Styrkja starf ABC barnahjálpar
Kaupa gjafabréf með eigin kveðju
Minningargjöf með ABC korti
Finna og styrkja ABC barn

Menntun er mikilvægasti hlekkurinn í að rjúfa vítahring fátæktar.
Tilgangur ABC barnahjálpar er að veita börnum varanlega hjálp í formi menntunar.
ABC barnahjálp er íslenskt hjálparstarf, stofnað árið 1988.

 Reikningsnúmer neyðarsjóðs er 515-14-303000 kt. 6906881589
alt

ABC hóf samstarf við frjálsu félagasamtökin Agape Social Concern (ASC) í lok árs 2017. ASC hefur starfað í Bangladess frá árinu 1997 og markmið þeirra er félagsleg uppbygging fátækra og útskúfaðra einstaklinga og hópa.

ASC rekur Heimili friðar og þar fá börn kennslu og heimavist. Þar geta þau klárað ígildi gagnfræðaskólanáms og námið er bæði bóklegt og verklegt. Verklegi hlutinn samanstendur af tölvukennslu, saumakennslu og landbúnaðarfræðslu.

Nemendur koma frá afskekktum dreifbýlissvæðum en ¾ hlutar fólksfjöldans í landinu býr í dreifbýli.

Mikið er lagt upp úr því að nemendur læri um og verði meðvituð um rétt sinn og skyldur í samfélaginu. Markvisst er stuðlað að fræðslu um grunnþarfir barna, barnavernd, barnaþrælkun, mansal, kynjafnrétti og fleira. Félagsleg vandamál eru mörg í landinu og mikið níðst á réttindum þegna landsins.

Hreinlæti er gefinn sérstakur gaumur en aðgengi að hreinu vatni á dreifbýlissvæðum í Bangladess er mjög ábótavant. ASC hefur fjármagnað og sett upp vatnsbrunn og öll aðstaða á heimilinu í hreinlætismálum er komin í góðan farveg.

Á heimilinu fá börnin einnig að þróa með sér listræna hæfileika með tónlistar- og danskennslu, söng, og myndlist. Einnig eru reglulegir íþróttaviðburðir haldnir og hafa bæði stúlku- og strákalið á heimilinu staðið sig með prýði í fótbolta.

Heimili friðar stuðlar að vistvænu umhverfi en regluleg athöfn sem börnin taka þátt í er gróðursetning trjáa. Tré eru súrefnisgjafi, veita skjól og skugga og framleiða mat.

Stuðlað er að sjálfsþurftarbúskap til að draga úr rekstarkostnaði og er ákveðið svæði á lóðinni notað til grænmetisræktunar. Börnin taka virkan þátt í að tína grænmetið og ávextina til. Meðal ávaxta sem ræktaðir eru þar má nefna saðningaraldin, mangó og litkaber. Þessi ávextir eru næringarríkir og einnig frekar kostnaðarsamir og því er sparnaður heilmikill.

Hér má sjá myndskeið sem tekið var í skólanum siðastliðið sumar.

Hér má sjá myndir frá því í janúar þegar nýtt skólaár hófst í Bangladess og fengu nemendur Heimili friðar nýjar skólabækur.

alt alt alt alt alt alt

Árlega söfnun ABC barnahjálpar, Börn hjálpa börnum, hófst í Vatnsendaskóla í Kópavogi þann 28. febrúar. Bæjarstjóri Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson, setti söfnunina formlega af stað.

Söfnunin er haldin í 21. sinn og stendur yfir dagana 28. febrúar til 19. mars. Frá upphafi hafa nemendur grunnskóla landsins safnað um 130 milljónum króna til styrktar fátækum börnum í Afríku og Asíu.

Framkvæmdarstjóri ABC, Laufey Birgisdóttir, hóf viðburðinn með kynningu um starfsemi samtakanna og fróðleiksfúsir nemendur hlustuðu vel og spurðu margra spurninga. Bæjarstjóri tók svo til máls og gaf fyrstu framlögin í söfnunarbaukana. Nemendur Vatnsendaskóla og fjölda annarra grunnskóla á landinu munu svo ganga um nærliggjandi hverfi sín á komandi dögum og safna fyrir hönd ABC.

Söfnunin hefur verið hreint ómetanleg fyrir starfsemi ABC barnahjálpar. Fyrir peningana sem söfnuðust á síðasta ári var byggð ný skólabygging með tveimur fullbúnum kennslustofum í ABC skólanum í Namelok í Kenýa. Þá var hægt að endurnýja húsgögn, skólabúninga, skólatöskur og byggja nýtt eldhús í ABC skólanum í Naíróbí í Kenýa. Einnig var hægt að hjálpa til við uppbyggingu á nýjum og glæsilegum matsal í ABC skólanum í Búrkína Fasó. Að lokum styrkti söfnunin endurbyggingu á leikskóla ABC skólans í Úganda þar sem þakið var lagað og byggður var nýr veggur.

Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn á reikning:

0515-14-110000. Kt. 690688-1589

alt

Nemendur og starfsmenn Giljaskóla á Akureyri hafa frá árinu 2007 styrkt 2 börn í ABC skólunum okkar. Árið 2007 voru Udaya Lakshmi Gajjelagunta og Vincent Obita styrkt til náms. Udaya er frá Indlandi og Vincent er frá Úganda og hafa nemendur og starfsmenn Giljaskóla styrkt þau allan þeirra skólaferil. Þau hafa lokið sínu námi í ABC skólunum og í dag styrkir Giljaskóli tvo nemendur; þau Ibrahim Famba Mohamed og Kevine Jenneth Akello en þau eru bæði frá Úganda.

Einu sinni á ári er haldin söfnun í Giljaskóla og greiða þau 84.000 kr til styrktar þessum tveimur börnum. Með því fá styrktarbörninn meðal annars skólagöngu, skólabúning, máltíð og heilsugæslu í heilt ár.

Nemendur í Giljaskóla fá alltaf kynningu á börnunum sem þeir styrkja og áhuginn og viljinn til að halda því áfram lýsir sér vel með mikilli þátttöku í söfnuninni sem ár eftir ár er nægilega mikil til að viðhalda framfærslunni.Nemendur ABC skólanna senda ávallt jólakort og nemendur Giljaskóla hafa sömuleiðis útbúið kort og nú síðast sendu þeir einnig pakka með smávegis af ritföngum handa Ibrahim og Kevine.

Við hjá ABC barnahjálp erum mjög þakklát nemendum og kennurum Giljaskóla fyrir þetta frábæra framtak þeirra.

altalt alt alt

Nú fer að líða að árlega söfnunarverkefninu okkar Börn hjálpa börnum og er þá gaman að líta til baka og rifja upp í hvað peningarnir fóru sem söfnuðust á síðasta ári – en þá var söfnin haldin í 20. skipti. Þeir fjármunir sem safnast saman ár hvert skipta gríðarlega miklu máli fyrir þá sem þiggja þá og erum við afskaplega þakklát þeim börnum á Íslandi sem taka þátt í þessari söfnun með okkur. Þeirra framlag er ómetanlegt.

alt

Hér má sjá Þráinn Skúlason ásamt heimamönnum við byggingu nýrrar skólastofu í Namelok.

alt

Byggð var ný skólabygging með tveimur fullbúnum kennslustofum og keypt var tölva og prentari.

alt

Í Búrkína Fasó var söfnunarfé nýtt í að hjálpa til við uppbyggingu á nýjum glæsilegum matsal. 

alt

Í Naíróbí styrktum við ljóðahóp í ABC skólanum í Star of Hope. Ljóðahópurinn hefur staðið sig frábærlega í hinni árlegu Kenya Music Festivals og hefur meðal annars unnir til fyrstu verðlauna í einni greininni fyrir ljóðaflutning.

alt alt alt

Í Naíróbí stóð söfnunin einnig fyrir endurnýjun á húsgögnum og húnæði heimavistarinnar og eldhúsi. Auk þessa var endurnýjað skólabúningar, skólatöskur og snyrtivörur fyrir nemendur framhaldsskólans.

altalt

Í Úganda styrkti söfnunin endurbyggingu á leikskóla ABC skólans, meðal annars var þakið lagað og var byggður nýr veggur.

Nýtt eldhús fyrir nemendur ABC barnahjálpar í Nairobi. Undirbúningur hófst í byrjun desember og á meðfylgjandi myndum sjáum við hversu vel tókst til. Nýja eldhúsbyggingin var komin í fulla notkun um miðjan janúar þegar nýtt skólaár hófst í Nairobi. Það þarf vart að taka það fram hvað þetta kemur sér vel fyrir skólann og fólkið okkar í Kenýa er afskaplega þakklát fyrir þessa höfðinglegu gjöf.

alt alt alt alt

Hafa samband

ABC barnahjálp
Víkurhvarfi 2
203 Kópavogi

Opið 9 - 16 virka daga


Sími: 414 0990
Tölvupóstur: