Styrkja starf ABC barnahjálpar
Kaupa gjafabréf með eigin kveðju
Minningargjöf með ABC korti
Finna og styrkja ABC barn

Menntun er mikilvægasti hlekkurinn í að rjúfa vítahring fátæktar.
Tilgangur ABC barnahjálpar er að veita börnum varanlega hjálp í formi menntunar.
ABC barnahjálp er íslenskt hjálparstarf, stofnað árið 1988.

 Reikningsnúmer neyðarsjóðs er 515-14-303000 kt. 6906881589

Skrifstofa ABC barnahjálpar, Víkurhvarfi 2 er lokuð frá 20.júlí til 4.ágúst.

Nytjamarkaðurinn er að sjálfsögðu opinn eins og venjulega frá kl. 12-18 virka daga og 12-16 á laugardögum. Síminn þar er: 520 5500

 

Eins og við höfum áður sagt frá þá taka grunnskólabörn ABC skólans í Nairobi í Kenýa þátt í tónlistarhátíð á vegum stjórnvalda (Kenya Music Festivals). Sigurganga hópsins heldur áfram og urðu þau í fyrsta sæti í kórsöng, ljóðalestri á ensku og ljóðalestri á eigin tungumáli.

Landskeppnin fer svo fram þann 6.ágúst n.k. er ekki frá því að við höfum væntingar.

Skólastarf er hafið á nýjum stað í Kenýa. Star of Hope skólinn er staðsettur í Mathare hverfinu í Nairobi og er staðurinn einhverjum börnum kunnugur en þar voru þau til húsa áður en flutt var til Kariobangi. 

Eins og fram hefur komið ákvað opinber eftirlitsstofnun, NGO's co-ordination board, að loka skólasvæðinu í Kariobangi vegna heilbrigðisástæðna. 

Að sögn Ástríðar Júíusdóttur, starfsmanns ABC á Íslandi sem er á vettvangi, eru börnin hæstánægð með nýju vistarverurnar og líkja þessu við gleðilega heimkomu. 

alt

 

Við viljum upplýsa stuðningsaðila og aðra um stöðu mála í skólanum sem ABC rekur í Kariobangi í Nairobi. Hafin er opinber athugun í Kenýa á fjármálahlið starfsemi ABC þar undanfarin ár. ABC á Íslandi greiðir fyrir úttektinni á allan hátt. Vonast er til þess að unnt verði að hefja skólastarf á nýjum stað í næstu viku í framhaldi af því að núverandi skólasvæði var lokað af heilbrigðisástæðum. 

Opinber eftirlitsstofnun með starfi hjálparsamtaka og sjálfseignarstofnana í Kenýa, NGO's co-ordination board, hefur hafið rannsókn á fjármálum og fleiri þáttum í starfsemi ABC í Kenýa undanfarin ár. Þetta gerist í kjölfar þess að fyrrum framkvæmdarstjóra ABC Kenýa var sagt upp störfum.

alt

Starfsmenn NGO-board komu í gær í skólann í Kariobangi til að ræða málin og safna upplýsingum og gögnum. ABC á Íslandi veitir að sjálfsögðu alla þá aðstoð og upplýsingar sem NGO board óskar eftir til að greiða fyrir og flýta úttekt starfseminnar. 

Þá könnuðu fulltrúar NGO-board skólahúsnæðið og skólalóðina og komust að þeirri niðurstöðu að hreinlætisaðstöðu væri mjög ábótavant. NGO-board lokaði svæðinu þegar í stað og ABC skyggnist um eftir öðru húsnæði fyrir starfsemi skólans. 

Nemendur skólans eru nú í vikufríi. Dagskólanemar dvelja hjá foreldrum sínum en heimavistarbörn hjá ættingjum eða vinum. Vonast er til þess að skólanum verði fundinn nýr staður áður en fríinu lýkur í næstu viku. 

 

Hagsmunir barnanna ganga fyrir öllu öðru. Starf ABC í Kenía er og hefur verið ómetanlegt og tryggja verður óslitið framhald þess. Nauðsynlegt er að fá hlutlausa úttekt á atburðum innan ABC í Kenía og hvort stuðningur frá Íslandi skili sér á rétta staði, fjármunir frá bæði stuðningsaðilum og ríkinu. Þannig má í fáum orðum lýsa því sem ítrekað kom fram í gær í máli gesta á kynningarfundi ABC á Íslandi um starfsemi samtakanna í Kenía.

alt

Samkomuna á Grandhóteli sóttu yfir 90 manns, sem hlýtur að teljast góð fundarsókn í blíðviðri að sumarlagi!

Kynningarfundurinn var sérstakur að því leyti að í seinni hluta hans var tengt beint við myndver í Kenía. Þar voru þá staddir kennarar og nemendur í  skóla, sem ABC á Íslandi rekur í Nairobi, ásamt Samúel Ingimarssyni, stjórnarmanni ABC á Íslandi og Ástríði Júlíusdóttir, sem hafa verið fulltrúar ABC á Íslandi í Kenía frá því í maí sl.

Nánar...

Hafa samband

ABC barnahjálp
Víkurhvarfi 2
203 Kópavogi

Opið 9 - 16 virka daga


Sími: 414 0990
Tölvupóstur:


Contact ABC Children's Aid International Hafa samband

Styðja barn