Styrkja starf ABC barnahjálpar
Kaupa gjafabréf með eigin kveðju
Minningargjöf með ABC korti
Finna og styrkja ABC barn

Menntun er mikilvægasti hlekkurinn í að rjúfa vítahring fátæktar.
Tilgangur ABC barnahjálpar er að veita börnum varanlega hjálp í formi menntunar.
ABC barnahjálp er íslenskt hjálparstarf, stofnað árið 1988.

 Reikningsnúmer neyðarsjóðs er 515-14-303000 kt. 6906881589

Miðvikudaginn 9. maí sl. var haldinn starfsmannafundur á Hótel Kríunesi. Sérstakur gestur var Bo Wallenberg, framkvæmdarstjóri Barnmissionen og stjórnarmaður ABC, og viðstaddir voru starfsmenn skrifstofunnar og nytjamarkaðanna.

Málefni fundarins voru m.a. þau að fara yfir mál sem eru í deiglunni hjá ABC. Sigurlín Sigurjónsdóttir, verkefnastjóri, greindi frá heimsókn sinni til Bangladess en ABC hóf nýverið að styðja við skólann sem rekinn er þar í landi. Þráinn Skúlason, stjórnarmaður, greindi frá sinni heimsókn en hann hélt til Pakistan í apríl síðastliðnum til að taka út starfsemina hjá nýjasta samstarfsaðila ABC. Írís Ósk Friðriksdóttir, verkefnastjóri, kynnti nýja heimasíðu sem bráðlega fer í loftið. Einnig tók framkvæmdarstjóri ABC, Laufey Birgisdóttir, til máls og Bo miðlaði af sinni áralöngu reynslu sem starfsmaður og síðar framkvæmdastjóri hjá sænsku hjálparsamtökunum.

Það er óhætt að segja að starfsmenn ABC voru fullir uppörvunar að loknum degi og fullir tilhlökkunar í að takast á við komandi verkefni.

Hér má sjá mynd af starfsmönnum skrifstofunnar ásamt Bo Wallenberg. alt

Í ABC skólanum í Kasangati tekur brosmildur kvenkyns vörður að nafni Agnes á móti þeim sem koma inn fyrir dyrnar, hvort sem um er að ræða nemendur eða gesti. Hún tekur starfi sínu alvarlega og þegar ókunnugu andliti bregður fyrir er Agnes fljót að spyrja viðkomandi hvert erindið sé. Hér má sjá Laufey framkvæmdastjóra ABC barnahjálp og Agnesi.

Líf einstæðra mæðra í Úganda er erfitt. Margar þeirra koma úr sárri fátækt og aðstæður koma í veg fyrir að þær geti unnið sig úr henni. Mjög oft kemur upp sú staða að eiginmenn ákveði einn daginn að láta sig hverfa og hefja nýtt líf á öðrum stað. Félagslegt umhverfi í landinu er ekki eins og flestir þekkja því engin lagaleg kvöð er á mönnunum að styðja fjárhagslega við barnsmóður sína eða börn. Fólk í fátækrahverfum er algerlega á eigin spýtum og eftirfylgni af hálfu yfirvalda við fjölskyldur og börn í slæmri stöðu er engin. Hver og einn þarf að sjá um sig sjálfur.

ABC skólinn í Kasangati er staðsettur í miðju íbúðarhverfi þar sem fjöldi fjölskyldna býr við miður góðar aðstæður þó ekki sé um að ræða fátækrahverfi í eiginlegum skilningi. Á leiðinni sjást fjölmargir markaðir sem selja mat og ávexti á vegi sem er eingöngu rauðleit mold. Allir sem á vegi manns verða eru að reyna sitt besta að þéna smá pening. Þeir sem ekki standa vaktina á mörkuðunum sjást berandi ávexti, trjágreinar eða hey á öxlum sínum eða með tvöfalt meira magn af svipuðu sem búið er að festa við reiðhjól. Svo eru fjölmörg bifhjól sem þjóta fram hjá en nokkrir á þeim stoppa og spyrja hvort þörf sé á fari. Þetta eru sem sagt leigubílarnir og alls ekki óalgengt að sjá þrjá einstaklinga um borð í þeim.

Agnes er harðduglegur starfsmaður og stendur vaktina í skólanum frá klukkan 7 á morgnana til 5 á daginn sex daga vikunnar. Hún er 35 ára gömul og er einstæð þriggja barna móðir. Eitt af börnum hennar er nemandi í framhaldsskóla í ABC skólanum í Kitetikka. Saga hennar mjög svipuð margra kvenna að sögn Trudy Odida, annars forstöðumanns ABC Children‘s Aid í Úganda.

