Styrkja starf ABC barnahjálpar
Kaupa gjafabréf með eigin kveðju
Minningargjöf með ABC korti
Finna og styrkja ABC barn

Menntun er mikilvægasti hlekkurinn í að rjúfa vítahring fátæktar.
Tilgangur ABC barnahjálpar er að veita börnum varanlega hjálp í formi menntunar.
ABC barnahjálp er íslenskt hjálparstarf, stofnað árið 1988.

 Reikningsnúmer neyðarsjóðs er 515-14-303000 kt. 6906881589

Starfsemi ABC barnahjálpar felst í því að koma á fót skólum og heimavistum í fátækum löndum Afriku og Asíu. ABC starfar náið með heimamönnum sem stjórna starfinu á flestum stöðum.

Dagskólar ABC.
Dagskólarnir veita börnum frá fátækum fjölskyldum ókeypis menntun, skólagögn, skólabúning, heilsugæslu og skólamáltíð þegar því verður við komið. Börnin búa hjá foreldrum eða forráðamönnum. Í flesta dagskóla ABC er langur biðlisti og eru börnin valin inn í skólana eftir því hversu erfiðar aðstæður eru heimafyrir. Dagskólarnir eru fyrir börn frá 3ja ára aldri og upp í menntaskóla en mismunandi eftir löndum.

Heimavistir ABC
Heimavistir og ABC veita fátækum börnum sem búa langt frá skólanum fulla framfærslu og heimili auk skólavistar. Flest þessara barna fara heim í skólafríum. Einnig rekur ABC heimili fyrir götubörn og munaðarlaus börn sem enga eiga að. Fyrir þessi börn er ABC heimilið eina heimilið sem börnin þekkja.

{flike}