Styrkja starf ABC barnahjálpar
Kaupa gjafabréf með eigin kveðju
Minningargjöf með ABC korti
Finna og styrkja ABC barn

Menntun er mikilvægasti hlekkurinn í að rjúfa vítahring fátæktar.
Tilgangur ABC barnahjálpar er að veita börnum varanlega hjálp í formi menntunar.
ABC barnahjálp er íslenskt hjálparstarf, stofnað árið 1988.

 Reikningsnúmer neyðarsjóðs er 515-14-303000 kt. 6906881589

Saga ABC barnahjálpar

Árið 1985, ákvað ungur íslenskur hjúkrunarfræðingur, Guðrún Margrét Pálsdóttir, að ferðast um heiminn. Við það að ferðast um mið-Ameríku varð hún vitni af mikilli fátækt sem snerti hana á áhrifaríkan hátt. Hún taldi að fólk sem lifði við svona mikla fátækt hugsaði aðeins um það eitt að lifa af og fengi því aldrei tækifæri til að kaupa sér bækur.

Pakistan2010OctGMP_width300
Guðrún Margrét Pálsdóttir heimsækir skóla í Pakistan október 2010

Hún byrjaði því að að kaupa bækur og gefa þeim sem mest þurftu á að halda. Þegar hún var að útdeila bókunum tók hún eftir því margir voru ólæsir. Þetta snerti hana ennþá dýpra svo hún ákvað að helga líf sitt því að breyta þessu kringumstæðum. Árið 1988 var ABC barnahjálp stofnað af átta íslendingum. Fyrsta verkefnið var að frjármagna verkefni sem snerust um að kenna indíánum í Mexíkó að lesa. Árið 1990 byrjaði ABC að aðstoða börn á Filippseyjum við að stunda nám. Þetta varð að aðal viðfangsefni ABC ásamt því að veita munaðarlausum börnum heimili.

ABC barnahjálp International var stofnað 1. febrúar 2007. Á fyrsta fundinum var samankomið fólk frá Íslandi og Færeyjum. Stofnun ABC í Færeyjum var fyrsta skrefið í þvi að víkka starfsemi starfsstöðva ABC barnahjálpar út fyrir landsteinanna. Í tengslum við stofnun ABC í Færeyjum var ákveðið að stofna ABC International sem eins konar móðurfélag fyrir starfsemi ABC um allan heim.

{flike}