Styrkja starf ABC barnahjálpar
Kaupa gjafabréf með eigin kveðju
Minningargjöf með ABC korti
Finna og styrkja ABC barn

Menntun er mikilvægasti hlekkurinn í að rjúfa vítahring fátæktar.
Tilgangur ABC barnahjálpar er að veita börnum varanlega hjálp í formi menntunar.
ABC barnahjálp er íslenskt hjálparstarf, stofnað árið 1988.

 Reikningsnúmer neyðarsjóðs er 515-14-303000 kt. 6906881589

 

Í byrjun desember bjóðum við stuðningsaðilum okkar að greiða í jólagjafasjóð og sendum  valgreiðsluseðil í heimabanka þeirra. Jólagjafasjóðurinn er notaður til að gera börnunum í skólum ABC barnahjálpar dagamun í tilefni jólanna. Það fer eftir því hversu mikið safnast hvað hægt er að gera fyrir peninginn. Í öllum skólum eru haldin "litlu jól" þar sem börnin fá smágjafir og góðgæti. 

 

Númer jólagjafasjóðsins

Reikningur fyrir jólagjafir er 0537-26-6906
Kennitala: 690688-1589

 

Jólakort til styrktarbarna

Þeir sem vilja senda börnum sínum jólakort senda þau beint á heimilisföng samstarfsaðila ABC í viðkomandi landi, sjá lista yfir heimilisföng styrktarbarna hér á heimasíðunni. Utan á umslagið er sett heimilisfang skólans/ heimilisins þar sem barnið dvelur. Inn í umslagið er sett nafn og númer barnsins. 
Börnin hafa gaman af að fá ljósmyndir af styrktarfjölskyldu sinni, en því fyrirferðarminna sem umslagið er því meiri líkur eru til þess að það komist á leiðarenda í póstinum.

 

Pakkasendingar

Þeir sem vilja senda gjafir eru vinsamlegast beðnir um að hafa sendinguna ekki stærri en kemst í A4 umslag og ekki þyngri en 2 kg. Sniðugt er að senda t.d. tréliti, blýhanta eða stílabækur. Við mælum líka með að senda eitthvað sem nýtist fleiri börnum eins og  t.d. spil eða sippuband. Ekki er leyfilegt að senda peningaseðla, sælgæti eða hvers kyns matvörur, kveikjara, vasahníf, rafmagnstæki eða aðra hluti úr málmi. Vinsamlegast setjið ekki heimilisfang, símanúmer, netfang eð afacebook notendanafn í bréfið.