Styrkja starf ABC barnahjálpar
Kaupa gjafabréf með eigin kveðju
Minningargjöf með ABC korti
Finna og styrkja ABC barn
ABC barnahjálp er íslenskt hjálparstarf sem var stofnað árið 1988 með þann tilgang að veita nauðstöddum börnum varanlega hjálp og vera farvegur fyrir framlög gjafmildra Íslendinga. ABC starfar í 8 löndum Afríku og Asíu þar sem rekin eru heimili og skólar fyrir u.þ.b.11.000 fátæk börn og götubörn. Reikningsnúmer neyðarsjóðs er 344-26-1000 kt. 6906881589

Henry er 13 ára og gengur í ABC skólann í Úganda. Hann á íslenska stuðningsfjölskyldu sem borgar skólagjöldin hans, heilsugæslu og eina máltíð á dag. Hann er einn duglegasti drengurinn í skólanum okkar og fær hæstu einkunnir í öllum fögum, aldrei undir 8. Hann dreymir um að verða læknir. 


Þegar maður horfir á allar þær áskorarirnar sem Henry þarf að takast á við í sínu daglega lífi er erfitt að ímynda sé að hann eigi sér yfir höfuð draum.

Mamma hans lést úr of háum blóðþrýstingi árið 2000, stuttu eftir að Henry fæddist. Pabbi hans dó í bílsslysi árið 2003. Henry býr hjá frænku sinni sem á sjálf sjö börn og er forráðamaður sex barna í viðbót. Frænkan sem er 42ja ára er ekkja því maðurinn hennar dó í bílsslysi árið 2010. Auk þess að sjá fyrir 13 börnum, sér hún líka um fatlaða systur sína, aldraða móður sína og krabbameinssjúka systur sem búa í þorpinu þeirra . Hún vinnur í brugghúsi og hefur sem samsvarar 7800 kr. Í laun á mánuði. Með þessum tekjum þarf hún að sjá fjölskyldunni farborða, borga leigu, kaupa lyf, ofl.ofl. 
Í Úganda fær fólk engar bætur frá stjórnvöldum og þarf að berjast sjálft eins og best það getur.Þessi stóra fjölskylda býr í einu herbergi. Þau eiga eina dýnu þar sem öll börnin sofa, eina ábreiðu sem var jólagjöf frá stuðningsaðila ABC fyrir 8 árum síðan og eitt rúm þar sem frænkan, fatlaða systirin og eldri stúlkurnar sofa. Þau þurfa að sækja allt drykkjarvatn í eins og hálfs km. fjarlægð svo allir þurfa að hjálpast að við burðinn. 
Henry byrjaði að vinna með skóla við að selja maís þegar hann var 5 ára gamall en þegar hann var 10 ára fór hann að vinna sem handlangari á byggingarsvæðunum því það var betur borgað. Því miður lenti hann í mótorhjólaslysi fyrir nokkru síðan og hefur glímt við verki í hálsi og handlegg svo hann á erfitt með að vinna mikla erfiðisvinnu.


Þetta er hræðilega sorgleg saga og við vissum ekki hve erfiðar heimilisaðstæður Henrys væru fyrr en hjúkrunarfræðingur frá ABC fór í heimsókn heim til hans fyrir nokkru síðan. Það er ótrúlegt að þessi ungi drengur, sem hefur gengið í gegnum alla þessa erfiðleika, skuli hafa svona mikinn metnað í skólanum og hræðilegt að hugsa til þess að hann muni kannsi þurfa að hætta námi sökum fátæktar. Eins og fram kom í upphafi þráir hann að verða læknir svo hann geti hjálpað öðrum börnum í erfiðleikum. 

Okkur langar svo til þess að hjálpa fjölskyldu Henrys. Ef einhver finnur það hjá sér að leggja nokkar krónur í púkk til að fjölskyldan geti eignast örlítið meiri lífgæði, geta lagt inn á söfnunarreikninginn 0344-13-044004 kt. 6906881589 og sent kvittun á merkta “Henry”.

 

 

Einnig bendum við á öll hin börnin eiga enga stuðningsfjölskyldu    http://www.abcchildrensaid.org/is/index.php/studningur-vid-abc/stydja-starfid/stydja-barn

 

 

 

 

 

 

Við viljum koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra fjölmörgu sem hlupu fyrir ABC barnahjálp og til allra sem hétu á þessa frábæru hlaupara. TAKK fyrir!!

Yfir ein milljón króna safnaðist í átaki sem Góðgerðarráð Verzlunarskóla Íslands setti í gang síðastliðinn vetur. Markmið átaksins var að safna fyrir húsgögnum og skólabókum fyrir skóla ABC barnahjálpar í Pakistan, en alls rekur ABC barnahjálp 13 skóla víðsvegar um landið. Söfnunarféð fór til kaupa á skólabekkjum og –borðum, krítartöflum, kennaraborðum, skólabókum o.fl.

Alls safnaði Góðgerðarráðið  1.164.278 kr fyrir starf ABC barnahjálpar í Pakistan en ýmsar skemmtilegar fjáröflunarhugmyndir voru nýttar til verksins. Má þar helst nefna vesturbæjaríssölu í skólanum, flöskusafnanir, bingó, fótboltaleik á milli Verzlinga og þekktra einstaklinga úr íslensku samfélagi og ekki síst Góðgerðarviku Verzló sem haldin var í mars síðastliðnum.

ABC barnahjálp vill koma á framfæri innilegu þakklæti fyrir stuðninginn.

Faisalabad School 30

Í Gerðaskóla í Garði er árlega haldin vorhátíð á uppstigningadag og er þá  ýmislegt til skemmtunar sem nemendur sjá um og hafa undirbúið. Fastur liður á dagskránni er að 6. bekkur safnar á tombólu og sér um alla framkvæmd á henni ásamt umsjónarkennara og er allur ágóðinn látinn renna til góðgerðarmála. Nemendur voru einróma sammála í ár um að gefa ABC barnahjálpinni ágóðann sem reyndist vera 41.400 kr og hefur það verið lagt inn á reikning abc. Mikil umræða fór fram í bekknum um aðstöðumun okkar og þeirra barna sem abc er aðstyrkja víða um lönd.

TAKK FYRIR KÆRU NEMENDUR 6. MG

Viðurkenning fyrir 6. mg í Gerðaskóla

 

 

Starfsmenn DHL vörðu sjálfboðaliðadegi sínum með ABC barnahjálp laugardaginn 24. maí s.l. Samstilltur hópur og afköstin eftir því.  Hér má sjá dugnaðarforka pakka súkkulaði í fallegan gjafabúning.  Við þökkum DHL fyrir ánægjulegan dag.

DHL - laugard. 24.05.14

Hafa samband

ABC barnahjálp
Síðumúla 29
108 Reykjavik

Opið 9 - 16 virka daga


Sími: 414 0990
Bréfsími: 414 0999
Tölvupóstur:


Contact ABC Children's Aid International Hafa samband

Styðja barn

Vinafélagar