Styrkja starf ABC barnahjálpar
Kaupa gjafabréf með eigin kveðju
Minningargjöf með ABC korti
Finna og styrkja ABC barn

Menntun er mikilvægasti hlekkurinn í að rjúfa vítahring fátæktar.
Tilgangur ABC barnahjálpar er að veita börnum varanlega hjálp í formi menntunar.
ABC barnahjálp er íslenskt hjálparstarf, stofnað árið 1988.

 Reikningsnúmer neyðarsjóðs er 515-14-303000 kt. 6906881589

Dossi Hyacinthe Wilfried er nemandi í ABC skólanum í Bobo í Búrkína Fasó. Hann nýtur þeirrar sérstöðu að vera fyrsti nemandinn sem fékk úthlutað plássi í skólanum.

Hinrik Þorsteinsson og Guðný Jónasdóttir, kölluð Gullý, eru forstöðumenn skólans. Þau voru beðin um að vera fulltrúar starfs ABC í landinu og héldu út árið 2007. Fyrirtækið Atorka Group gaf ABC peninga til uppbyggingar skólastarfs þar og notast var við gamalt skólahúsnæði. Hinrik og Gullý nutu mikillar aðstoðar frá innfæddum við að velja rúmlega 100 börn til að hefja nám. „Í okkar augum voru allir bláfátækir og sumir voru allslausir og þeir fengu inngöngu í skólann. Það er það sem ABC stendur fyrir; að hjálpa þeim sem eiga enga von,“ sagði Hinrik í viðtali.

alt

Hinrik og Gullý gistu hjá vinafólki þegar þau voru að koma skólanum í gang. Beint á móti húsinu bjó fjölskylda á stórri lóð í mörgum kofum. Þar var maður með börnin sín og barnabörn. Ein af dætrum hans var einstæð móðir og átti tvær stúlkur og einn dreng að nafni Dossi og var hann sá fyrsti sem varð fyrir valinu í skólann væntanlega. „Hann fékk að fara í skólann og var þar með fyrsta barnið. Sonur okkur, sem þá var rétt um tvítugt, vildi styrkja hann til náms,“ segir Gullý. Þetta voru mjög erfiðar heimilisaðstæður hjá Dossi en í borginni Bobo Dioulasso er mjög stórt fátækrahverfi og ólæsi í landinu er með því mesta í heiminum.

„Dossi hefur spjarað sig mjög vel og þetta er prúður og góður strákur. Það er reisn yfir honum og hann er afar duglegur. Ég vænti mikils af honum í framtíðinni,“ segir Gullý. 

alt

Norræna skólahlaupið er árlegur viðburður og fór fyrst fram árið 1984. Allir grunnskólar á Norðurlöndunum geta tekið þátt og hefur þátttaka íslenskra grunnskólanemenda verið mjög góð í gegnum árin. Með þessum viðburði er leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Í skólahlaupinu árið 2007 ákváðu kennarar í Giljaskóla á Akureyri að safna áheitum og styrkja til náms tvo nemendur hjá ABC barnahjálp. Sú söfnun hefur ávallt verið tengd skólahlaupinu en breyting hefur verið á fyrirkomulaginu undanfarin tvö ár þar sem söfnunin hefur hafist að hlaupi loknu.

Nemendur hlaupa einn til fjóra „skólahringi“ og er einn hringur um 2.5 kílómetrar. Nemendur og starfsmenn eru hvattir til að gefa smá aur í söfnunarbauka og þökk sé þeim framlögum hefur verið hægt að greiða fyrir skólagöngu tveggja barna í námi á vegum ABC. Árið 2007 voru Udaya Lakshmi Gajjelagunta og Vincent Obita styrkt til náms. Udaya er frá Indlandi og Vincent er frá Úganda og hafa nemendur og starfsmenn Giljaskóla styrkt þau allan þeirra skólaferil. Þau hafa lokið sínu námi í ABC skólunum og í dag styrkir Giljaskóli tvo nýja nemendur; þær Venkateswaramma Ramma og Kevine Jenneth Akello en þær eru einnig frá Indlandi og Úganda.

                                        alt    alt

Nemendur í Giljaskóla fá alltaf kynningu á börnunum sem þeir styrkja og áhuginn og viljinn til að halda því áfram lýsir sér vel með mikilli þátttöku í árlega hlaupinu og áheitum sem ár eftir ár eru nægilega mikil til að viðhalda framfærslunni .Nemendur ABC skólanna senda ávallt jólakort og nemendur Giljaskóla hafa sömuleiðis útbúið kort og nú síðast sendu þeir einnig pakka með smávegis af ritföngum handa Venkateswaramma og Kevine.

alt

Hér er svo sannarlega hlaupið til góðs og við þökkum nemendum og starfsmönnum Giljaskóla fyrir þessa dýrmætu gjöf sem gefur fátækum börnum tækifæri á góðri framtíð. 

Stuðningsaðilar voru rausnarlegir með framlögum í jólagjafasjóðinn og hér eru nemendur í Molfrid Center skólanum á Filippseyjum að halda jólaskemmtun.

alt   alt

alt

Svo fengu börnin úthlutað gjöfum frá starfsfólki skólans. 

alt  alt

Við þökkum stuðningsaðilum kærlega fyrir þeirra framlög. 

ABC barnahjálp nýtur velvildar fólks á marga vegu. Þúsundir stuðningsaðila styrkja börn til náms eða greiða í neyðarsjóð sem notaður er til að sjá fyrir nemendum sem eru án stuðnings. Enn fleiri þúsundir gefa pening í söfnunarbauka sem finna má víðs vegar um allt land og upphæðin sem safnast í þá er talin í milljónum ár hvert. Að lokum er þess virði að minnast á að sjálfboðaliðar sjá um að koma baukum fyrir í verslunum og fyrirtækjum og skipta þeim út fyrir nýja.

alt

Sjálfboðaliðarnir eru margir og út um allt land og Gunnar Böðvarsson er einn af þeim. Á svæði hans er stærsti rúnturinn á höfuðborgarsvæðinu og alls er hann ábyrgur fyrir um 50 stöðum sem hann heimsækir reglulega. „Ég vildi koma að gagni, vera félagslega tengdur og umgangast gott fólk“, segir Gunnar aðspurður út í hvernig fyrstu kynni hans af ABC voru. Gunnar vann alla sína starfsævi sem símritari á Ritsímanum í Reykjavík og fór á eftirlaun um sextugt og í dag er hann 66 ára gamall. Hann hjálpaði til við kortagerð fyrir ABC og var einnig liðtækur í versluninni Líf og List á Laugaveginum þar sem seld voru listaverk til styrktar samtökunum. „Svo leiddist það út í að ég fór að sinna baukunum. Mér hefur þótt það vera gefandi og gott að vera til gagns og nýta krafta mína til að safna fé fyrir þessa góðu starfsemi,“ segir Gunnar.

Gunnar kemur misjafnlega oft við á staðina eftir því hve hratt safnast í baukana. „Suma staði þarf að vitja hálfsmánaðarlega og svo eru aðrir staðir sem nóg er að heimsækja annan hvern mánuð,“ segir hann en eftir að hafa sinnt þessu í rúm þrjú ár er Gunnar kominn með góðan púls á hve hratt safnast í baukana á hverjum stað. Hver rúntur tekur um 4-5 klukkustundir. „Ég reyni að nýta daginn vel og fer af stað um klukkan ellefu svo ég nái að skila peningunum af mér“.

alt

Aðspurður um hve lengi hann geti hugsað sér að baukast í þessu segir Gunnar að það sé óráðið. „Á meðan heilsan leyfir þá er ég alveg til í að veita þessu mitt liðsinni og vera til aðstoðar. Maður hittir fullt af fólki og þetta er bara jákvætt og gefandi. Maður hefur fulla trú á að þetta sé til góðs og ég vil sjá starfsemi ABC blómstra í framtíðinni. Ég hef fengið hjarta fyrir þessu starfi í gegnum þessa vinnu og vil sýna stuðning minn með þessum hætti,“ segir Gunnar að lokum.

Við þökkum stuðningsaðilum kærlega fyrir framlag þeirra í jólagjafasjóðinn árið 2016. Sjóðurinn er notaður til að gera börnunum dagamun í tilefni jólanna og þau voru mjög þakklát og ánægð með það sem þau fengu. 

alt

Á myndinni er hópur barna í ABC skólanum í Búrkína Fasó með teppi sem þau fengu að gjöf. 

Hafa samband

ABC barnahjálp
Víkurhvarfi 2
203 Kópavogi

Opið 9 - 16 virka daga


Sími: 414 0990
Tölvupóstur:


Contact ABC Children's Aid International Hafa samband