Styrkja starf ABC barnahjálpar
Kaupa gjafabréf með eigin kveðju
Minningargjöf með ABC korti
Finna og styrkja ABC barn
ABC barnahjálp er íslenskt hjálparstarf sem var stofnað árið 1988 með þann tilgang að veita nauðstöddum börnum varanlega hjálp og vera farvegur fyrir framlög gjafmildra Íslendinga. ABC starfar í 8 löndum Afríku og Asíu þar sem rekin eru heimili og skólar fyrir u.þ.b.11.000 fátæk börn og götubörn. Reikningsnúmer neyðarsjóðs er 344-26-1000 kt. 6906881589

Við viljum koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra fjölmörgu sem hlupu fyrir ABC barnahjálp og til allra sem hétu á þessa frábæru hlaupara. TAKK fyrir!!

Yfir ein milljón króna safnaðist í átaki sem Góðgerðarráð Verzlunarskóla Íslands setti í gang síðastliðinn vetur. Markmið átaksins var að safna fyrir húsgögnum og skólabókum fyrir skóla ABC barnahjálpar í Pakistan, en alls rekur ABC barnahjálp 13 skóla víðsvegar um landið. Söfnunarféð fór til kaupa á skólabekkjum og –borðum, krítartöflum, kennaraborðum, skólabókum o.fl.

Alls safnaði Góðgerðarráðið  1.164.278 kr fyrir starf ABC barnahjálpar í Pakistan en ýmsar skemmtilegar fjáröflunarhugmyndir voru nýttar til verksins. Má þar helst nefna vesturbæjaríssölu í skólanum, flöskusafnanir, bingó, fótboltaleik á milli Verzlinga og þekktra einstaklinga úr íslensku samfélagi og ekki síst Góðgerðarviku Verzló sem haldin var í mars síðastliðnum.

ABC barnahjálp vill koma á framfæri innilegu þakklæti fyrir stuðninginn.

Faisalabad School 30

Í Gerðaskóla í Garði er árlega haldin vorhátíð á uppstigningadag og er þá  ýmislegt til skemmtunar sem nemendur sjá um og hafa undirbúið. Fastur liður á dagskránni er að 6. bekkur safnar á tombólu og sér um alla framkvæmd á henni ásamt umsjónarkennara og er allur ágóðinn látinn renna til góðgerðarmála. Nemendur voru einróma sammála í ár um að gefa ABC barnahjálpinni ágóðann sem reyndist vera 41.400 kr og hefur það verið lagt inn á reikning abc. Mikil umræða fór fram í bekknum um aðstöðumun okkar og þeirra barna sem abc er aðstyrkja víða um lönd.

TAKK FYRIR KÆRU NEMENDUR 6. MG

Viðurkenning fyrir 6. mg í Gerðaskóla

 

 

Starfsmenn DHL vörðu sjálfboðaliðadegi sínum með ABC barnahjálp laugardaginn 24. maí s.l. Samstilltur hópur og afköstin eftir því.  Hér má sjá dugnaðarforka pakka súkkulaði í fallegan gjafabúning.  Við þökkum DHL fyrir ánægjulegan dag.

DHL - laugard. 24.05.14

Nú hefur verið talið upp úr öllum baukum barnanna sem tóku þátt í hinni  árlegu söfnun ABC barnahjálpar Börn hjálpa börnum.  Afrakstur söfnunarinnar var glæsilegur því alls söfnuðust  8.331.851 krónu.  

Söfnunarféð verður nú sent til Pakistan þar sem því  verður varið til að ljúka byggingu fyrstu hæðar  heimavistar fyrir skólastúlkur í heimavistarskóla ABC í Machike í Pakistan.  Í heimavistarskólanum stunda 547 fátæk börn í 1. – 10. bekk nám.

Það er ljóst að þessi fjársöfnun grunnskólabarnanna er ómetanleg fyrir starf ABC sem vill færa þeim skólastjórum, kennurum og öðrum sem greiddu götu fyrir söfnunina, nemendunum sem lögðu sig fram við að safna og þeim sem gáfu í baukana kærar þakkir fyrir þátttökuna og auðsýndan stuðning.

Meðfylgjandi eru myndir af þakklátum stúlkum við byggingarframkvæmdirnar.

DSC04499

DSC04520

Hafa samband

ABC barnahjálp
Síðumúla 29
108 Reykjavik

Opið 9 - 16 virka daga


Sími: 414 0990
Bréfsími: 414 0999
Tölvupóstur:


Contact ABC Children's Aid International Hafa samband

Styðja barn

Vinafélagar