Styrkja starf ABC barnahjálpar
Kaupa gjafabréf með eigin kveðju
Minningargjöf með ABC korti
Finna og styrkja ABC barn

Menntun er mikilvægasti hlekkurinn í að rjúfa vítahring fátæktar.
Tilgangur ABC barnahjálpar er að veita börnum varanlega hjálp í formi menntunar.
ABC barnahjálp er íslenskt hjálparstarf, stofnað árið 1988.

 Reikningsnúmer neyðarsjóðs er 515-14-303000 kt. 6906881589

Fólkið

Á árinu 2011 voru átta til ellefu launaðir starfsmenn í starfi hjá ABC í samtals 5.25 til 7.5 stöðugildum. Þar af voru fjórir starfsmenn í Nytjamarkaðnum og ABC skólanum. Starfsmenn ABC eru allir á launaskrá hjá Vinafélagi ABC barnahjálpar og koma því ekki fram í ársreikningi ABC. Allur annar rekstrarkostnaður ABC barnahjálpar var einnig greiddur af Vinafélagi ABC að undanskildum þjónustugjöldum banka og kortafyrirtækja sem eru tekin sjálfvirkt af framlögum.

Sjálfboðaliðar eru ómissandi þáttur í starfi ABC og gegna þeir ýmsum mikilvægum störfum. Sjálfboðaliðar sjá m.a. um að skipta út söfnunarbaukum í verslunum, selja súkkulaði og annan varning fyrir ABC, undirbúa safnanir, afgreiðslu í Nytjamarkaðnum, ýmsa létta skrifstofuvinnu á skrifstofu ABC, hönnun á bæklingum, auglýsingum ofl,  þýðingar, endurskoðun, ýmis konar fjáraflanir omfl.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í starfi ABC barnahjálpar getur þú komið í heimsókn til okkar, hringt til okkar í síma 414 0990  eða sent tölvupóst á

Ef þú átt erindi við einhvern sérstakan á skrifstofunni þá getur þú sent tölvupóst beint á viðkomandi:

# Titill
1 Skrifstofa ABC er flutt
2 Starfsmenn
3 ABC liðar
4 Sjálfboðaliðar
5 Stjórn ABC