Styrkja starf ABC barnahjálpar
Kaupa gjafabréf með eigin kveðju
Minningargjöf með ABC korti
Finna og styrkja ABC barn

Menntun er mikilvægasti hlekkurinn í að rjúfa vítahring fátæktar.
Tilgangur ABC barnahjálpar er að veita börnum varanlega hjálp í formi menntunar.
ABC barnahjálp er íslenskt hjálparstarf, stofnað árið 1988.

 Reikningsnúmer neyðarsjóðs er 515-14-303000 kt. 6906881589


Óskum eftir sjálfboðaliðum í LÍF fyrir LÍF, lista- og minningamiðstöð ABC á Laugavegi 103. Opnunartími er frá kl. 12:00 - 18:00 mánudaga til föstudaga og 12:00 - 16:00 á laugardögum. Þægilegur og rólegur vinnustaður í hjarta bæjarins. Nánari upplýsingar hjá Sigrúnu í síma 661-2225, netfang


Þessar duglegu stúlkur söfnuðu 6.239 kr. til styrktar ABC barnahjálp. Við þökkum Lilju Kristinsdóttur og Björk Bjarnadóttur kærlega fyrir!

Framundan eru tvö áhugaverð námskeið á vegum ABC barnahjálpar sem við köllum TVÖFALT GAGN því þátttakendur styrkja starfið um leið og þeir efla kunnáttu sína. Námskeiðsgjöldin verða notuð til að greiða laun kennara ABC erlendis.

Spænska II – 60+ (fyrir 60 ára og eldri) : 5 fimmtudagskvöld frá 21. febrúar – 21. mars kl. 20:00 – 21:30. Námskeiðið verður haldið í Áskirkju, Vesturbrún 3 (bakdyramegin),104 Reykjavík. Kennari er Patricia Segura Valdes. Námskeiðsgjald er kr. 30.000 og eru námsbækur innifaldar.

Bragfræði/vísnagerð: 4 kvöld; mánud. 18., miðvikud. 20., mánud. 25. og miðvikud. 27. febrúar kl 20:00 – 21:30. Námskeiðið verður haldið í Holtasmára 1, 7. hæð, 200 Kóp. (í húsi Hjarta-verndar). Kennari er Ragnar Ingi Aðalsteinsson. Námskeiðslgjald er kr 25.000 og er námsefnið innifalið.

Allar nánari upplýsingar og skráning á námskeiðin eru á www.abcskolinn.isNánar...


ABC er að vinna að því að þróa nýjan hugbúnað til að halda utanum börn, stuðningsaðila og annað sem snýr að starfi ABC. Núverandi hugbúnaður er síðan 2004 og þörf á uppfærslu. Fyrir nýtt kerfi þurfum við viðmótseiningar og fyrirtæki að nafni Component One svarað beiðni okkar í gær og gaf okkar þær einingar sem við þurfum - gjöf að verðmæti um 100.000 ISK.

Við þökkum Component One kærlega fyrir gjöfina sem er okkur hvatning að halda áfram góðu starfi og undirbúa framtíðar vöxt ABC með nýju og betra hugbúnaðarkerfi.

Hafa samband

ABC barnahjálp
Víkurhvarfi 2
203 Kópavogi

Opið 9 - 16 virka daga


Sími: 414 0990
Tölvupóstur: