Styrkja starf ABC barnahjálpar
Kaupa gjafabréf með eigin kveðju
Minningargjöf með ABC korti
Finna og styrkja ABC barn

Menntun er mikilvægasti hlekkurinn í að rjúfa vítahring fátæktar.
Tilgangur ABC barnahjálpar er að veita börnum varanlega hjálp í formi menntunar.
ABC barnahjálp er íslenskt hjálparstarf, stofnað árið 1988.

 Reikningsnúmer neyðarsjóðs er 515-14-303000 kt. 6906881589

Mikil þörf er fyrir fjármagn því við þurfum að bæta við tveimur skólastofum til að hýsa alla bekkina ásamt því að kaupa skólaborð og bekki fyrir 250 nemendur sem þurfa að sitja á gólfinu til að byrja með. Söfnun stendur nú yfir fyrir þessum brýnu þörfum. Þeir sem vilja styðja þetta verkefni er bent á Kenyareikninginn okkar 344-13-44005. kt. 6906881589

Nánar...

Í dag opnar ABC barnahjálp nýja heimasíðu.

Markmið nýju síðunnar er að auðvelda aðgengi að öllum upplýsingum um ABC barnahjálp, hafa gott skipulag og gera það auðvelt að styðja starfið með margvíslegum hætti. 

ABC barnahjálp hefur notið mikillar velvildar á Íslandi. Með þessari nýju síðu erum við að gera betur í því að kynna starf ABC og deila með stuðningsaðilum okkar þeim fjölmörgu verkefnum sem ABC tekur þátt í um allan heim.

Nú í haust hóf ABC barnahjálp í fyrsta sinn þátttöku í innlendu verkefni. Ákveðið var að styðja við Marita fræðsluna og IOGT með því að kosta jákvæðar forvarnir fyrir nemendur og foreldra 5. og 6. bekkinga. Þessi forvarnarfræðsla er nýjung hjá Marita sem hefur hingað til aðallega sinnt forvörnum fyrir 7.-10. bekkinga í samstarfi við IOGT. Mikil þörf hefur þó verið að ná til yngri barna og foreldra þeirra með jákvæða forvarnarfræðslu um heilbrigt líferni og mikilvægi þess að láta ekki undar félagslegum þrýstingi sem oft getur leitt til afdrifaríkrar ákvörðunartöku.

Nánar...

Nú eru allir skólarnir sem tóku þátt í söfnuninni börn hjálpa börnum búnir að skila söfnunarfénu til ABC barnahjálpar. Alls tóku 2.816 börn í 99 skólum þátt í söfnuninni og við erum afar stolt og ánægð með árangurinn sem varð alls 8.000.136,- kr.

Nánar...

Gáfu ABC afrakstur söfnunar samtals 292.327 kr. Gjöfin verður notuð til að byggja vatnsturn fyrir borholuna við ABC skólann í Burkina Faso.

Góðgerðafélag Framtíðarinnar í MR

Hafa samband

ABC barnahjálp
Víkurhvarfi 2
203 Kópavogi

Opið 9 - 16 virka daga


Sími: 414 0990
Tölvupóstur: