Styrkja starf ABC barnahjálpar
Kaupa gjafabréf með eigin kveðju
Minningargjöf með ABC korti
Finna og styrkja ABC barn

Menntun er mikilvægasti hlekkurinn í að rjúfa vítahring fátæktar.
Tilgangur ABC barnahjálpar er að veita börnum varanlega hjálp í formi menntunar.
ABC barnahjálp er íslenskt hjálparstarf, stofnað árið 1988.

 Reikningsnúmer neyðarsjóðs er 515-14-303000 kt. 6906881589

Þessar hressu og duglegu stelpur kíktu á Nytjamarkaðinn í gær og færðu okkur gjafir til styrktar starfinu. 

alt

Hólmfríður Sylvía, Helga Sunneva, Eydís Dúna, Katla Maren, Sunna Magný og Lilja eru nemendur í 5. bekk í Vatnsendaskóla og þær tóku sig til og söfnuðu níu pokum af fötum og nytjavörum fyrir okkur.

Við þökkum þeim kærlega fyrir. 

Guðrún Margrét Pálsdóttir hefur látið af störfum fyrir ABC barnahjálp og sagt af sér sem formaður ABC á Íslandi.  Guðrún Margrét tilkynnti starfsfólki ABC um ákvörðun sína eftir stjórnarfund ABC sl. þriðjudagskvöld. Páll Elfar Pálsson varastjórnarmaður var valinn nýr stjórnarformaður ABC barnahjálpar á Íslandi. 

Guðrún Margrét,  sem er einn af stofnendum ABC barnahjálpar, segir að með afsögn sinni vilji hún axla ábyrgð á þeirri stöðu sem upp kom í starfi samtakanna í Kenýa og væntir þess að ákvörðun hennar stuðli að því að varðveita trúverðugleika starfsins og treysta það í sessi til framtíðar.  

 

Yfirlýsing frá Guðrúnu Margréti:

Snemma í vor tilkynnti ég stjórn ABC barnahjálpar á Íslandi að ég hyggðist segja af mér formennsku í stjórninni og fara í framhaldsnám í þróunarfræðum í haust. Gengið var formlega frá stjórnarformannsskiptunum á stjórnarfundi sl. þriðjudag og var Páll Elfar Pálsson valinn nýr stjórnarformaður ABC barnahjálpar á Íslandi. Ég tilkynnti einnig stjórninni þá ákvörðun mína að hætta störfum fyrir samtökin, um sinn að minnsta kosti.  Þótt námið sé að hluta til ástæða þess að ég hverf nú frá störfum hjá ABC er aðal ástæða afsagnar minnar þó sú staða sem upp er komin í starfsemi samtakanna í Kenýa þar sem fyrrum framkvæmdastjóri ABC Kenýa reyndist hafa misfarið með það traust sem honum var sýnt. 

Sem formaður ABC barnahjálpar hefði ég átt að taka mark á þeim ábendingum sem sem ég fékk um störf framkvæmdastjórans í Kenýa og grípa fyrr í taumana.  Þess í stað studdi ég framkvæmdastjórann og lagði trúnað á þær útskýringar sem hann gaf. Í ljósi undangenginna atburða sé ég að það voru mikil mistök sem ég harma og biðst velvirðingar á. Eftir að framkvæmdastjóranum var sagt upp störfum hefur opinber eftirlitsstofnun í Kenýa hafið rannsókn á fjármálum og fleiri þáttum í starfsemi ABC í Kenýa og í kjölfarið var skólasvæðinu í Kariobangi lokað vegna heilbrigðisástæðna. Þótt tekist hafi að útvega nýja aðstöðu fyrir skólann og tryggja áframhaldandi skólastarf þá hefur þetta valdið erfiðleikum og skaða auk þess sem að stuðningur hefur minnkað við börnin sem er bæði áfall fyrir mig persónulega og starfið í heild, sem bitnar á börnunum.

Frá því ég var með í að stofna ABC barnahjálp ásamt góðu fólki fyrir 27 árum hef ég verið í fullu starfi fyrir samtökin, þar af í 23 ár sem sjálfboðaliði.  Hugsjón mín og ABC hefur alla tíð verið sú að gefa fátækum börnum tækifæri til menntunar, ólæsum kost á að verða læsir og að hjálpa götubörnum til nýs lífs með því að veita þeim heimili og menntun. Í dag get ég glaðst yfir því góða starfi sem unnið hefur verið á vegum ABC í þágu fátækra barna víða um heim í öll þessi ár. Þetta starf þarf að varðveita og treysta þannig að börnin sem ABC hefur tekið undir sinn verndarvæng haldi áfram að fá þann stuðning sem þeim er nauðsynlegur og að hægt verði að styrkja fleiri fátæk börn til betra lífs.

Ég er afar þakklát fyrir nýja stjórnarformanninn, stjórn, framkvæmdastjóra og starfsmenn ABC. Allt er þetta úrvalsfólk sem ég ber fullt traust til. Ég er einnig mjög þakklát fyrir samstarfið við Norrænu barnahjálpina þar sem ég sit áfram í stjórn við stefnumótun og mun fylgjast með hugsjóninni ná fram að ganga. Ósk mín er sú að ABC barnahjálp fái allan mögulegan stuðning og fólk láti mistök mín ekki aftra sér frá því að gerast stuðningsaðilar barna í gegnum ABC barnahjálp.

Með þakklæti fyrir allan stuðning við starf ABC á undangengnum árum.

Guðrún Margrét Pálsdóttir

ABC barnahjálp mun greiða fyrir meðferð nemanda sem er veikur í mænu og taugakerfi eftir slys. 

alt

 

Á myndinni er stúlkan sem meiddist og móðir hennar ásamt Þráni Skúlasyni, fulltrúa okkar í Kenýa , og Hellen, starfsmanni ABC. Móðir stúlkunnar er ekkja og á um sárt að binda fjárhagslega og það gleður okkur að geta veitt þessa aðstoð. 

 

 

 

 

 

 

Eins og við höfum áður sagt frá þá taka grunnskólabörn ABC skólans í Nairobi í Kenýa þátt í tónlistarhátíð á vegum stjórnvalda (Kenya Music Festivals). Sigurganga hópsins heldur áfram og urðu þau í fyrsta sæti í kórsöng, ljóðalestri á ensku og ljóðalestri á eigin tungumáli.

Landskeppnin fer svo fram þann 6.ágúst n.k. er ekki frá því að við höfum væntingar.

Skólastarf er hafið á nýjum stað í Kenýa. Star of Hope skólinn er staðsettur í Mathare hverfinu í Nairobi og er staðurinn einhverjum börnum kunnugur en þar voru þau til húsa áður en flutt var til Kariobangi. 

Eins og fram hefur komið ákvað opinber eftirlitsstofnun, NGO's co-ordination board, að loka skólasvæðinu í Kariobangi vegna heilbrigðisástæðna. 

Að sögn Ástríðar Júíusdóttur, starfsmanns ABC á Íslandi sem er á vettvangi, eru börnin hæstánægð með nýju vistarverurnar og líkja þessu við gleðilega heimkomu. 

alt

 

Hafa samband

ABC barnahjálp
Víkurhvarfi 2
203 Kópavogi

Opið 9 - 16 virka daga


Sími: 414 0990
Tölvupóstur:


Contact ABC Children's Aid International Hafa samband

Styðja barn