Agnes átti eiginmann sem dag einn yfirgaf hana og tók saman við aðra konu. Hann skildi Agnesi eftir með börnin þeirra þrjú og hefur ekkert samband við þau né styrkir fjárhagslega. Þetta var fyrir 10 árum síðan og Agnes hefur þurft að framfleyta sjálfri sér og börnunum með einhverjum hætti. Í langan tíma vann hún í verksmiðju sem framleiddi drykkjarföng. Þar vann hún frá sólarupprás til sólseturs alla daga vikunnar og fékk að launum 100.000 úganska shillinga á mánuði. Það eru í kringum 2.800 íslenskar krónur og dugar mjög skammt þó svo flest allt í landinu sé ódýrt á okkar mælikvarða. En Agnes gat ekki einu sinni stólað á þessi laun því á tímum kom fyrir að hún fékk ekkert greitt.

Með mikilli vinnu og erfiði tókst Agnesi að koma einu barninu sínu í ABC skólann því hún vill ekkert heitar en að börnum hennar bíði betri framtíð. Trudy kynntist Agnesi og þótti mikið til hennar koma. Þegar færi gafst bað Trudy hana Agnesi að hefja störf sem vörður í skólanum og þar stendur hún sig með prýði. Hún fær betri laun, einn frídag í viku og getur séð fyrir sjálfri sér og börnunum sínum. Þegar Trudy og Laufey Birgisdóttir, framkvæmdarstjóri ABC barnahjálpar, ræða stuttlega við Agnesi er eitt sem stendur upp úr í þeim samræðum. Agnes er mjög þakklát fyrir sitt og segist vera mjög ánægð í dag.

Í Mathare Children´s education skólanum í Kenýa eru þemadagar þessa vikuna og eru börnin að upplifa alls kyns skemmtilega afþreyingu og kennslu.

Meðal annars listkennslu, heimilisfræði, dans og ljóðakennsla, hvatningarbíómyndir, og einnig tónleika, hoppukastala og fleira skemmtilegt

Þessir þemadagar eru haldnir og skipulagðir af starfsfólki og fyrrverandi nemendum sem eru útskrifaðir eða eru í framhaldsnámi. Við erum þakklát þeim Elvis, Joseph og Michael fyrir hjálpina og að vera frábærar fyrirmyndir. Við fengum þessar myndir frá þeim. alt alt alt alt alt altalt

Stolt segjum við ykkur frá því að í vikunni opnaði ABC barnahjálp annan Nytjamarkað, að Dalshrauni 13 í Hafnarfirði.

Við seljum þar meðal annars búsáhöld, húsgögn, fatnað, skó, skartgripi, töskur, bækur, spil, myndir og ramma, myndbönd/dvd, cd og vínilplötur.

Þakklæti er okkur efst í huga þegar einstaklingar og fyrirtæki gefa okkur það sem til fellur, til að selja í Nytjarmörkuðum okkar en með því að versla í Nytjamarkaðinum hjálpar þú ABC barnahjálp að reka skóla og heimili fyrir fátæk börn í 7 löndum í Afríku og Asíu.

Við tökum glöð á móti ykkur alla virka daga frá 12:00-18:00 og 12:00-16:00 á laugardögum, nú í Kópavogi og Hafnarfirði.

Hér má sjá brot af úrvalinu í nýju verslun okkar ásamt mynd af Gógó (Sigurlaug Guðrún) og Agli, en þau munu standa vaktina með bros á vör og þakklæti í hjarta. alt alt alt alt alt alt alt

Við erum einnig með Facebook síðu þar sem við munum regluleg setja inn myndir af nýjum vörum.

Söfnunin Börn hjálpa börnum er nú í gangi víða um land. Nemendur í 4.-7.bekk hinna ýmsu grunnskóla hafa verið að ganga í hús og standa við verslanir og safna peningum í bauka merkta átakinu. Við erum afskaplega þakklát þessum börnum og þeim sem sjá sér fært að gefa í söfnunina.

Okkur hafa borist myndir frá nokkrum skólum af nemendum og langar okkur að birta þær hér.

Í 4. bekk í Grunnskóla Vestmannaeyja er nemandinn Ástþór Hafdísarson, en hann var einn af 10 börnum sem unnu teiknisamkeppni MS og var í verðlaun 40.000kr. Hann og bekkurinn hans ákváðu í sameiningu að fá sér ís í ísbúð bæjarins og gefa svo afganginn af verðlaunaféinu, um 30.000kr, í söfnunina Börn hjálpa börnum.

alt

Á myndinni má sjá börnin í ísbúð bæjarins þar sem kennarinn Þórdís Jóelsdóttir afhendir deildarstjóra Grunnskóla Vestmannaeyja bauk með afganginum.

alt

Hér má sjá nemendur 5.-7.bekk Seyðisfjarðarskóla er þau höfðu lokið söfnuninni og voru að skila af sér baukunum.

alt

Þessar dömur eru nemendur í 4.bekk í Rimaskóla og stóðu sig vel í söfnuninni ásamt samnemendum sínum. alt

Nemendur Grunnskóla Þorlákshafnar sátt með afrakstur sinnar söfnunar er þau skiluðu af sér baukunum.

Hafa samband

ABC barnahjálp
Víkurhvarfi 2
203 Kópavogi

Opið 9 - 16 virka daga


Sími: 414 0990
Tölvupóstur: