Styrkja starf ABC barnahjálpar
Kaupa gjafabréf með eigin kveðju
Minningargjöf með ABC korti
Finna og styrkja ABC barn

Menntun er mikilvægasti hlekkurinn í að rjúfa vítahring fátæktar.
Tilgangur ABC barnahjálpar er að veita börnum varanlega hjálp í formi menntunar.
ABC barnahjálp er íslenskt hjálparstarf, stofnað árið 1988.

 Reikningsnúmer neyðarsjóðs er 515-14-303000 kt. 6906881589
Eftirfarandi fjáraflanir eru orðnar árviss viðburður og hafa lyft grettistaki fyrir starf ABC barnahjálpar.  Smelltu á fyrirsagnirnar hér fyrir neðan til að sjá nánar.
Börn hjálpa börnum

Börn hjálpa börnum er söfnun sem fer fram ár hvert í samstarfi við grunnskóla landsins þar sem skólabörn ganga í hús með söfnunarbauka til styrktar brýnustu verkefnum.

Yfirlit yfir árangur söfnunarinnar.

Söfnunarbaukar í verslunum

Finna má söfnunarbauka frá ABC barnahjálp í fjölmörgum verslunum víðsvegar um landið. Þessi tekjulind er mjög mikilvæg fyrir starf ABC.

ABC dagurinn á Lindinni

ABC dagurinn á Lindinni er árlegur söfnunardagur ABC sem fram fer á kristilegu útvarpsstöðinni Lindinni. Ýmsir gestir frá ABC koma í heimsókn í hljóðver og safna fyrir ýmsum brýnum verkenum.