarsson, píanóleikari og kórstjóri, hélt upp á 50 ára afmæli sitt með því að halda gospeltónleika og allur ágóði af tónleikunum rennur til ABC barnahjálpar. Tónleikarnir voru haldnir í Lindakirkju þann 28. maí síðastliðinn. "Tónleikarnir gengu vonum framar og færri komust að en vildu. Yfirskriftin var bara gleði gleði gleði," sagði Óskar sem var hæstánægður með hvernig kvöldið fór fram. 

Að ósk Óskars mun ágóðinn renna til starfs ABC í Búrkína Fasó þar sem rekinn er skóli með tæplega 600 nemendum og nýverið var tekin til notkunar þriggja hæða framhaldsskóli. Upphæðin mun verða notuð til að festa kaup á sólarsellum sem breyta sólarljósi í rafstraum. Þær munu skipta sköpum fyrir áframhaldandi starfsemi skólans sem hefur komið upp tölvu- og tónlistardeild. 

Ljósmynd: Sindri Reyr Einarsson

Fram komu Gospelkór Fíladelfíu og Kór Lindakirkju sem Óskar stjórnaði. Fjöldi einsöngvara steig á svið og í þeim hópi voru m.a.  Páll Rósinkranz, Jóhanna Guðrún og Anna Sigríður Snorradóttir. 

Við hjá ABC barnahjálp viljum þakka Óskari fyrir þessa gríðarlega dýrmætu gjöf. Að auki þökkum við kærlega öllum þeim sem komu að þessum frábæra viðburði og svo að sjálfsögðu öllum tónleikagestum. 

*Ljósmynd: Sindri Reyr Einarsson

Kvennakvöld til styrktar konum í Búrkína Fasó var haldið þann 24. maí síðastliðinn í kaffisal Fíladelfíu. 

 

Guðný Ragnhildur Jónasdóttir, oftast kölluð bara Gullý, var heiðursgestur kvöldsins og talaði um reynslu sína af starfinu í Búrkína Fasó. Gullý, ásamt eiginmanni sínum Hinrik Þorsteinssyni, er forstöðumaður ABC skólans í Búrkína Fasó og héldu hjónin þar út til að hefja starf árið 2007. 

 

 

alt

 

Haldið var happdrætti og mikið af fínum vinningum var í boði frá eftirtöldum aðilum; 

Flugfélag Íslands, Sinfóníusveit Íslands, Laugar Spa, Grillmarkaðurinn, Yoferskur jógúrtís, Antik búðin, Litla garðbúðin og Vera Design. Við þökkum þessum fyrirtækjum kærlega fyrir veitta vinninga.  

 

alt

 

Við þökkum öllum þeim sem komu og þeim sem tóku þátt í að gera kvöldið að veruleika. Mikið var af fínum veitingum og kvöldið mjög vel heppnað. 

 

 

 

 

 

 

 

Ljóðahópur ABC skólans í Star of Hope hefur undanfarin ár staðið sig frábærlega í hinni árlegu Kenya Music Festivals. Á síðasta ári var hann fulltrúi Nairobi í lokakeppninni og keppti í sex greinum. Hópurinn hreppti fyrstu verðlaun í einni greininni fyrir ljóðaflutning. 

alt

Nú er nýtt ár og ný keppni og núverandi hópurinn flaug í gegnum fyrstu forkeppnina. Næsta umferð fer fram áttunda og níunda júní næstkomandi og við sendum góða strauma. The Kenya Music Festivals er árlegur viðburður á vegum stjórnvalda í Kenýa og skólar landsins etja kappi í alls kyns menningarlegum viðburðum. Í þessari fyrstu forkeppni eigast við hverfisskólar. 

alt

Á myndinni hér að ofan sjást nemendurnir sem tóku þátt í fyrra. Þeir sigruðu í einni greinni fyrir flutning á ljóði sem kallast "The Nervous Race". Í öðrum viðureignum hafnaði hópurinn tvívegis í öðru sæti, sjötta sæti og í því tíunda. 

Mikill fjöldi íslenskra sjálfboðaliða hefur heimsótt ABC skólann í Búrkína Fasó. Í febrúar síðastliðnum hélt 12 manna hópur út og kom með fartölvur, bolta og fleira og aðstoðaði við ýmis verkefni. Mikil uppbygging hefur verið í skólanum á þessu og síðasta ári og t.a.m. er framhaldsskóli á þremur hæðum þegar kominn í notkun. Stórum vatnstanki var komið fyrir og nýrri vatnsdælu, sólarsellum var fjölgað og stækkun á matsal er komin langt á veg.

alt

Nýi matsalurinn er um 375 fermetrar og mun geta rúmað í kringum 700 börn. „Markmiðið með þessari byggingu er að hafa borð og bekki svo börnin geti setið við borð þegar þau fá matinn. Við viljum kenna þeim siði sem þau eru ekki vön, eins og að sitja við borð og borða með skeið og hnífapörum. Við erum að hugsa til framtíðarinnar. Einhver börnin fara kannski til annarra landa í framhaldsnám og þá er betra að kunna mannasiði þeirra landa. Nú fara þau oftast út með diskana sína, sitja undir tré eða annars staðar í skugga og borða með höndunum,“ segir Gullý Jónasdóttir, annar forstöðumanna skólans.

Hinrik Þorteinsson er annar forstöðumanna skólans

Nemendur í skólanum koma úr fátækustu hverfunum í borginni Bobo en þar búa um 500.000 manns og mörg börnin geta ekki sótt ríkisrekna skóla þar. Á myndinni sést Hinrik Þorsteinsson, eiginmaður Gullýar og hinn forstöðumaður skólans, fylgjast grannt með framkvæmdum. Hinrik og Gullý hófu starf í Búrkína Fasó árið 2007 og uppgangur skólans hefur verið mikill. 

 

Hafa samband

ABC barnahjálp
Víkurhvarfi 2
203 Kópavogi

Opið 9 - 16 virka daga


Sími: 414 0990
Tölvupóstur: