Styrkja starf ABC barnahjálpar
Kaupa gjafabréf með eigin kveðju
Minningargjöf með ABC korti
Finna og styrkja ABC barn
ABC barnahjálp er íslenskt hjálparstarf sem var stofnað árið 1988 með þann tilgang að veita nauðstöddum börnum varanlega hjálp og vera farvegur fyrir framlög gjafmildra Íslendinga. ABC starfar í 8 löndum Afríku og Asíu þar sem rekin eru heimili og skólar fyrir u.þ.b.11.000 fátæk börn og götubörn. Reikningsnúmer neyðarsjóðs er 344-26-1000 kt. 6906881589 Vörur til styrktar

Hlauparar í Reykjavíkur maraþoninu söfnuðu samtals 236.078 kr. fyrir ABC barnahjálp. Við erum afar þakklát þeim fyrir þennan mikilvæga stuðning en þessi upphæð nægir til þess að gefa 6 börnum skólagöngu, heilsugæslu og skólamáltíðir í heilt ár.

uganda 74

Unglingsstúlkur í fátækustu löndum heims eru í brennidepli í vitundarvakningu frjálsra félagasamtaka í alþjóðastarfi og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands sem að þessu sinni kallast Sterkar stelpur – sterk samfélög. Kynningarvikan stendur yfir alla þessa viku 6. – 11. október.

Nánar...

Í dag er ABC dagurinn á útvarpsstöðinni Lindinni FM102.9
Safnað verður fyrir lestrarnámskeiði fyrir konur í Burkina Faso og stuðningi við menntun barna. Markmið með deginum er að 100 konur komist á lestrarkennslunámskeið. Námskeiðið er 2 kennslustundir á dag, 6 daga vikunnar í 3 mánuði, samtals 160 kennslustundir. Innifalið í námskeiðinu er auk kennslunnar 80 máltíðir og kennslugögn. Konurnar læra að lesa, skrifa og reikna. Námskeiðið nýtist allt lífið og gagnast einnig afkomendunum.

Nánar...

Henry er 13 ára og gengur í ABC skólann í Úganda. Hann á íslenska stuðningsfjölskyldu sem borgar skólagjöldin hans, heilsugæslu og eina máltíð á dag. Hann er einn duglegasti drengurinn í skólanum okkar og fær hæstu einkunnir í öllum fögum, aldrei undir 8. Hann dreymir um að verða læknir. 


Þegar maður horfir á allar þær áskorarirnar sem Henry þarf að takast á við í sínu daglega lífi er erfitt að ímynda sé að hann eigi sér yfir höfuð draum.

Mamma hans lést úr of háum blóðþrýstingi árið 2000, stuttu eftir að Henry fæddist. Pabbi hans dó í bílsslysi árið 2003. Henry býr hjá frænku sinni sem á sjálf sjö börn og er forráðamaður sex barna í viðbót. Frænkan sem er 42ja ára er ekkja því maðurinn hennar dó í bílsslysi árið 2010. Auk þess að sjá fyrir 13 börnum, sér hún líka um fatlaða systur sína, aldraða móður sína og krabbameinssjúka systur sem búa í þorpinu þeirra . Hún vinnur í brugghúsi og hefur sem samsvarar 7800 kr. Í laun á mánuði. Með þessum tekjum þarf hún að sjá fjölskyldunni farborða, borga leigu, kaupa lyf, ofl.ofl. 
Í Úganda fær fólk engar bætur frá stjórnvöldum og þarf að berjast sjálft eins og best það getur.

Nánar...

Við viljum koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra fjölmörgu sem hlupu fyrir ABC barnahjálp og til allra sem hétu á þessa frábæru hlaupara. TAKK fyrir!!

Hafa samband

ABC barnahjálp
Síðumúla 29
108 Reykjavik

Opið 9 - 16 virka daga


Sími: 414 0990
Bréfsími: 414 0999
Tölvupóstur:


Contact ABC Children's Aid International Hafa samband

Styðja barn

Vinafélagar