Styrkja starf ABC barnahjálpar
Kaupa gjafabréf með eigin kveðju
Minningargjöf með ABC korti
Finna og styrkja ABC barn

Menntun er mikilvægasti hlekkurinn í að rjúfa vítahring fátæktar.
Tilgangur ABC barnahjálpar er að veita börnum varanlega hjálp í formi menntunar.
ABC barnahjálp er íslenskt hjálparstarf, stofnað árið 1988.

 Reikningsnúmer neyðarsjóðs er 515-14-303000 kt. 6906881589
 

ABC í Nairobi

Haustið 2006 hóf ABC barnahjálp hjálparstarf í Nairobi og þar er rekinn grunnskóli og framhaldsskóli sem heitir Star of Hope. Hann er staðsettur í fátækrahverfinu Mathare. Nemendur í skólanum eru um 450 talsins og þar af eru 180 í heimavist. Meirihluti heimavistarbarnanna eru fyrrverandi götubörn og hafa þau náð undraverðum árangri frá fyrra líferni og þau stunda námið af kappi. Flest börnin búa þó hjá foreldrum sínum í nærliggjandi fátækrahverfinu. 

Allir nemendur fá graut í morgunmat, heitan hádegismat og svo fá börnin á heimavistinni kvöldmat. Nemendur fá hjálp við heimanám og ýmsa afþreyingu eftir skóla í skólaathvarfi sem rekið er af ABC.

Ljóðahópur skólans hefur vakið mikla athygi fyrir framúrskarandi árangur í árlegri keppni á landsvísu milli skóla. Keppnin ber heitið Kenya Music Festivals og þar etja skólar kappi í söng og ljóðlist meðal annars. Þar eru nokkrar forkeppnir áður en keppt er til úrslita og hefur ljóðahópurinn í Star of Hope tvívegis farið alla leið í úrslitakeppnina. Árið 2016 bar hann sigur úr býtum í einum flokknum þar sem þau fluttu ljóð sem ber heitið "The Nervous Race". 

          

ABC í Loitokitok

Í lok árs 2011 setti ABC í Kenya á fót lítinn skóla á svæði Masai fólksins sem býr við rætur hæsta fjalls Afríku, Kilimanjaro. Skólinn er í litlu þorpi sem heitir Namelok. Fátæktin er mikil og skólinn er kærkominn þar sem ekki er pláss fyrir fjölda barna í ríkisreknum skólum á svæðinu. 

Alls eru nemendur um 370 talsins og stunda þeir nám í grunnskóla og framhaldsskóla.

alt

Maasaiar eru hirðingjar og lifa lífinu án þess að nýta sér margt sem við köllum nútímaþægindi. Húsin þeirra er kofar gerðir úr bambus og kúamykju með stráþökum og gras er notað til einangrunar. Undanfarin ár hafa þeir barist við mikla þurrka og stór hluti búfénaðar þeirra hefur farist.

Á meðal Masaifólks tíðkast nauðungarhjónabönd og umskurn barnungra stúlkna. Skóli ABC setur það sem skilyrði að umskurður stúlkna sé ekki leyfður og börnin eru frædd um skaðsemi þessa verknaðs. 

Landið

kenyaLocationKenýa er land í Austur-Afríku með landamæri að Eþíópíu í norðri, Sómalíu í austri, Tansaníu í suðri, Úganda í vestri og Súdan í norðvestri og strönd við Indlandshaf. Höfuðborg landsins er Naíróbí. Miðbaugur liggur í gegnum norðurhluta þess. Landið er að miklu leyti hálent, en láglent við strendur. Höfuðborgin Nairobi er í 1800 metra hæð. Kenýa er 580.000 ferkílómetrar að stærð.

Fólkið

Íbúafjöldi í landinu er um 45 milljónir manna. Flestir íbúa í Kenýa búa í suðurhluta landsins í grennd við höfuðborgina Nairobi og við landamæri Úganda hjá Viktoríuvatni. Þar eru góðar jarðir og nægileg úrkoma til að stunda akuryrkju. Það búa líka margir við strandlengjuna. Aðeins örfá prósent íbúanna í Kenýu borga nokkurn skatt. Allir hinir eru smábændur sem stunda sjáfsþurfarbúskap eða hafa ofan af fyrir sér innan á óopinbera geirans í borgunum. 99 prósent af Kenýubúum eru af mismunandi þjóðarbrotum blökkumanna. Næstum því hvert þjóðarbrot hefur sitt eigið tungumál en til að einfalda þann vanda hefur Svahílí verið gert að ríkismáli. Svahílí er bantúmál sem blandast hefur við smá arabísku og ensku. Kenía var ensk nýlenda en varð sjálfstætt ríki 1963.

Í Kenýa eru um 50 mismunandi þjóðir. Fyrsti forseti landsins var Jomo Kenyatta. Hann var af fjölmennustu þjóðinni kíkújú. Á meðan hann ríkti naut sú þjóð ýmissa forréttinda. Af því hlutust pólistískar óeirðir í landinu. Áður en Kenía varð sjálfstætt ríki þá ríkti mikið ósætti í samfélaginu en nú eiga þau að starfa saman í einu ríki. Nú á dögum er Kenía með friðsamlegari löndum í Afríku, þrátt fyrir ýmsa erfiðleika.

Naíróbí
Naíróbí er ein hættulegasta höfuðborg heims. Af þremur milljónum íbúa lifir að minnsta kosti helmingur í fátækrahverfum og atvinnuleysi er yfir 70%. Millistéttin virðist engin heldur búa langflestir við ömurleg kjör. Í fátækrahverfunum er atvinnuleysi yfir 90% og HIV tíðnin hækkar stöðugt. Á einum ferkílómetra búa um 3000 manns, skólplækir liggja milli kofaskrifla og rusl hrúgast um allt. Hér gildir frumskógarlögmálið. Hver bjargar sjálfum sér og lifað er fyrir einn dag í einu. Allt er til sölu og meðfram moldarvegum liggja sölubásar með þýfi, skemmdu grænmeti, brotnum diskum og fleiru sem enginn hefur efni á að kaupa. Vændi er líka réttlætanlegt. Afkoman gefur mat handa fjölskyldunni það kvöldið, HIV er vandamál morgundagsins.

Spillingin hefur tröllriðið þjóðfélaginu. Ríkið lofar ókeypis grunnskólamenntun en skólabúningar eru í staðinn dýrir og leiga á skólaborði kostar 2500 krónur á ári. Sólarhringur á ríkisspítalanum kostar 40.000 krónur fyrir fólk sem þénar undir 70 krónum á dag og um tveggja sólarhringa biðröð er til að leggjast inn. Vítahringur vonleysis hefur skapast í samfélaginu, hringur sem erfitt er að rjúfa.

Myndir frá Kenya