Styrkja starf ABC barnahjálpar
Kaupa gjafabréf með eigin kveðju
Minningargjöf með ABC korti
Finna og styrkja ABC barn

Menntun er mikilvægasti hlekkurinn í að rjúfa vítahring fátæktar.
Tilgangur ABC barnahjálpar er að veita börnum varanlega hjálp í formi menntunar.
ABC barnahjálp er íslenskt hjálparstarf, stofnað árið 1988.

 Reikningsnúmer neyðarsjóðs er 515-14-303000 kt. 6906881589

Guðrún M. Pálsdóttir tekur hér á móti jólagjöf til ABC barnahjálpar frá starfsmönnum og viðskiptavinum Nytjamarkaðarins í Súðavogi. Gjöfin innihélt 111.500 kr. ABC barnahjálp þakkar kærlega fyrir sig og óskar þeim gleðilegs árs.

alt

Í gærkvöldi lauk fjögurra kvölda námskeiði í bragfræði undir stjórn Ragnars Inga Aðalsteinssonar. Þátttakendur voru 6. Námskeiðsgjöldin (kr. 25 þús. pr. mann) gáfu okkur kr. 150. þúsund sem verða notaðar til að borga skólamáltíðir fyrir skólabörn í ABC skólunum í Pakistan. Við færum Ragnari Inga kærar þakkir fyrir framlag sitt. Í kvöld lýkur einnig spænskunámskeiði undir stjórn Patriciu Segura Valdes. Þar voru 5 þátttakendur og námskeiðsgjöldin kr. 30 þúsund pr. mann. Þar með áunnust kr. 150. þúsund sem verða notaðar til að greiða laun kennara okkar erlendis. Þá á eftir að nefna að miðvikud. 5. desember lýkur öðru spænskunámskeiði, einnig undir stjórn Patriciu. Þar eru þátttakendur 3. Það námskeið færir okkur þar af leiðandi kr.90.000.- sem einnig renna í launasjóð kennara erlendis. Við færum Patriciu kærar þakkir fyrir framlag sitt.

Nú í haust fer ABC af stað með nýja og spennandi fjáröflunarleið en það eru námskeið sem kallast "Tvöfalt gagn". Námskeiðin bjóða fólki upp á þann möguleika að gera tvöfalt gagn með því að efla kunnáttu sína og verða á sama tíma þátttakendur í hjálparstarfi. Kennarar og leiðbeinendur námskeiðanna gefa vinnu sína og munu skólagjöld nemenda greiða laun kennara á starfsstöðvum ABC barnahjálpar í þróunarlöndum. Fyrstu námskeiðin í spænsku, frönsku og eflingu samskipta hefjast nú í september og október. Nýtt námskeið í þróunar- og hjálparstarfi hefst svo 24. september næstkomandi. Allar nánari upplýsingar má finna á www.abcskolinn.is   

Sjálfboðaliða vantar til að aðstoða við afgreiðslu. ofl á Nytjamarkaðnum okkar í Súðarvogi 3. Áhugasamir vinsamlegast hafi samband við Gróu "kaupfélagsstjóra" í síma 898-4018. Nytjamarkaðurinn er opinn frá kl 12-18 mán til fös og 12-16 á lau.

ABC opnaði í dag nýja flotta verslun með notaðar vörur á Laugarvegi 103. Verslunin hefur hlotið nafnið Hakuna Matata  Vintage ABC. Þeir sem hafa áhuga á að hjálpa til á Laugaveginum er bent á að hafa samband við Emmu í síma 661-2223.

Erna Kristín Stfánsdóttir ákvað að láta síða hárið sitt „fjúka“ ef henni tækist að safna 500.000 kr fyrir ABC. Hún gerði gott betur og í morgunn kom hún færandi hendi með ávísun upp á 646.501 kr sem renna óskertar til götubarnastarfs ABC í Nairobí í Kenya.

Nánar...

Hafa samband

ABC barnahjálp
Víkurhvarfi 2
203 Kópavogi

Opið 9 - 16 virka daga


Sími: 414 0990
Tölvupóstur: