Styrkja starf ABC barnahjálpar
Kaupa gjafabréf með eigin kveðju
Minningargjöf með ABC korti
Finna og styrkja ABC barn

Menntun er mikilvægasti hlekkurinn í að rjúfa vítahring fátæktar.
Tilgangur ABC barnahjálpar er að veita börnum varanlega hjálp í formi menntunar.
ABC barnahjálp er íslenskt hjálparstarf, stofnað árið 1988.

 Reikningsnúmer neyðarsjóðs er 515-14-303000 kt. 6906881589

 

 

indiaLocation

Lýðveldið Indland er annað fjölmennasta land jarðarinnar og það sjöunda stærsta að flatarmáli. Þar býr rétt yfir einn milljarður manns. Landið er í Suður-Asíu með 7000 km langa strandlengju við Indlandshaf. Indland á landamæri að Pakistan, Kína, Mjanmar (áður Búrma), Bangladess, Nepal, Bútan og Afganistan. Srí Lanka, Maldíveyjar og Indónesía eru nærliggjandi eyríki í Indlandshafi. Landið var hluti af Breska heimsveldinu fram til 1947, þegar það hlaut sjálfstæði. Höfuðborg Indlands er Nýja-Delí sem er hluti af héraðinu Delí. Á höfuðborgar-svæði Nýju-Delí búa um 13,8 milljónir manna.

 

Á Indlandi hefur verið mikill hagvöxtur undanfarin ár og millistétt landsins fer stækkandi. Landið einkennist samt sem áður af gífurlegum mismun og lifir stór hluti íbúa landsins í fátækt. Þrátt fyrir að fátækum fækki sífellt eru enn 380 milljónir manneskja undir fátæktarmörkum. Ástandið er verst í fátækrahverfunum í stórborgunum og á landsbyggðinni, þar sem um fjórðungur allra Indverja býr.

Mikil stéttaskipting er í Indlandi. Fólkið skiptist í mismunandi stéttir, sem eru mismunandi hátt settir. Æðsta stéttin kallast brahamnar, prestastétt, og nýtur mikilla forrétinda. Næst í röðinni eru kshatriya, stétt aðalsmanna og hermanna, því næst vaishya, stétt bænda og kaupmanna og loks shudra, stétt verkamanna og þjóna. Þeir allra lægst settu eru hinir stéttlausu, asprshya eða paria.

Hinir stéttlausu eru álitnir óhreinir og vinna ómerkilegustu störfin. Menn af æðri stéttum forðast að snerta þá. Jafnvel skuggi þeirra er óhreinn, hann má ekki falla á brahmana.

Árið 1950 var stéttaskiptingin bönnuð opinberlega. Breytingar í þá átt hafa fyrst og fremst átt sér stað í stærri bæjum og borgum. En hefðin er gömul og á sér trúarlegar rætur. Hindúar fæðast inn í þá stétt sem þeir eru í og hafa nánast enga möguleika á að breyta stöðu sinni. Flestir skjólstæðingar ABC barnahjálpar tilheyra hinum stéttlausu.

Lestu meira um starf ABC á Indlandi, El Shaddai og Heimili litlu ljósanna, með því að nota valmyndina hér til hægri.