Styrkja starf ABC barnahjálpar
Kaupa gjafabréf með eigin kveðju
Minningargjöf með ABC korti
Finna og styrkja ABC barn

Menntun er mikilvægasti hlekkurinn í að rjúfa vítahring fátæktar.
Tilgangur ABC barnahjálpar er að veita börnum varanlega hjálp í formi menntunar.
ABC barnahjálp er íslenskt hjálparstarf, stofnað árið 1988.

 Reikningsnúmer neyðarsjóðs er 515-14-303000 kt. 6906881589

Nú í haust fer ABC af stað með nýja og spennandi fjáröflunarleið en það eru námskeið sem kallast "Tvöfalt gagn". Námskeiðin bjóða fólki upp á þann möguleika að gera tvöfalt gagn með því að efla kunnáttu sína og verða á sama tíma þátttakendur í hjálparstarfi. Kennarar og leiðbeinendur námskeiðanna gefa vinnu sína og munu skólagjöld nemenda greiða laun kennara á starfsstöðvum ABC barnahjálpar í þróunarlöndum. Fyrstu námskeiðin í spænsku, frönsku og eflingu samskipta hefjast nú í september og október. Nýtt námskeið í þróunar- og hjálparstarfi hefst svo 24. september næstkomandi. Allar nánari upplýsingar má finna á www.abcskolinn.is   

Sjálfboðaliða vantar til að aðstoða við afgreiðslu. ofl á Nytjamarkaðnum okkar í Súðarvogi 3. Áhugasamir vinsamlegast hafi samband við Gróu "kaupfélagsstjóra" í síma 898-4018. Nytjamarkaðurinn er opinn frá kl 12-18 mán til fös og 12-16 á lau.

ABC opnaði í dag nýja flotta verslun með notaðar vörur á Laugarvegi 103. Verslunin hefur hlotið nafnið Hakuna Matata  Vintage ABC. Þeir sem hafa áhuga á að hjálpa til á Laugaveginum er bent á að hafa samband við Emmu í síma 661-2223.

Erna Kristín Stfánsdóttir ákvað að láta síða hárið sitt „fjúka“ ef henni tækist að safna 500.000 kr fyrir ABC. Hún gerði gott betur og í morgunn kom hún færandi hendi með ávísun upp á 646.501 kr sem renna óskertar til götubarnastarfs ABC í Nairobí í Kenya.

Nánar...

Hafnar eru framkvæmdir við nýjan skóla í Pakistan og í Nairobi í Kenýa hefur ABC í Kenýa keypt lóð. Unnið er að því að koma upp bráðabirgðahúsnæði á lóðinni. Til framtíðar munu sparast miklir fjármunir með því að hafa eigin lóð í Nairobi.

Nánar...

Fyrr í vikunni uppfærðum við "Mitt ABC," vefsvæði fyrir stuðningsaðila. Þar er hægt að:

  • Sjá upplýsingar um studd börn, skýrslur þeirra og myndir. Þegar nýjar myndir af börnum eru settar inn þá sendum við viðkomandi stuðningsaðilum tölvupóst. Þá er tilvalið að skoða þær með því að opna "Mitt ABC."
  • Uppfæra grunn upplýsingar eins og netfang, síma ofl.
  • Breyta greiðslumáta og sjá greiðsluyfirlit.

Markmið okkar er að gera enn betur í upplýsingaflæði til stuðningsaðila og þessi uppfærsla er skref í þá átt.

Nánar...

Hafa samband

ABC barnahjálp
Víkurhvarfi 2
203 Kópavogi

Opið 9 - 16 virka daga


Sími: 414 0990
Tölvupóstur: