Styrkja starf ABC barnahjálpar
Kaupa gjafabréf með eigin kveðju
Minningargjöf með ABC korti
Finna og styrkja ABC barn

Menntun er mikilvægasti hlekkurinn í að rjúfa vítahring fátæktar.
Tilgangur ABC barnahjálpar er að veita börnum varanlega hjálp í formi menntunar.
ABC barnahjálp er íslenskt hjálparstarf, stofnað árið 1988.

 Reikningsnúmer neyðarsjóðs er 515-14-303000 kt. 6906881589

Í Mathare Children´s education skólanum í Kenýa eru þemadagar þessa vikuna og eru börnin að upplifa alls kyns skemmtilega afþreyingu og kennslu.

Meðal annars listkennslu, heimilisfræði, dans og ljóðakennsla, hvatningarbíómyndir, og einnig tónleika, hoppukastala og fleira skemmtilegt

Þessir þemadagar eru haldnir og skipulagðir af starfsfólki og fyrrverandi nemendum sem eru útskrifaðir eða eru í framhaldsnámi. Við erum þakklát þeim Elvis, Joseph og Michael fyrir hjálpina og að vera frábærar fyrirmyndir. Við fengum þessar myndir frá þeim. alt alt alt alt alt altalt

Stolt segjum við ykkur frá því að í vikunni opnaði ABC barnahjálp annan Nytjamarkað, að Dalshrauni 13 í Hafnarfirði.

Við seljum þar meðal annars búsáhöld, húsgögn, fatnað, skó, skartgripi, töskur, bækur, spil, myndir og ramma, myndbönd/dvd, cd og vínilplötur.

Þakklæti er okkur efst í huga þegar einstaklingar og fyrirtæki gefa okkur það sem til fellur, til að selja í Nytjarmörkuðum okkar en með því að versla í Nytjamarkaðinum hjálpar þú ABC barnahjálp að reka skóla og heimili fyrir fátæk börn í 7 löndum í Afríku og Asíu.

Við tökum glöð á móti ykkur alla virka daga frá 12:00-18:00 og 12:00-16:00 á laugardögum, nú í Kópavogi og Hafnarfirði.

Hér má sjá brot af úrvalinu í nýju verslun okkar ásamt mynd af Gógó (Sigurlaug Guðrún) og Agli, en þau munu standa vaktina með bros á vör og þakklæti í hjarta. alt alt alt alt alt alt alt

Við erum einnig með Facebook síðu þar sem við munum regluleg setja inn myndir af nýjum vörum.

Söfnunin Börn hjálpa börnum er nú í gangi víða um land. Nemendur í 4.-7.bekk hinna ýmsu grunnskóla hafa verið að ganga í hús og standa við verslanir og safna peningum í bauka merkta átakinu. Við erum afskaplega þakklát þessum börnum og þeim sem sjá sér fært að gefa í söfnunina.

Okkur hafa borist myndir frá nokkrum skólum af nemendum og langar okkur að birta þær hér.

Í 4. bekk í Grunnskóla Vestmannaeyja er nemandinn Ástþór Hafdísarson, en hann var einn af 10 börnum sem unnu teiknisamkeppni MS og var í verðlaun 40.000kr. Hann og bekkurinn hans ákváðu í sameiningu að fá sér ís í ísbúð bæjarins og gefa svo afganginn af verðlaunaféinu, um 30.000kr, í söfnunina Börn hjálpa börnum.

alt

Á myndinni má sjá börnin í ísbúð bæjarins þar sem kennarinn Þórdís Jóelsdóttir afhendir deildarstjóra Grunnskóla Vestmannaeyja bauk með afganginum.

alt

Hér má sjá nemendur 5.-7.bekk Seyðisfjarðarskóla er þau höfðu lokið söfnuninni og voru að skila af sér baukunum.

alt

Þessar dömur eru nemendur í 4.bekk í Rimaskóla og stóðu sig vel í söfnuninni ásamt samnemendum sínum. alt

Nemendur Grunnskóla Þorlákshafnar sátt með afrakstur sinnar söfnunar er þau skiluðu af sér baukunum.

alt

ABC hóf samstarf við frjálsu félagasamtökin Agape Social Concern (ASC) í lok árs 2017. ASC hefur starfað í Bangladess frá árinu 1997 og markmið þeirra er félagsleg uppbygging fátækra og útskúfaðra einstaklinga og hópa.

