Styrkja starf ABC barnahjálpar
Kaupa gjafabréf með eigin kveðju
Minningargjöf með ABC korti
Finna og styrkja ABC barn

Menntun er mikilvægasti hlekkurinn í að rjúfa vítahring fátæktar.
Tilgangur ABC barnahjálpar er að veita börnum varanlega hjálp í formi menntunar.
ABC barnahjálp er íslenskt hjálparstarf, stofnað árið 1988.

 Reikningsnúmer neyðarsjóðs er 515-14-303000 kt. 6906881589

Viktor Andri Hermansson er 13 ára strákur sem ákvað að gefa ABC barnahjálp alla fermingarpeningana sína. Hann mætti í Nytjamarkaðinn ásamt föður sínum og gekk upp að afgreiðsluborðinu og afhenti 167.000 krónur til styrktar starfinu. 

alt

"Mig langaði að gera eitthvað gott" sagði Viktor Andri aðspurður um ástæðu örlætisins. Hann ákvað þetta í dag og fékk umsvifalaust samþykki foreldra sinna. "Ég held það sé ekki hægt að segja nei við þessu", sagði Viktor Andri og pabbi hans sagðist vera mjög stoltur af syni sínum. Upprunalega ætlaði Viktor að nota peninginn í að safna fyrir bíl. "Þegar ég verð nógu gamall mun ég vera kominn með vinnu og get keypt mér bílinn sjálfur", sagði hann. 

Við hjá ABC barnahjálp þökkum Viktori kærlega fyrir stuðninginn. 

 

Skólakrakkar lögðu hönd á plóg í söfnuninni Börn hjálpa börnum sem var standsett 20. mars síðastliðinn og lauk 19. apríl. 

Nemendur Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri tóku þátt og gengu í hús og söfnuðu fyrir öðrum áfanga byggingu skólar og heimavistar fyrir starfið í Kenýa. Þegar þau litu við á Kumbaravogi gerðu þau sér lítið fyrir og tóku lagið fyrir vistmenn.

alt

Sannarlega góðir sendiherrar á ferð þarna.  

 

Samúel Ingimarsson, stjórnarmaður ABC-barnahjálpar, og Ástríður Júlíusdóttir tóku tímabundið við framkvæmdastjórn hjálparstarfs samtakanna í Kenýa frá og með 8. maí 2015. Þau störfuðu um eins árs skeið á vegum ABC í Nairobi, frá 2012-2013, og eru afar vel kunnug starfseminni þar.

Stjórn ABC barnahjálpar samþykkti að fela Samúel og Ástríði að veita starfseminni í Kenýa forstöðu um sinn í kjölfar þess að Þórunn Helgadóttir lét af störfum sem forstöðumaður ABC þar í landi. Þórunn og eiginmaður hennar, Samuel Lusiru Gona, hafa starfað í þágu ABC í Kenýa frá haustinu 2006. Stjórn ABC færir þeim þakkir fyrir störf sín.

Framundan  á árinu 2015 er að byggja nýja hæð skólahúss sem ABC rekur í Nairobi. Til þess verkefnis renna fjármunir sem söfnuðust í árlega átakinu Börn hjálpa börnum.

 

ABC barnahjálp safnar fyrir bættri öryggisgæslu í skólunum sínum í Pakistan en stjórnvöld þar í landi hafa farið fram á hertar aðgerðir til að tryggja öryggi nemenda. Þessi krafa stjórnvalda kom í kjölfar árásar herskárra Talíbana á skóla í Peshawar í Pakistan þar sem 148 létu lífið þann 16. desember síðastliðinn. Allir skólar í Pakistan eru nú skyldaðir til að hafa vopnaða verði, tveggja og hálfs metra háan öryggisvegg í kringum skólann og sérhæfðan öryggisbúnað s.s. hliðskanna, málmleitartæki og öryggismyndavélar. Skólum sem fylgja ekki þessum öryggisráðstöfunum verður lokað. ABC barnahjálp hefur starfað í Pakistan síðan árið 2005 og rekur þar 12 skóla fyrir tæplega 3000 börn, þar af einn í Peshawar. Enn hefur ekki verið hægt að mæta öryggiskröfum stjórnvalda nema að hluta til þar sem ekki hefur verið til nægjanlegt fjármagn. Það sem upp á vantar er 2.2 milljónir kr. Þeir sem vilja hjálpa til við að tryggja öryggi skólabarnanna og halda skólunum opnum geta lagt framlög inn á reikning ABC fyrir Pakistan nr. 515-14-303000, kt. 690688-1589.

Framkvæmdastjóri ABC ásamt Ísabellu Sól Ingvarsdóttur úr Lundaskóla voru í viðtali hjá Hildu Jönu Gísladóttur í Föstudagsþætti á N4 s.l. föstudag.
Hér er hægt að horfa á viðtalið: http://www.n4.is/is/thaettir/file/abc-barnahjalp-born-fyrir-born

Hafa samband

ABC barnahjálp
Víkurhvarfi 2
203 Kópavogi

Opið 9 - 16 virka daga


Sími: 414 0990
Tölvupóstur:


Contact ABC Children's Aid International Hafa samband

Styðja barn