Styrkja starf ABC barnahjálpar
Kaupa gjafabréf með eigin kveðju
Minningargjöf með ABC korti
Finna og styrkja ABC barn

Menntun er mikilvægasti hlekkurinn í að rjúfa vítahring fátæktar.
Tilgangur ABC barnahjálpar er að veita börnum varanlega hjálp í formi menntunar.
ABC barnahjálp er íslenskt hjálparstarf, stofnað árið 1988.

 Reikningsnúmer neyðarsjóðs er 515-14-303000 kt. 6906881589

Nemendur okkar í ABC skólanum í Star of Hope í Kenýa eru hreint út sagt frábærir. Þeir tróðu upp í höfuðstöðvum Seðlabankans þar í landi og heilluðu áhorfendur með ljóðalestri og söng. Tilefnið var 50 ára afmæli stofnunarinnar. 

alt   alt alt

Með á myndunum er seðlabankastjórinn Dr. Patrick Njoroge. 

Falleg súkkulaðiaskja til styrktar starfinu. Gómsætt súkkulaði sem hentar vel fyrir nammigrísinn í okkur öllum og einnig góð jólagjöf. Askjan er áferðarfalleg og hvert súkkulaðistykki er prýtt með myndum af stuðningsbörnum okkar. Hún inniheldur þrenns konar súkkulaði frá Nóa Síríus; rjóma, rjóma með appelsínubragði og 70% súkkulaði. Askjan kostar 2.000 krónur og fæst á Nytjamarkaðnum í Víkurhvarfi 2. 

 

ABC súkkulaðið er til með rjómasúkkulaðibragði.  Verð er 500 krónur stykkið og 1.200 krónur í gjafapakkningu.                         Við viljum láta vita að "Mitt ABC" er ekki virkt eins og er. 

Vinsamlegast sendið póst á  ef óskað er eftir upplýsingum. 

alt

Verið er að vinna að vandamálinu og við vonum að það leysist sem fyrst. 

Við biðjumst velvirðingar á þessum óþægindum.

Útvarpsstöðin Lindin var með ABC dag 10. nóvember og var öll dagskráin helguð starfseminni hjá okkur. Starfsmenn skrifstofunnar mættu í spjall og fleiri velunnarar gáfu sér tíma og ræddu um mikilvægi starfsins. Margir hlustendur hringdu inn og gáfu fé til styrktar verkefni í Kenýa en verið er að safna fyrir borholu í nánd við einn skóla á okkar vegum. Alls söfnuðust 290.000,- og við erum afar þakklát fyrir stuðninginn. 

Við rekum lítinn skóla í þorpinu Imbaruitin á svæði sem kallast Namelok við rætur Kilimanjaro í Kenýa. Þar stunda 390 nemendur nám og þar er rekin heimavist fyrir 94 nemendur. Allir nemendurnir koma frá fátækum fjölskyldum af ættbálki Masaia. Til  þess að hægt sé að rækta grænmeti fyrir skólann og spara matarkostnað þarf að bora fyrir vatni. Heildarkostnaðurinn er um 2.6 milljónir króna. Sjálf vinnan er ekki dýr en helsti kostnaðurinn felst í tækjabúnaði og flutningi á milli staða en þorpið er frekar afskekkt. 

Þeir sem vilja leggja okkur lið í þessu verkefni er bent á neyðarsjóðsreikning okkar; 515-14-303000 kt: 690688-1589 og skrifa "borhola". 

 

ABC barnahjálp og Barnmissionen í Svíþjóð starfa náið saman en samtökin eiga sögu sem nær aftur um aldarfjórðung. Þau Anders Olsson, Annika Larsson og Nadja Osmolovskaya komu í heimsókn til ABC og vörðu þremur dögum í að kynnast starfsfólki okkar og starfseminni enn betur. 

Anders er yfirumsjónarmaður fjáraflana, Annika sér um framlög til samtakanna og Nadja er fjármálastjóri. Þau voru hæstánægð með heimsóknina og voru sérstaklega hrifin af Bláa Lóninu. Þau féllu einnig fyrir Nytjamarkaðnum okkar og stóðust ekki freistinguna að festa kaup á nokkrum hlutum. 

Barnmissionen deilir sömu sýn og ABC en hefur breiðara starfssvið og mikla reynslu í neyðarhjálp á hamfarasvæðum. Með nánara samstarfi eru samtökin færari um að hjálpa enn fleiri börnum og fjölskyldum til betra lífs. 

Hafa samband

ABC barnahjálp
Víkurhvarfi 2
203 Kópavogi

Opið 9 - 16 virka daga


Sími: 414 0990
Tölvupóstur:


Contact ABC Children's Aid International Hafa samband