Styrkja starf ABC barnahjálpar
Kaupa gjafabréf með eigin kveðju
Minningargjöf með ABC korti
Finna og styrkja ABC barn

Menntun er mikilvægasti hlekkurinn í að rjúfa vítahring fátæktar.
Tilgangur ABC barnahjálpar er að veita börnum varanlega hjálp í formi menntunar.
ABC barnahjálp er íslenskt hjálparstarf, stofnað árið 1988.

 Reikningsnúmer neyðarsjóðs er 515-14-303000 kt. 6906881589
Fjölmargir aðilar, bæði einstaklingar og fyrirtæki, hafa stutt verkefni ABC víða um heim.  Smelltu á fyrirsagnirnar hér fyrir neðan til að sjá meira.
2008 Guðlaug og börn hennar studdu byggingu skóla á Indlandi

ABC barst rausnarleg gjöf að upphæð 4 milljónir króna frá Guðlaugu Kristófersdóttur og börnum hennar Guðbjörgu Nielsdóttur Hansen, Sigurbjörgu Nielsdóttur Hansen og Þ. Magnúsi Nielssyni Hansen. Gjöfin er gefin til minningar um Jónu Hansen og Niels Hansen og hefur verið notuð til byggingar skóla á Heimili litlu ljósanna á Indlandi.
Við þökkum þeim innilega fyrir þessa frábæru gjöf.

2008 Aðalbjörg Reynisdóttir gefur út bókina "Allir geta eldað"
Aðalbjörg Reynisdóttirr gaf út matreiðslubókina "Allir geta eldað" árið 2008 og gaf allt andvirði bókarinnar í sjóð til að koma af stað sjálfbærri ræktun til að létta undir við framfærslu barnanna okkar í hinum ýmsu löndum. Gjöfin var notuð til að koma verkefninu “farm for life” í Norður-Úganda á laggirnar.
2007 Velferðarsjóður barna styður starfið í Líberíu

Velferðarsjóður barna gerði styrktarsamning við ABC barnahjálp um stuðning við starf ABC í Líberíu að upphæð 18 milljónir króna á árunum 2007-2009. Nú hefur verið byggð heimavist fyrir stúlkur á svæðinu.

2007 Atorka Group styður starfið í Burkina Faso

Atorka Group gerði styrktarsamning við ABC barnahjálp um stuðning við starf ABC í Burkina Faso að upphæð 15 milljónir króna á árunum 2007-2009.  Byggt var skólahús sem var tekið í notkun seint á árinu 2010.

2007 Hraðlestrarskólinn styrkir byggingu heimavistar fyrir 100 stúlkur í Úganda

Hraðlestrarskólinn hefur gefið eina milljón króna til byggingar heimavistar fyrir 100 stúlkur í Úganda auk gjafabréfa á hraðlestrarnámskeið.

2007 Ónafngreindur maður styrkir starfið í Kenýa og Líberíu

Ónafngreindur maður lagði 3 milljónir til uppbyggingar starfs ABC í Kenýa og 2 milljónir til starfsins í Líberíu.

2006 Rúmfatalagerinn styrkir byggingu skóla í Pakistan

Rúmfatalagerinn gaf 6,4 milljónir króna til byggingar skóla í Pakistan árið 2006. Skólinn er með sjúkraherbergi, tölvuveri og tilraunastofu. Um eitt hundrað stúlkur gista á sal skólans þar til heimavist hefur verið byggð.

2006 Borgarholtsskóli safnar fyrir byggingu skóla í Jaranwala í Pakistan

Borgarholtsskóli safnaði 2,6 milljónum króna til byggingar skóla í Jaranwala í Pakistan. Skólinn var tekinn í notkun í apríl 2007.

2006 Ónafngreind hjón byggja skóla í Chak 96 R/B í Pakistan

Ónafngreind hjón lögðu 1,1 milljón til byggingar skóla í þorpinu Chak 96 R/B í Pakistan. Skólinn er risinn og hefur verið tekinn í notkun (2006).

2006 Ónafngreind kona styrkir starfið í Kenýa og Úganda

Ónafngreind kona lagði 2 milljónir til byggingar heimavistar í Úganda fyrir 200 börn og 1 milljón til starfsins í Kenýa.  Heimavistin hefur nú verið byggð.