Styrkja starf ABC barnahjálpar
Kaupa gjafabréf með eigin kveðju
Minningargjöf með ABC korti
Finna og styrkja ABC barn

Menntun er mikilvægasti hlekkurinn í að rjúfa vítahring fátæktar.
Tilgangur ABC barnahjálpar er að veita börnum varanlega hjálp í formi menntunar.
ABC barnahjálp er íslenskt hjálparstarf, stofnað árið 1988.

 Reikningsnúmer neyðarsjóðs er 515-14-303000 kt. 6906881589


2007

Staður
Verkefni
 
Pakistan
Úganda
Kenýa
Skólinn í Jaranwala
Skólinn í Jaranwala
Heimavist í Rackoko í Norður-Úganda
Heimavist í Rackoko í Norður-Úganda
Nýja vistin í Keníu
Nýja vistin í Kenýa
 
Leiguhúsnæðið í Dakar
Leiguhúsnæðið í Dakar
 
Landið fyrir mæðrahúsnæðið
Landið fyrir mæðrahúsið
 
 • Byggður skóli í Jaranwala í Pakistan fyrir söfnunarfé frá Borgarholtsskóla.
 • Lokið við byggingu heimavista fyrir 600 börn í Rackoko í N-Úganda.
 • Fleiri hús bætast við vistina í Kenýa en nú eru þar í vistun um 200 börn.
 • Skóli og heimavist í byggingu.
 • Undirbúningur hafinn að byggingu heimilis fyrir unglings mæður og vöggustofa fyrir börnin þeirra.
 

2006

Staður
Verkefni
 
Kenýa
Fyrsta heimavistarhúsið
Fyrsta heimavistarhúsið
Þórunn með götustrákana fyrrverandi
Þórunn með götustrákana fyrrverandi
 
 • ABC var stofnað í Kenýa síðla árs og hófst starf meðal götubarna og barna úr fátækrahverfum Nairobí í október.
 • Heimili fyrir umkomulaus börn var opnað í desember.
 
Pakistan
ABC skólinn í Farooqabad
ABC skólinn í Farooqabad
ABC skólinn í Chak RB/96
ABC skólinn í Chak RB/96
ABC skólinn í Peshawar
ABC skólinn í Peshawar
 
 • Í Pakistan voru byggðir þrír ABC skólar auk þess em heimavistir voru settar á fót.
 
Úganda
ABC skólinn í Kitetika
ABC skólinn í Kitetika
Heimavist í smíðum í Rackoko
Heimavist í smíðum í Rackoko
Börn í nýrri kennslustofu
Börn í nýrri kennslustofu
 
 • Í Úganda var byggð fjórða hæð nýja ABC skólans í Kitetika.
 • Haldið var áfram með uppbygginguna í Rackoko þar sem hafist var handa við byggingu heimavista fyrir stúlkur.
 • Lokið var við byggingu álmu fyrir tilrauna- og tölvustofur við unglingaskólann í Kitetika sem Þróunarsamvinnustofnun Íslands kostaði ásamt útvarpsstöð í Rackoko sem starfsverkefni við ABC barnahjálp.
 
Indland
Heimavist drengjanna
Heimavist drengjanna
Kvöldskóli í Dalítaþorpi
Kvöldskóli í Dalítaþorpi
Kornabarnahúsið í El Shaddai
Kornabarnahúsið í El Shaddai
 
 • Byggður seinni svefnskálinn fyrir fyrir 400 drengi á Heimili litlu ljósanna á Indlandi fyrir söfnunarfé úr söfnuninni börn hjálpa börnun 2005.
 • Settir voru á fót kvöldskólar í 10 dalítaþorpum til viðbótar þeim 10 sem fyrir voru.
 • Kornabarnahús var byggt við El Shaddai barnaheimilið við Chennai á Indlandi.
 

2005

Staður
Verkefni
 
Indland
Pakistan
 
 
 • Unnið að byggingu svefnskála fyrir 400 drengi á Heimili litlu ljósanna á Indlandi.
 • Lokið við byggingu starfsmannahúss fyrir El Shaddai barnaheimilið á Indlandi.
 • Hafist handa við störf í Pakistan.
 

2004-2005

Staður
Verkefni
 
Indland
Úganda
 
 
 
 • Unnið að byggingu kornabarna- og starfsmannahúss fyrir El Shaddai barnaheimilið á Indlandi.
 • Unnið við byggingu barnaskóla í Úganda.
 

2003

Staður
Verkefni
 
Indland
Úganda
 
 
 
 • Byggður verkmenntaskóli á Heimili litlu ljósanna.
 • Byggður forskóli og lagður grunnur að barnaskóla í Úganda.
 

2002

Staður
Verkefni
 
Indland
Úganda
 
 
 
 • Lokið byggingu El Shaddai barnheimilisins á Indlandi.
 • Unnið að byggingu unglingaskóla í Úganda.
 

2000-2001

Staður
Verkefni
 
Indland
 • Haldið áfram með byggingu El Shaddai barnaheimilisins.
 • Komið á fót saumaskóla og menntaskóla og byggður nýr barnaskóli og tvær svefnálmur fyrir Heimili litlu ljósanna á Indlandi.
 

1999-2000

Staður
Verkefni
 
Indland
 • Byrjað á byggingu íbúðarhúss fyrir El Shaddai barnaheimilið á Indlandi.
 

1998-1999

Staður
Verkefni
 
Indland
 • Byggð fyrsta hæðin á kornabarnahúsi í Orissa á Indlandi.
 • Byggt viðbótarhús við skólann í Úganda.
 • Byggðar 20 starfsmannaíbúðir, 3 svefnskálar fyrir stúlkur og hús fyrir drengi á Heimili litlu ljósanna á Indlandi.
 

1997-1998

Staður
Verkefni
 
Indland
 • Keypt land fyrir El Shaddai barnaheimilið á Indlandi.
 

1996-1997

Staður
Verkefni
 
Indland
 • Byggður skóli og hreinlætisaðstaða fyrir Heimili litlu ljósanna á Indlandi.
 • Keypt húsnæði og land fyrir skólabyggingu í Úganda og unnið að stækkun skólans.
 

1995-1996

Staður
Verkefni
 
Indland
 • Byggt íbúðarhús og keypt land fyrir Heimili litlu ljósanna í Andhra Pradesh héraði á Indlandi.
 

1995

Staður
Verkefni
 
Indland
 • Stofnað heimili fyrir götubörn í Madras/Chennai á Indlandi.
 

1993-1994

Staður
Verkefni
 
Úganda
 • Þátttaka í byggingu neyðarþorps í Úganda fyrir alnæmismitaðar ekkjur með ung börn.
 

1992-1993

Staður
Verkefni
 
Kambódía
 • Bygging barnaheimilis í Kambódíu.
 

1990

Staður
Verkefni
 
Fílabeinsströndin
 • Lestrarkennsluverkefni fyrir Nyaboa þjóðflokkinn á Fílabeinsströndinni.
 

1989

Staður
Verkefni
 
Mexíkó
 • Lestrarkennsluverkefni og prentun lestrarkennslubóka fyrir tvo indíanaþjóðflokka í Mexíkó, Popoloco-Atzingo og Jalapa-Mazatec indíána.