Styrkja starf ABC barnahjálpar
Kaupa gjafabréf með eigin kveðju
Minningargjöf með ABC korti
Finna og styrkja ABC barn

Menntun er mikilvægasti hlekkurinn í að rjúfa vítahring fátæktar.
Tilgangur ABC barnahjálpar er að veita börnum varanlega hjálp í formi menntunar.
ABC barnahjálp er íslenskt hjálparstarf, stofnað árið 1988.

 Reikningsnúmer neyðarsjóðs er 515-14-303000 kt. 6906881589

Nytjamarkaðurinn

Nytjamarkaður ABC barnahjálpar er rekinn til styrktar hjálparstarfinu. Hann er til húsa í Vikurhvarfi 2 í Kópavogi.  Á Nytjamarkaðnum eru til sölu bæði nýjar og notaðar vörur svo sem föt, heimilistæki, húsgögn og í raun allt milli himins og jarðar.

Opnunartími Nytjamarkaðarins er milli 12:00 og 18:00 alla virka daga og milli 12:00 og 16:00 á laugardögum.

Nú er  tilvalið tækifæri að fara í gegnum geymsluna, bílskúrinn eða fataskápinn og athuga hvort að þar leynist ekki eitthvað sem tilvalið væri að gefa framhaldslíf á Nytjamarkaðnum. Tekið er við gjöfum í Víkurhvarfi 2 frá kl 11:00. 

Síminn hjá Nytjamarkaðinum er 520-5500.

Við hvetjum alla til þess að leggja leið sína á Nytjamarkaðinn og kanna hvort þar sé eitthvað sem hugur þess girnist og um leið styðja við og styrkja málefnið.

 

Hér er slóð inn á  Facebókarsíða Nytjamarkaðarins

 logo með korti