Styrkja starf ABC barnahjálpar
Kaupa gjafabréf með eigin kveðju
Minningargjöf með ABC korti
Finna og styrkja ABC barn

Menntun er mikilvægasti hlekkurinn í að rjúfa vítahring fátæktar.
Tilgangur ABC barnahjálpar er að veita börnum varanlega hjálp í formi menntunar.
ABC barnahjálp er íslenskt hjálparstarf, stofnað árið 1988.

 Reikningsnúmer neyðarsjóðs er 515-14-303000 kt. 6906881589

Framkvæmdastjóri ABC ásamt Ísabellu Sól Ingvarsdóttur úr Lundaskóla voru í viðtali hjá Hildu Jönu Gísladóttur í Föstudagsþætti á N4 s.l. föstudag.
Hér er hægt að horfa á viðtalið: http://www.n4.is/is/thaettir/file/abc-barnahjalp-born-fyrir-born

Árið 2014 var erfitt hjá Barnmissionen í Úkraínu en þrátt fyrir mikið mótlæti náðist mikill árangur í starfinu.

Stjórnvöld hafa gert starfsfólki erfitt fyrir. Neyðarsendingar hvaðanæva sátu stundum fastar í tolli í allt að 15 mánuði og nokkrar stofnanir hættu að senda þær. Þurfti því að heyja mikla baráttu við tollinn reglulega en allt skilaði sér að lokum í hús. Lífsskilyrðum fer hrakandi í landinu og tilraunir  stjórnvalda til að bæla niður friðsæl mótmæli þegna sinna, á stundum með herafli og beitingu vopna, hefur leitt til enn meiri glundroða. Stríðsástand ríkir í austurhluta landsins og Barnahjálpin tekur á móti flóttamönnum frá borgunum Donetsk og Luhansk reglulega.  Spilling er á háu stigi og engin breyting sjáanleg á því.

En starfsmenn Barnmissionen áorkuðu miklu á árinu.  Hugsað er um börn þeirra fjölskyldna sem eru á stríðssvæði og þeim séð fyrir fatnaði, mat og skólavist. Á árinu var yfir 235 tonnum af neyðarpökkum útdeilt fyrir þurfandi og tæplega 259.000 manns fengið beina hjálp með þessari aðstoð. Efnt hefur verið til fræðslu undir heitinu „Dagar félagslegs réttlætis“ í sextán afskekktum þorpum til að efla vitund fólks um ástand landsins, stuðla að samkennd meðal þeirra og hvetja fólk til að hjálpast að með lausnir á vandamálum þeirra.

Haldnar voru kristilegar sumarbúðir sem sameinuðu þúsundir barna í fræðslu, leik og störf og komu þar m.a. flóttamenn frá austurhluta landsins. Barnahjálpin stóð undir kostnaði á læknismeðferð 174 barna með alvarlega kvilla; þ.á.m. sum börn sem börðust fyrir lífi sínu strax frá fæðingu. Að lokum voru jólin haldin með tár í augunum í kjölfar margra fallinna fjölskyldumeðlima sem stóðu í stríði en yfir 5.500 jólapakkar bárust og glöddu mörg lítil hjörtu. 

ABC barnahjálp og Barnmissionen í Svíþjóð vinna náið saman. Úkraína er eitt stærsta verkefni Svíþjóðar. 

Það gleður okkur að tilkynna að stuðningsaðilum fjölgaði umtalsvert í mars mánuði síðastliðnum. Hver nýr stuðningsaðili þýðir framtíð fyrir barn sem þá getur haft eitthvað að segja um lífið sem það á framundan. 

alt

 

Við þökkum kærlega stuðninginn.

Nemendur Vatnsendaskóla voru með góðgerðarviku dagana 16. til 20. mars og söfnuðu pening fyrir ABC barnahjálp, Rauða Krossinn, Samhjálp og Unicef. Alls söfnuðu nemendurnir rúmlega 65.000 kr. fyrir ABC og afhentu peningana í samkomusal í skólanum í dag. 

                                 alt                    alt

Haldin var tombóla í skólanum og bjuggu yngsta stigs nemendur til alls kyns varning, s.s. lyklakippur, armbönd, glasamottur, tækifæriskort og smákökur og seldu til styrktar ABC. Einnig fjölmenntu krakkarnir á Nytjamarkaðinn í Víkurhvarfi þá vikuna og gáfu alls kyns varning. 

Fulltrúar allra samtakanna voru á staðnum og tóku á móti framlögum nemenda. Þetta var svo sannarlega gott og verðugt framtak hjá nemendum Vatnsendaskóla og við þökkum þeim kærlega fyrir. 

 

 

Hópur nýútskrifaðra ABC liða var að koma heim úr þriggja vikna vettvangsferð til Kenýa.

 Hópurinn var mjög duglegur í að vekja athygli á bágri stöðu barnanna sem þau heimsóttu í fátækrahverfunum og öfluðu mörgum þeirra stuðningsaðila. Sögur barnanna eru flestar með ólíkindum og ótrúlegt hvað þau hafa þurft að upplifa.Mikið um von þegar hvítingjar birtast á svæðið og hópur ABC liðanna lagði sitt af mörkum til að láta gott af sér leiða. Þeir sendu mikið af facebook færslum með upplýsingum um hagi barnanna og það skilaði sér í fjöldamörgum stuðningsaðilum og nú eiga mörg þeirra betri framtíð í vændum. 

 

Hópurinn frétti af 16 stúlkum sem biðu í felum eftir að komast inn á heimavistina í Loitoktok þar sem verið er að byggja aðra hæð fyrir skólann sem ABC starfrækir í Nairobi. Þær áttu í hættu með að verða umskornar og seldar í hjónaband með eldri mönnum ef þær kæmust ekki á heimavistina. Lagt var af stað með söfnun fyrir kojum og voru viðbrögðin góð. Allar stúlkurnar komust inn á heimavistina.

alt

Þegar ABC liðar hafa farið í vettvangsferð hefur alltaf verið vel tekið á móti þeim. Krakkarnir í heimavistinni eru með eindæmum brosmild, kát og þakklát tækifærinu á að geta skapað sér sína eigin framtíð. Það er mikil og hörð samkeppni um framhaldsnám og leggja börnin mikið á sig til að ná árangri.

Einn nemandi skólans, Elvis Okello Mogunde, hefur verið í skólanum síðan árið 2008. Hann fór á götuna 7 ára gamall og var þar til 12 ára aldurs. Þegar hann fékk tækifæri í ABC skólanum greip hann það og hefur lagt sig allan fram við að ná árangri. Hann langar að læra rafvirkjun og fara síðan í rafmagnstækni eða verkfræði. Hann vaknar oft klukkan 2 á morgnana til að læra. Auk þess er hann forseti nemandaráðs og er duglegur við hjálpa yngri börnunum við námið.

 

Þetta er bara eitt dæmi, einn nemandi og ein saga af barni sem grípur tækifærið sitt og leggur sig allan fram við að skapa sér framtíð. Það er fullt af svona sögum í skólanum og nú hafa ABC liðarnir séð til þess að fjöldamörg önnur börn hafi sama tækifæri og Elvis. 

Hafa samband

ABC barnahjálp
Víkurhvarfi 2
203 Kópavogi

Opið 9 - 16 virka daga


Sími: 414 0990
Tölvupóstur:


Contact ABC Children's Aid International Hafa samband

Styðja barn