Styrkja starf ABC barnahjálpar
Kaupa gjafabréf með eigin kveðju
Minningargjöf með ABC korti
Finna og styrkja ABC barn

Menntun er mikilvægasti hlekkurinn í að rjúfa vítahring fátæktar.
Tilgangur ABC barnahjálpar er að veita börnum varanlega hjálp í formi menntunar.
ABC barnahjálp er íslenskt hjálparstarf, stofnað árið 1988.

 Reikningsnúmer neyðarsjóðs er 515-14-303000 kt. 6906881589

Vinafélag ABC er stuðningsfélag við rekstur og útrás ABC barnahjálpar.

Tilgangur þess er að sjá til þess að ABC barnahjálp geti áfram sent framlög stuðningsaðila og söfnunarfé óskert til hjálparstarfs erlendis þrátt fyrir útvíkkun starfsins.  Smelltu á fyrirsagnirnar hér fyrir neðan til að sjá meira um Vinafélag ABC.

Stjórn vinafélags ABC

Stjórn ABC barnahjálpar og Vinafélags ABC 

Samþykktir Vinafélags ABC

1. gr. Tilgangur félagsins er að kosta rekstur ABC barnahjálpar þannig að tekjur hennar geti að mestu eða öllu leyti runnið til skjólstæðinga hennar.

2. gr. Markmiði sínu hyggst félagið ná með félagsgjöldum, styrktaraðilum og hvers konar annarri fjáröflun. Tekjur félagsins skulu renna óskiptar til ABC barnahjálpar.

3. gr. Meðlimir í félaginu eru þeir sem styrkja félagið í framangreindum tilgangi um að lágmarki 100.000 kr. á ári.

4. gr. Aðalfundir félagsins skulu haldnir ár hvert samkvæmt ákvörðun stjórnar. Miða skal við að þeir verði haldnir fyrri hluta árs.

5. gr. Á aðalfundum fara fram venjuleg aðalfundarstörf, s.s. a) Skýrsla stjórnar og umræður um hana. b) Samþykkt ársreikninga. c) Kjör tveggja endurskoðenda eða eins löggilts endurskoðanda. d) Kjör stjórnar. e) Önnur mál.

6. gr. Afl atkvæða ræður úrslitum á aðalfundi nema ákveðið verði að breyta samþykktum þessum. Til þess þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða á aðalfundi. Aðalfund skal boða með viku fyrirvara. Hann á að boða með einhverjum af eftirgreindum hætti: a) Með almennu bréfi á heimilisfang það sem félagsmenn hafa tilkynnt félaginu. b) Með tölvupósti. c) Með auglýsingu í útprentuðu dagblaði. d) Með auglýsingu í fréttabréfi ABC barnahjálpar.

7. gr. Dagskrá aðalfundar skal birt á heimasíðu félagsins eða ABC barnahjálpar. Komi fram tillaga um lagabreytingu sem ekki er getið í fundarboði eða í dagskrá fundarins, skal hún borin upp á aðalfundi en umræðu og afgreiðslu hennar frestað til framhaldsaðalfundar sem boða skal til með sama hætti og segir í 6. gr.

8. gr. Stjórn félagsins skal skipuð 3-7 mönnum eftir ákvörðun aðalfundar, og a.m.k. 3 til vara. Varamenn skulu kosnir í ákveðinni röð og taka sæti aðalmanna eftir því. Stjórnin er ályktunarbær ef helmingur stjórnarmanna mætir. Stjórnin skiptir með sér verkum. Formaður stjórnar hefur oddaatkvæði.

9. gr. Stjórn getur kosið framkvæmdastjóra og einnig veitt prókúruumboð.

Ársreikningar Vinafélags ABC

 • Ársreikningur 2016
 • Ársreikningur 2015
 • Ársreikningur 2014
 • Ársreikningur 2013
 • Ársreikningur 2012
 • Ársreikningur 2011
 • Ársreikningur 2010
 • Ársreikningur 2009
 • Ársreikningur 2008
 • Ársreikningur 2007
 • ABC barnahjálp annarsvegar og svo Vinafélag ABC eru hvort um sig með sjálfstæðan rekstur. Hægt er að sjá ársreikninga ABC barnahjálpar hér.

  Gerast vinafélagi

  Þeir sem vilja styrkja vinafélag ABC um að lágmarki 100.000 kr. á ári geta gerst félagar. Sendu okkur línu til að gerast vinafélagi eða hringdu í okkur í síma 414-0990.