ASC rekur Heimili friðar og þar fá börn kennslu og heimavist. Þar geta þau klárað ígildi gagnfræðaskólanáms og námið er bæði bóklegt og verklegt. Verklegi hlutinn samanstendur af tölvukennslu, saumakennslu og landbúnaðarfræðslu.

Nemendur koma frá afskekktum dreifbýlissvæðum en ¾ hlutar fólksfjöldans í landinu býr í dreifbýli.

Mikið er lagt upp úr því að nemendur læri um og verði meðvituð um rétt sinn og skyldur í samfélaginu. Markvisst er stuðlað að fræðslu um grunnþarfir barna, barnavernd, barnaþrælkun, mansal, kynjafnrétti og fleira. Félagsleg vandamál eru mörg í landinu og mikið níðst á réttindum þegna landsins.

Hreinlæti er gefinn sérstakur gaumur en aðgengi að hreinu vatni á dreifbýlissvæðum í Bangladess er mjög ábótavant. ASC hefur fjármagnað og sett upp vatnsbrunn og öll aðstaða á heimilinu í hreinlætismálum er komin í góðan farveg.

Á heimilinu fá börnin einnig að þróa með sér listræna hæfileika með tónlistar- og danskennslu, söng, og myndlist. Einnig eru reglulegir íþróttaviðburðir haldnir og hafa bæði stúlku- og strákalið á heimilinu staðið sig með prýði í fótbolta.

Heimili friðar stuðlar að vistvænu umhverfi en regluleg athöfn sem börnin taka þátt í er gróðursetning trjáa. Tré eru súrefnisgjafi, veita skjól og skugga og framleiða mat.

Stuðlað er að sjálfsþurftarbúskap til að draga úr rekstarkostnaði og er ákveðið svæði á lóðinni notað til grænmetisræktunar. Börnin taka virkan þátt í að tína grænmetið og ávextina til. Meðal ávaxta sem ræktaðir eru þar má nefna saðningaraldin, mangó og litkaber. Þessi ávextir eru næringarríkir og einnig frekar kostnaðarsamir og því er sparnaður heilmikill.

Hér má sjá myndskeið sem tekið var í skólanum siðastliðið sumar.

Hér má sjá myndir frá því í janúar þegar nýtt skólaár hófst í Bangladess og fengu nemendur Heimili friðar nýjar skólabækur.

alt alt alt alt alt alt

Árlega söfnun ABC barnahjálpar, Börn hjálpa börnum, hófst í Vatnsendaskóla í Kópavogi þann 28. febrúar. Bæjarstjóri Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson, setti söfnunina formlega af stað.

Söfnunin er haldin í 21. sinn og stendur yfir dagana 28. febrúar til 19. mars. Frá upphafi hafa nemendur grunnskóla landsins safnað um 130 milljónum króna til styrktar fátækum börnum í Afríku og Asíu.

Framkvæmdarstjóri ABC, Laufey Birgisdóttir, hóf viðburðinn með kynningu um starfsemi samtakanna og fróðleiksfúsir nemendur hlustuðu vel og spurðu margra spurninga. Bæjarstjóri tók svo til máls og gaf fyrstu framlögin í söfnunarbaukana. Nemendur Vatnsendaskóla og fjölda annarra grunnskóla á landinu munu svo ganga um nærliggjandi hverfi sín á komandi dögum og safna fyrir hönd ABC.

Söfnunin hefur verið hreint ómetanleg fyrir starfsemi ABC barnahjálpar. Fyrir peningana sem söfnuðust á síðasta ári var byggð ný skólabygging með tveimur fullbúnum kennslustofum í ABC skólanum í Namelok í Kenýa. Þá var hægt að endurnýja húsgögn, skólabúninga, skólatöskur og byggja nýtt eldhús í ABC skólanum í Naíróbí í Kenýa. Einnig var hægt að hjálpa til við uppbyggingu á nýjum og glæsilegum matsal í ABC skólanum í Búrkína Fasó. Að lokum styrkti söfnunin endurbyggingu á leikskóla ABC skólans í Úganda þar sem þakið var lagað og byggður var nýr veggur.

Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á reikning:

0515-14-110000. Kt. 690688-1589

alt

Hafa samband

ABC barnahjálp
Víkurhvarfi 2
203 Kópavogi

Opið 9 - 16 virka daga


Sími: 414 0990
Tölvupóstur: