Styrkja starf ABC barnahjálpar
Kaupa gjafabréf með eigin kveðju
Minningargjöf með ABC korti
Finna og styrkja ABC barn

Menntun er mikilvægasti hlekkurinn í að rjúfa vítahring fátæktar.
Tilgangur ABC barnahjálpar er að veita börnum varanlega hjálp í formi menntunar.
ABC barnahjálp er íslenskt hjálparstarf, stofnað árið 1988.

 Reikningsnúmer neyðarsjóðs er 344-26-1000 kt. 6906881589
Jólakort til styrktar

Tímaritið Lifandi vísindi styrkir ABC barnahjálp. Þeir bjóða nýjum áskrifendum fyrstu 3 tölublöðin fyrir Kr. 1.500 og rennur sú upphæð óskert til ABC Barnahjálp. Við erum mjög þakklát fyrir þeirra stuðning. http://visindi.is/

 

Með hjálp stuðningsaðila okkar er ABC barnahjálp að mennta þúsundir barna í Afríku og Asíu. Við sjáum hæfileikarík börn, sem enga möguleika höfðu, útskrifast og verða að vel menntuðu fólki sem getur séð vel um sig og sína og eru oftar en ekki fyrirmynd annarra. Þau eru læknar, kennarar, rafvirkjar, tískumódel, hagfræðingar, myndlistarmenn og frægir tónlistarmenn eins og Kevin okkar Bahati sem er ein skærasta tónlistarstjarna Kenýa í dag eða Eberle Catampongan sem er frægur listmálari á Filippseyjum.

Við viljum að börnin okkar fái hlutdeild í jólagleðinni. Í hverjum skóla verða jólin haldin hátíðleg. Börnin fá góðan mat og gjafir sem koma í góðar þarfir. Til að gera þetta mögulegt þurfum við aukið fjármagn og því höfum við sent valgreiðslukröfu að upphæð 3000 kr. í heimabankann þinn.

Við hvetjum þig til að sýna örlæti og gefa aukalega til starfs ABC barnahjálpar nú um jólin. Með sameiginlegu átaki getum við breytt miklu í lífi barnanna okkar.

Fyrir þá sem vilja leggja inn á jólagjafasjóðinn eða greiða aðra upphæð en er á valgreiðslukröfunni er reikningsnúmerið  537-26-6906 kt. 6906881589

ABC barnahjálp þakkar fyrir ómetanlegan stuðning á líðandi ári. Við erum stolt og þakklát fyrir það traust sem okkur er sýnt og þökkum Guði fyrir stuðningsaðila okkar. 

 

Okkur langar til kynna fyrir ykkur nokkrar sniðugar hugmyndir að jólagjöfum sem ABC barnahjálp býður upp á fyrir þessi jól og gera tvöfalt gagn.

Súkkulaðiöskjur – 36 innpakkaðar súkkulaðiskífur eru í öskjunni (það eru á þrjú lög í öskjunni með þremur tegundum af súkkulaði (rjómasúkkulaði , ABC súkkulaðirjómasúkkulaði með appelsínubragði og 56% súkkulaði (sjá mynd af öskju í viðhengi). Verð: 3000 kr

Súkkulaðiplötur 100 g. – 4 tegundir til; rjómasúkkulaði, konsum orange (45% með appelsínubragði), 56% og 70% súkkulaði. Verð: 500kr. 

Tvöföld pakkning – tvær súkkulaðiplötur saman, innpakkaðar í sellófon með slaufu (sjá mynd í viðhengi). Verð: 1200 kr.

Nánar...

ABC barnahjálp selur súkkulaði og jólakort til styktar starfinu. Hvort tveggja er mjög vinsælt fyrir jólin. Smellið á hlekkinn hér að neðan til að sjá myndir.

http://www.abcchildrensaid.org/is/index.php/studningur-vid-abc/voerur-til-styrktar/voerur-til-styrktar

 

Þessi flotti hópur útskrifaðist úr ABC skólanum eftir 7 vikna námskeið. Við óskum þeim innilega til hamingju og þökkum þeim ánægjulega samveru.

Bekkjarmynd - 9. bekkur haust 2014 minni

Hafa samband

ABC barnahjálp
Síðumúla 29
108 Reykjavik

Opið 9 - 16 virka daga


Sími: 414 0990
Bréfsími: 414 0999
Tölvupóstur:


Contact ABC Children's Aid International Hafa samband

Styðja barn

Vinafélagar