Styrkja starf ABC barnahjálpar
Kaupa gjafabréf með eigin kveðju
Minningargjöf með ABC korti
Finna og styrkja ABC barn

Menntun er mikilvægasti hlekkurinn í að rjúfa vítahring fátæktar.
Tilgangur ABC barnahjálpar er að veita börnum varanlega hjálp í formi menntunar.
ABC barnahjálp er íslenskt hjálparstarf, stofnað árið 1988.

 Reikningsnúmer neyðarsjóðs er 515-14-303000 kt. 6906881589

Við hjá ABC barnahjálp viljum nýta tækifærið nú í lok árs til að þakka kærlega fyrir ykkar stuðning. Þegar horft er til baka fyllumst við þakklæti og sjáum þann kærleika sem íslendingar hafa gefið af sér til að hjálpa börnum í neyð. Við þökkum fyrir árið sem er að líða og förum með tilhlökkun inn í árið 2018 þar sem við munum halda áfram okkar starfi með ykkar hjálp og einnig fagna 30 ára afmæli ABC barnahjálpar.

Gleðilegt nýtt ár.

alt

Nemendur ABC skólanna leggja sig mikið fram í námi árið um kring til að bæta framtíðarmöguleika sína en þau fá verðskuldað jólafrí og njóta sín vel.

Þökk sé örlæti styrktarforeldra sem greiða í jólagjafasjóð gefst okkur hjá ABC tækifæri til að gera börnunum dagamun í tilefni hátíðar ljóss og friðar.

Namelok:

Á sléttunum í Kenýa er ABC skólinn í Namelok og þar er allt í miklum uppgangi og árið 2017 var mjög viðburðarríkt. Hæst ber að nefna byggingu nýrra skólastofa og heimavista.

Hér má sjá heimamenn undirbúa jólahátíð fyrir nemendur á svæðinu.

altaltaltalt

Star of Hope:

ABC á góðan velunnara í Go Near Ministries samökunum en með þeirra aðstoð var hægt að bjóða nemendum í heimavist upp á gleðilegan dag. Hefðbundin jólahátíð var haldin á aðfanga- og jóladag en á annan í jólum var þeim nemendum sem eiga í engin hús að vernda yfir hátíðarnar boðið upp á viðburðarríkan dag sem fól í sér matarveislu á KFC, heimsókn í skemmtigarð og fleira.

altaltalt

Filippseyjar:

Nemendur í gagnfræðiskóla á Filippseyjum héldu mikla jólaveislu og gleðin skein úr augum þeirra. Í veislunni fengu þeir jólagjafir sínar þökk sé styrktarforeldrum ABC.

altaltalt

Við þökkum kærlega fyrir okkur og óskum öllum styrktarforeldrum og velunnurum gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári.

Við hjá ABC barnahjálp óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Við þökkum samfylgdina og stuðninginn á liðnu ári og biðjum Guð að blessa ykkur.

alt

Hér má sjá börn í skóla á Filippseyjum fá afhentar jólagjafir frá stuðningsaðilum okkar. Voru þau afskaplega þakklát og glöð eins og sjá má á þessum myndum sem við fengum af þeim. Við hjá ABC viljum þakka stuðningsaðilum okkar kærlega fyrir örlæti sitt nú þegar jólahátíðin gengur í garð.

alt alt alt alt alt alt alt alt alt

Börnin okkar í Star of Hope skólanum í Naíróbí hafa upplifað mikla gleði nú á Jólahátíðinni. Næg dagskrá hefur verið í boði fyrir börnin, sund, bíó, góður matur, listatími og fleira og fleira. Hér eru nokkrar myndir frá síðustu dögum og eru börnin þakklát ABC Barnahjálp og Barnmissionen fyrir að gera þeim kleift að eiga eftirminnilega hátíð. Börnin finna fyrir þeim kærleika sem kemur frá stuðningsaðilunum. Takk fyrir!

alt alt alt alt

Hafa samband

ABC barnahjálp
Víkurhvarfi 2
203 Kópavogi

Opið 9 - 16 virka daga


Sími: 414 0990
Tölvupóstur: