Styrkja starf ABC barnahjálpar
Kaupa gjafabréf með eigin kveðju
Minningargjöf með ABC korti
Finna og styrkja ABC barn

Menntun er mikilvægasti hlekkurinn í að rjúfa vítahring fátæktar.
Tilgangur ABC barnahjálpar er að veita börnum varanlega hjálp í formi menntunar.
ABC barnahjálp er íslenskt hjálparstarf, stofnað árið 1988.

 Reikningsnúmer neyðarsjóðs er 344-26-1000 kt. 6906881589
Jólakort til styrktar
Okkur langar til kynna fyrir ykkur nokkrar sniðugar hugmyndir að jólagjöfum sem ABC barnahjálp býður upp á fyrir þessi jól og gera tvöfalt gagn.

Súkkulaðiöskjur – 36 innpakkaðar súkkulaðiskífur eru í öskjunni (það eru á þrjú lög í öskjunni með þremur tegundum af súkkulaði (rjómasúkkulaði , ABC súkkulaðirjómasúkkulaði með appelsínubragði og 56% súkkulaði (sjá mynd af öskju í viðhengi). Verð: 3000 kr

Súkkulaðiplötur 100 g. – 4 tegundir til; rjómasúkkulaði, konsum orange (45% með appelsínubragði), 56% og 70% súkkulaði. Verð: 500kr. 

Tvöföld pakkning – tvær súkkulaðiplötur saman, innpakkaðar í sellófon með slaufu (sjá mynd í viðhengi). Verð: 1200 kr.

Nánar...

ABC barnahjálp selur súkkulaði og jólakort til styktar starfinu. Hvort tveggja er mjög vinsælt fyrir jólin. Smellið á hlekkinn hér að neðan til að sjá myndir.

http://www.abcchildrensaid.org/is/index.php/studningur-vid-abc/voerur-til-styrktar/voerur-til-styrktar

 

Þessi flotti hópur útskrifaðist úr ABC skólanum eftir 7 vikna námskeið. Við óskum þeim innilega til hamingju og þökkum þeim ánægjulega samveru.

Bekkjarmynd - 9. bekkur haust 2014 minni

Á morgun, laugardag, heldur Guðrún Margrét Pálsdóttir stofnandi ABC barnahjálpar fyrirlestur á alþjóðlegu leiðtogaráðstefnunni GLS, sem fram fer í Neskirkju. Fyrirlesturinn heitir "Að leiða og vera leiddur".
https://www.facebook.com/glsisland?fref=ts

abcEgill Eðvarðsson hefur sent frá sér myndskreytta vísnabók fyrir börn: Ekki á vísan að róa. Bókin hefur að geyma vísur sem hann sendi ungum börnum sínum, sem á sínum tíma bjuggu fjarri honum. Myndirnar vann Egill á iPad. Hann segist vilja gefa af sér og gleðja börnin.

Egill Eðvarðsson er þekktastur fyrir kvikmyndagerð og upptökustjórn sjónvarpsþátta en hann hefur meðfram þeim störfum sinnt myndlist. Myndirnar í bókinni hefur Egill unnið meira, stækkað upp, prentað og málað í þær, og ætlar að selja innrammaðar á vægu verði til styrktar ABC-barnahjálpinni og starfi þeirra á Indlandi. Raunar voru myndirnar fyrir bókina unnar þar í landi. Þannig lokast hringurinn.

Þessi texti er tekinn af vef RÚV.
Hér er hægt að hlusta á viðtal við Egil í Morgunútgáfunni í morgun :http://www.ruv.is/barnaefni/ekki-a-visan-ad-roa

 

Hafa samband

ABC barnahjálp
Síðumúla 29
108 Reykjavik

Opið 9 - 16 virka daga


Sími: 414 0990
Bréfsími: 414 0999
Tölvupóstur:


Contact ABC Children's Aid International Hafa samband

Styðja barn

Vinafélagar