Styrkja starf ABC barnahjálpar
Kaupa gjafabréf með eigin kveðju
Minningargjöf með ABC korti
Finna og styrkja ABC barn

Menntun er mikilvægasti hlekkurinn í að rjúfa vítahring fátæktar.
Tilgangur ABC barnahjálpar er að veita börnum varanlega hjálp í formi menntunar.
ABC barnahjálp er íslenskt hjálparstarf, stofnað árið 1988.

 Reikningsnúmer neyðarsjóðs er 515-14-303000 kt. 6906881589

Nú í október fóru 7 íslendingar í vinnu og hjálparferð til Búrkína Fasó. Tóku þau með sér fullar töskur af gjöfum, fullt af hæfileikum og vinnufúsar hendur.

Meðal annars tóku þau með sér 4 fullar töskur af íþróttabúningum frá íþróttafélögunum Haukum og Stjörnunni og erum við afskaplega þakklát fyrir þá fallegu gjöf. Enda mikið íþróttastarf í ABC skólanum í Búrkína Fasó og sést það vel á myndinn sem hér fylgir hvað börnin voru ánægð með þessa gjöf.

Við hjá ABC barnahjálp erum ótrúlega þakklát fyrir það óeigingjarna starf sem þessir einstaklingar unnu og biðjum Guð að blessa þau margfallt.

Hér sjáum við mynd af hópnum ásamt Hinrik og Gullý sem leiða starfið í Búrkína Fasó.

búrkina heimsókn

20171011 103813

Við hjá ABC barnahjálp fórum á stúfana og leituðum uppi þá hlaupara sem hægt var að finna og höfðu ákveðið að hlaupa til styrktar ABC barnahjálp í Reykjavíkur maraþoni Íslandsbanka sem fram fer á morgun(laugardaginn 19. ágúst 2017). Við erum svo gífurlega þakklát öllum þeim sem völdu að styrkja okkar málstað að við ákváðum að færa þeim sem höfðu safnað áheitum smá þakklætisvott frá ABC barnahjálp. Þegar þessi frétt er skrifuð þá hafa Ásdís Björg Kristinsdóttir og hinn 10 ára Viktor Óli Eiríksson Smith safnað mestu fyrir starfið.

Við hvetjum alla til að kynna sér hlauparana okkar og heita á þá því það er enn tími til stefnu.
Hlauparar til styrktar ABC barnahjálp

asdisViktor

Nýjasti og jafnframt yngsti hlauparinn sem ætlar að hlaupa til styrktar ABC barnahjálp er 10 ára gamall drengur að nafni Viktor Óli Eiríksson Smith. Viktor segist vilja hjálpa börnum sem þurfa á aðstoð að halda. Við erum gífurlega þakklát öllum hlaupurum sem hyggja á að hlaupa til styrktar starfinu og hvetjum alla til að styðja við gott málefni.

10 ára og hleypur til styrktar ABC barnahjálp

Capture


Þetta er ástæða þess að ABC barnahjálp heldur áfram í þeirri trú og von að sýna kærleika í verki og styðja umkomulaus og fátæk börn til náms og betra lífs.

Phil Njiba byrjaði árið 2006 í ABC skólanum „Star of Hope“ í Nairobi, Kenýa, þá 13 ára gamall. Móðir hans var sjálfboðaliði í kirkju og faðir hans var atvinnulaus. Að loknu námi í Star of Hope hóf Phil nám í Jomo Kenyatta University of Agriculture and Technology eða í Landbúnaðar- og tækniháskólanum Jomo Kenyatta. Í dag er Phil útskrifaður með gráðu í landbúnaðarverkfræði og á framtíðina fyrir sér á því sviði.

Phil er afar þakklátur sínum styrktaraðila og ákvað að senda þetta þakkarbréf sem við birtum hér í heild sinni.

phil fyrsta myndPhil

Phil Njiba á yngri árum og svo árið 2017

Hi, 

This is Phil Njiba's final letter after he completed his course in agricultural engineering. He will be graduating later on in the year.

„Greetings, to ABC's management, the Kenyan fraternity, and especially to my sponsors. For quite sometime I have not known how to structure my words to express my gratitude. To show my appreciation for the help, the assistance, the love and the care that you have accorded me for the past 10 years (yeah!I know, it's been that long). I don't know what specific phrases to use to put it as I feel it in my heart. 

 

I cannot pay you back, I cannot quantify it, there is absolutely no ways of putting that on a weighing scale to determine its worth. But one thing is for sure, its priceless. My life would definitely not have been the same or great as it will be, had God not used you to play such an important role in defining it. I want to say thank you from me and my family. My mother sends her heartfelt regards, she has always been speechless, out of gratitude. 

 

I have but recently cleared my final exams for 5th year and I'm currently awaiting graduation later this year. I must admit that it was quite a journey, one that you made possible, and for that I'm forever indebted. I have the whole the whole world to me now, waiting to be conquered, which I shall. The project that I did was successful, and passed the board. I know that we will engage more. As for my when needed, I'm available and will devote my life to transform other people's lives for the better as you have done for mine. 

Yours Faithfully,

Phil Njiba Wanjiru

Graduate Engineer, JKUAT.“

 

Skrifstofa ABC barnahjálpar, Víkurhvarfi 2 er lokuð vegna sumarleyfa frá 17.júlí til 8.ágúst. 2017

Nytjamarkaðurinn er að sjálfsögðu opinn eins og venjulega frá kl. 12-18 virka daga og 12-16 á laugardögum. Síminn þar er: 520 5500


-------------
The office of ABC Children's Aid is closed due to summer vacation from July 17th to August 8th, 2017.

ABC thrift shop will be open on our usual opening hours mon- fri. kl.12-18 and sat. kl. 12-16. tel. 520 5500

Hafa samband

ABC barnahjálp
Víkurhvarfi 2
203 Kópavogi

Opið 9 - 16 virka daga


Sími: 414 0990
Tölvupóstur: