Styrkja starf ABC barnahjálpar
Kaupa gjafabréf með eigin kveðju
Minningargjöf með ABC korti
Finna og styrkja ABC barn

Menntun er mikilvægasti hlekkurinn í að rjúfa vítahring fátæktar.
Tilgangur ABC barnahjálpar er að veita börnum varanlega hjálp í formi menntunar.
ABC barnahjálp er íslenskt hjálparstarf, stofnað árið 1988.

 Reikningsnúmer neyðarsjóðs er 515-14-303000 kt. 6906881589

Söfnunin Börn hjálpa börnum hófst formlega 20. mars á Bessastöðum og mun standa til 19. apríl. Þátttaka hjá grunnskólum landsins er mjög góð og vænta má að vel takist til.

alt

Þóra Harðardóttir, kennari í Melaskóla, er ötull stuðningsmaður söfnunarinnar og hefur skólinn verið með síðan árið 1998. „Börnin eru fljót að setja sig í spor annarra barna sem hafa ekki þessi sjálfsögðu þægindi sem þau njóta og þau eru mjög viljug til að hjálpa og full áhuga" segir Þóra. Hún segir að kynningarefni snerti mikið við krökkunum og þeim finnist þau gera mikið gagn með söfnuninni. Hver skóli fær sitt hverfi til að safna í og börnin ganga milli húsa og taka við framlögum í söfnunarbauka ABC Barnahjálpar. Þóra telur mikilvægt að sem flestir skólar taki þátt í þessari söfnun. „Það verður þá eins og einn skóli sem sækir fram að sama markmiði og það er að bæta hag allra" segir hún.

 

Markmið söfnunarinnar í ár er annar áfangi í byggingu skóla og heimavistar í Nairobi í Kenýa. Þóra telur menntun mikilvæga þar sem hún færir von um betri framtíð. Hún telur að börnin eigi mikið sameiginlegt með krökkunum sem þau safna fyrir. „Öll börn vilja fá að vera börn, leika sér, læra að lesa og ganga í skóla. Þau vilja finna fyrir væntumþykju, geta haft eitthvað um framtíð sína að segja og geta dreymt um betra líf", segir hún.


Helgi Árnason, skólastjóri í Rimaskóla, tekur í sama streng og lýsir söfnuninni sem auðveldu samfélagsfræðiverkefni þar sem allir fái 10 í einkunn. Hann segir börnin full af áhuga og samhug og þau vilji helst þeysa af stað út í hverfi um leið og þau fá merkta bauka í hendur og setja upp „buffið" merkt ABC. „Nær undantekingarlaust fá þau fyrirtaks viðtökur. Þau efast ekki um að íslensk króna margfaldist þegar hún nýtist til stórframkvæmda í þróunarlöndunum við að reisa skóla og heimavistir", segir Helgi.

 

 

Árlega söfnunarátakið Börn hjálpa börnum hófst formlega á Bessastöðum síðastliðinn föstudag, 20 mars. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, tók á móti nemendum úr 5. bekk Fossvogsskóla og átti við þau létt spjall áður en hann gaf fyrstu krónurnar í söfnunarbaukana. 

Andrúmsloftið var þægilegt og létt í miklu blíðviðri þegar spenntir nemendur mættu galvaskir með bauka og buff til að hefja söfnunina. Forsetinn hélt smá tölu en tók svo við spurningum frá áhugasömu ungmennunum. "Hvar er Dorrit?" var meðal spurninga sem forsetinn fékk en færri komust að en vildu enda mjög forvitnir hugar þar á ferð. 

Á endanum dró forsetinn upp búnt af 500 króna seðlum til að setja í baukana. Nemendur hópuðust að honum og biðu spenntir eftir að fá fyrsta seðilinn í hús. Boðið var svo upp á léttar veitingar áður en haldið var aftur í skólann. 

Söfnunarátakið Börn hjálpa börnum er unnið í samstarfi við grunnskóla landsins. Börnum er úthlutað götum í sínu skólahverfi þar sem þau ganga í hús tvö og tvö saman og safna framlögum í bauka. Í ár verður safnað fyrir öðrum áfanga byggingu skóla og heimavistar fyrir ABC starfið í Nairobi í Kenýa. 

Í fyrra var söfnunarfénu varið í að byggja heimavist fyrir fátækar stúlkur í Machike í Pakistan en rúmlega 8 milljónir króna söfnuðust þá. 

Það var góðgerðarvika hjá Vatnsendaskóla í vikunni og við hjá Nytjamarkaðnum nutum góðs af. Ýmsu dóti heima fyrir var safnað saman og fékk framhaldslíf á Nytjó. Nemendur fjölmenntu til markaðarins á mánudag, þriðjudag , miðvikudag og fimmtudag til að afhenda gjafir sínar og skoða sig um. Dótahornið var vinsæll áfangastaður en upp til hópa fannst þeim áhugavert að skoða hve mikið var til af öllu mögulegu.

Nemendur í skólanum fengu fræðslu um starfsemi ABC barnahjálpar og kynningu um börnin sem verið er að hjálpa til náms. Það eru ávallt forréttindi að fá að kynna starfsemina fyrir áhugasömum ungmennum sem eru fljót að meðtaka neyðina hjá fátæku börnunum í Afríku og Asíu. Aldrei er skortur á spurningum og svo eru nemendur ávallt viljugir til að gefa af sér til hjálpar þeim sem hafa það ekki eins gott.


Á föstudaginn er haldin tombóla og ýmis varningur seldur. Börnin völdu svo þau hjálparsamtök sem þau vildu að nytu góðs af sölunni. Yngsta stigs nemendur bjuggu sjálf til alls kyns varning, s.s. lyklakippur, armbönd, glasamottur, tækifæriskort og smákökur sem selt var til styrktar ABC.

Margrét Blöndal, verkefnastjóri var á Bylgjunni í morgun ásamt Helga Árnasyni, skólastjóra Rimaskóla að segja frá Börn hjálpa börnum verkefninu. Hér er tengill á viðtalið.

http://www.visir.is/section/MEDIA98&fileid=CLP34588

 

Árlegt söfnunarátak ABC barnahjálpar, Börn hjálpa börnum, hefst formlega 20. mars næstkomandi og mun standa yfir til 19. apríl. Þetta er í 18. sinn sem þessi söfnun fer fram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ABC á Íslandi.

Forseti Íslands mun formlega hefja söfnunina á Bessastöðum föstudaginn 20. mars og munu 33 nemendur úr 5. bekk Fossvogsskóla verða viðstaddir. Forsetinn mun setja fyrstu framlögin í baukana sem börnin hafa með sér.

Átakið er unnið í samstarfi við grunnskóla landsins. Börnum er úthlutað götum í sínu skólahverfi þar sem þau ganga í hús tvö og tvö saman og safna í söfnunarbauka.

Í ár verður safnað fyrir öðrum áfanga byggingu skóla og heimavistar fyrir ABC starfið í Nairobi í Kenýa. Grunnur að fyrstu hæð var lagður eftir söfnunina Börn hjálpa börnum árið 2013 og var fyrsta hæðin byggð í fyrra fyrir söfnunarféð með stuðningi frá utanríkisráðuneytinu. Í ár verður safnað fyrir annarri hæð sömu skólabyggingar sömuleiðis með stuðningi frá utanríkisráðuneytinu.


Í fyrra var söfnunarfénu varið í að byggja heimavist fyrir fátækar stúlkur í Machike í Pakistan en rúmlega 8 milljónir króna söfnuðust þá.

Alls tóku 88 grunnskólar þátt í söfnuninni á síðasta ári og hafa nemendur ávallt staðið sig með stakri prýði og reynst mikilvægir sendiherrar starfsins.
Þeim sem vilja leggja söfnuninni lið er bent á söfnunarreikningsnúmer: 515-14-110000. Kt: 690688-1589

 

Hafa samband

ABC barnahjálp
Víkurhvarfi 2
203 Kópavogi

Opið 9 - 16 virka daga


Sími: 414 0990
Tölvupóstur:


Contact ABC Children's Aid International Hafa samband

Styðja barn